Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 2
634 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Úthlutun lóða annaðist landfó- geti fyrst, og síðan bæarfógeti eftir að hann kom (1803). Þess gætti þegar í upphafi, að menn vildu fá sem stærstar lóðir, úr því að þær kostuðu ekkert. Mun þess ekki alltaf hafa verið gætt að menn söls- uðu ekki meira undir sig en góðu hófi gegndi. Og síðan reistu menn hús á lóðum þeim sem þeir höfðu fengið og var þá ekkert hugsað um skipulag þegar húsin voru staðsett. Mundi byggðin eflaust hafa orðið einn hrærigrautur, ef staðhættir hefði ekki verið þannig, að beztu byggingarlóðirnar voru meðfram sjónum. Þessu fór svo fram um rúmlega hálfrar aldar skeið. Árið 1829 varð L. A. Krieger stiftamtmaður hér. Hann var mjög nýtur maður, og hann sá fljótt að byggingarmálum Reykjavíkur var stefnt í óefni ef svo heldi fram, sem verið hafði. Hann ritaði því dönsku stjórninni 1833 og fór fram á það að hún setti bænum byggingar- reglugerð. Kvað hann þetta mjög aðkallandi, því að fram að þessu hefði hver maður byggt eins og honum þóknaðist, og sumir hefði alls ekki fengið leyfi til bygginga. Færi þessu fram enn um sinn, mundi kaupstaðurinn verða hreinn óskapnaður. Danska stjórnin flýtti sér ekki að verða við þessum tilmælum, en Krieger hafði hönd í bagga með byggingarmálum Reykjavíkur meðan hans naut við (fram til 1837), og það er honum að þakka að Austurvöllum er til, því að hann harðbannaði að byggja þar. Árið 1839 gaf stjórnin að lokum út reglugerð um byggingarmálefni Reykjavíkur. Samkvæmt henni skyldi vera hér byggingarnefnd, sem átti að taka ákvörðun um hvar götur og torg skyldi vera, og mæla út lóðir undir hús og garða með samþykki amtsins. Hafði stiftamt- maður og síðar landshöfðingi þannig úrskurðarvald í öllum bygg- ingarmálum. Þetta fyrirkomulag helzt svo fram til aldamóta. Verslunarlóðin Eftir 1880 fer fólki mjög að fjölga í bænum og vex aðstreymið árlega. Varð kaupstaðarlóðin þa allt of þröng og byggðin þandist út utan við hana, einkum austur á bóginn. Árið 1892 voru því sam- þykkt lög um að stækka hana mjög mikið. Voru þá takmörk hennar sett um Helgastaðabæ (hjá Vita- stíg) að Skólavörðunni, þaðan var svo bein stefna í Skólabæinn (við Suðurgötu) og þaðan í Litlasel. Enn stækkaði bærinn og brátt varð það augljóst að þessi kaup- staðarlóð væri of þröng. Almenn- ingur gerði sér oft ekki grein fyrir því hver munur var á lögsagnar- umræmi Reykjavíkur og kaupstað- arlóðinni. En hann var sá, að utan kaupstaðarlóðarinnar mátti enginn versla. Einum góðum borgara varð hált á þessu. Hann hafði átt heima vestur í bæ, en langaði til að fara að versla. Þóttu honum skilyrði til þess langtum betri í Austurbæn- um, svo að hann útvegaði sér lóð við Laugaveginn og reisti þar hús. En þegar hann ætlaði að fara að versla þar, kom úr kafinu að húsið stóð rétt fyrir austan mörk versl- unarlóðarinnar. Fekk hann því ekki leyfi til að versla þar. Þetta var laust fyrir aldamótin. Og þarna stóð húsið árum saman svo, að ekki mátti versla í því. Um aldamótin sá bæarstjórn að nauðsyn var að færa verslunarlóð- ina enn út. Skipaði hún þá nefnd til að athuga málið og semja frum- varp til laga um stækkun verslun- arlóðarinnar. Nefndin gerði það og lagði frumvarpið fyrir bæjarstjórn, en hún samþykkti það og fekk svo þingmann kjördæmisins, Tryggva Gunnarsson, til þess að bera frum- varpið fram á Alþingi. .Samkvæmt því skyldu austurtakmörk verslun- arlóðarinnar vera um merkjaskurð og garð austan við Rauðarármýri frá sjó upp að Laugavegi, þaðan í suðurhorn Grænuborgartúns, það- an sjónhending vestur á mela með suðurjaðri Sauðagerðistúns vestur á Kaplaskjólsveg, þaðan bein lína í enda Framnesvegar við Granda- bót. Tekið var fram, að merkja- steinar skyldu reistir á mörkum verslunarlóðarinnar. Alþing samþykkti þetta frum- varp orðalaust 1903. Ókeypis lóðir úr sögunni Á Alþingi 1901 voru samþykkt lög um breytingu á tilskipun 26. apríl 1872 um bæarstjórn í Reykjavík og kváðu þau svo á, að bæarstjórn skyldi framvegis ráða byggingarmálum kaupstaðarins. — Með þessum lögum var bæarstjórn fengin heimild til þess að setja byggingarsamþykkt fyrir Reykja- vík, aðeins með því skilyrði, að landshöfðingi staðfesti þá sam- þykkt. Bæarstjórn þótti það stór galli á lögum þessum, að henni var ekki heimilað að leggja á bæarmenn þau gjöld, er óhjákvæmilega hlutu að leiða af framkvæmd byggingar- samþykktarinnar. Hún fekk því Tryggva Gunnarsson til þess að flytja á Alþingi 1903 stutt en hall- kvæmt frumvarp, er sló tvær flug- ur í einu höggi, afnam gamalt ó- réttlæti, og veitti bænum um leið tekjustofn. Frumvarpið var aðeins 2 grein- ar: 1. gr. Þá er beðið er um út- mælingu á lóð undir hús í land- eign bæarins, hvort heldur er á verslunarlóðinni, eða utan hennar, getur bæarstjórn heimtað endur- gjald fyrir lóðina, og skal bæar- stjórn ákveða verð hverrar lóðar eftir tillögu bygginganefndar. — 2. gr. Nú kaupir einhver lóð af bænum undir hús, og skal þá hús

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.