Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 215 Fulltrúi hins fagra og góða Björnson við skrifborð sitt. BJÖRNSON var af traustum bændaættum kominn. Langafi hans, afi og faðir höfðu verið bændur hver fram af öðrum. En faðir hans brauzt í því, er hann var fulltíða, að nema guðfræði og gerðist þá prestur. Þeir feðgar voru risar að vexti. Björnson var ekki hár, en þrekvaxinn og bar sig svo vel, að hann sýndist öðruih meiri, og „bæði af honum gustur geðs og gerðarþokki stóð“, eins og Fornólfur segir um Björn í Ögri. Amma hans, Mari Öistad, var komin af stórbændaættum í Guð- brandsdal, og móðir hans, Inger Elise Nordraak, var af bændum komin. Björnson fæddist á prestsetrinu Björgan, í afskekktri og hrjóstugri sveit norðan í Dofrafjöllum. Þegar hann var sex ára að aldri fekk faðir hans Nessókn í Raumsdal og fluttist þangað. Þar var náttúran með allt öðrum svip. Þar var vítt útsýni um lygna firði, skógi vaxna ása, og fannkrýnd fjöll 1 baksýn. Þarna var þéttbýlt og þar eign- aðist Björnson marga leikfélaga, og komst í kynni við bændurna, sem þarna áttu heima. Að því bjó hann alla ævi. Þarna var það sið- ur að segja sögur, og þar voru margir afburða sagnamenn, er kunnu að færa sögurnar í áheyri- legan og kjarnyrtan búning. Má finna skyldleikann í fyrstu sögum Björnsons, stuttar, hnitmiðaðar og kjarnyrtar setningar. Þarna drakk hann í sig hina þjóðlegu menn- ingu, sem stóð föstum fótum í for- tíðinni. Faðir hans ætlaðist til að hann yrði embættismaður og sendi hann því 12 ára gamlan í skóla í Molde. Þar varð hann brátt sjálfkjörinn foringi piltanna. En námið gekk ekki eins vel. Hann hafði engan áhuga á kennslubókunum. Þarna komst hann í kynni við norska þýðingu á Heimskringlu Snorra Sturlusonar og hún varð honum sem opinberun. Þar kynntist hann hinni fornu sögu Noregs eins og hún var, vafin frægðarljóma og skáldskap. Hver áhrif Heims- kringla hefir haft á hann, má bezt sjá á öðru erindinu í norska þjóð- söngnum, er hann orkti mörgum árum síðar: Dette land har Harald bjerget með sin kæmperad, dette land har Haakon værget medens Öjvind kvad, paa det land har Olav malet korset med sit blod, fra dets höje Sverre talet Roma midt imod. Hann komst þarna einnig í kynni við rit frægra skálda, svo sem Walter Scotts, Marryats, Oehl- enschlágers, Ingemanns og Werge- lands og það varð ekki til þess að auka áhuga fyrir námsbókunum. Frelsishreyfingin í Norðurálfunni hreif einnig hug hans, svo hann var vakinn og sofinn að hugsa um hvernig ætti að hjálpa ánauðugum þjóðum. Hann var rúm sex ár í skólan- um, og þótti bæði skólastjórn og foreldrurh hans áhugi hans fyrir öllu öðru en náminu helzti mikill, og var hann þá sendur í skóla í Kristianíu, þar sem hann skyldi taka stúdentspróf. En þar tók varla betra við. Hann gerði sér tíðförult á áheyrendapalla þings- ins og í leikhúsið, og það sem hann heyrði þar og sá, kom honum í uppnám. Hann gekk undir próf 1852, en náði því ekki. og var hon- um gert að skyldu að ganga undir próf aftur. Hann fór þá heim til föður síns og var þar eitt ár og kenndi yngri systkinum sínum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.