Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 637 gildi 1. janúar 1904. Samþykkt þessi var nýsmíð og sniðin mjög eftir erlendum fyrirmyndum. Var hún því ekki alfullkomin fremur en önnur mannanna verk, og þurfti brátt að gera á henni ýmsar breyt- ingar. En hún markaði þó algjör tímamót í byggingarsögu bæarins. Helztu nýmælin í henni voru aukin völd byggingarnefndar og skipan byggingarfulltrúa, er hafa skyldi eftirlit með öllum bygging- armálum í bænum. Byggingarsamþykkt þessi náði yfir allt lögsagnarumdæmi Reykja- víkur og í henni er að finna fyrstu ákvæðin um skipulag bæarins í framtíðinni. Þar var meðal annars ákveðið, að nýar götur mætti ekki vera þrengri en 20 alnir milli húsa, en gangstéttir % af breiddinni, eða 4 alnir hvoru megin. Húsarið mega ekki ná lengra en Wz ahn út á gangstétt, og hornhús skulu vera hornsneidd. Hver sá, er reisa vill hús í bæn- um, verður að senda uppdrátt af því til byggingarnefndar og fá hann samþykktan. Gert er ráð fyr- ir því að hús sé úr timbri, steini eða steinsteypu, en þó getur bygg- ingarnefnd veitt undanþágu að jafn gott byggingarefni sé notað. Ekki má taka nýtt hús til afnota fyr en byggingarnefnd hefir vottað Gimli 1905 að það fullnægi kröfum byggingar- samþykktarinnar. — Ekkert timb- urhús má vera vegghærra en 14 alnir, og ekkert steinhús vegg- hærra en 25 alnir. í útveggjum úr hvaða efni sem er, má samanlögð breidd glugga og hurða eigi vera meiri en % af allri lengd veggjar- ins, og ekkert millibil glugga og hurða má vera minna en 18 þuml- ungar í steinhúsi. Ibúðarherbergi skulu vera 4 alnir undir loft, og eigi minni en 15 feralnir að golf- fleti. Rishalli á þökum má hvergi vera meiri en nemi 45 gr. Á öll hús skal setja þakrennur og pípur niður með veggjum, og einnig á eldri hús þar sem það er nauðsynlegt vegna umferðar eða viðhalds á götu. Reykháfar skulu vera rambyggi- lega hlaðnir úr tígulsteini eða grjóti og kalki; skulu þeir vera minnst 9 þuml. að þvermáli að innan þar sem eru 8 eldstæði, en 18 þumlung- ar þar sem eldstæði eru fleiri. Sér- stakt leyfi þarf til þess að setja miðstöðvarhitun í hús. Þá var ákveðið að menn skyldi greiða byggingarleyfisgjald er rynni í bæarsjóð. Þá var bannað að reisa torfbæi eða torfhús í landi bæarins og enn- fremur var bannað að hafa stein- garða úr óhöggnu grjóti með göt- um fram. Gaddavír má hvergi nota í girðingu meðfram götu, og skal rífa slíkar girðingar sem fyrir eru. Heilbrigðissamþ ykkt Samkvæmt lögunum 1901 um bæarstjórn, setti bæarstjórn heil- brigðissamþykkt fyrir Reykjavík og var hún staðfest 30. jan. 1905. Og þar sem margt í þessari sam- þykkt er náskylt byggingarmálun- um, er rétt að rifja það upp. Menn verða að hafa í huga, að um þetta leyti var hvorki til vatns- leiðsla né holræsi í bænum. Varð því að setja sérstök ákvæði í heil- Hús Gunnars Þorbjarnarsonar við Veltusund 1906—1907 Þakinu hefir verið breytt nýlega.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.