Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Blaðsíða 8
252 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Klettafjöllin skulfu og klofnuðu Lík þeirra sem fórust, voru fyrst lögð á heysátur þar til hægt var að flytja þau brott. Þ A Ð var mánudagskvöldið 17. ágúst s.l. Hjá Madison-ánni, syðst í Montanaríki, höfðu um 250 sum- argestir tekið sér náttstað. Áin rennur þarna í þröngum dal og er full af fiski, svo að menn sóttust eftir að komast þangað, enda var það auðvelt, þar sem ein af þjóð- brautum ríkisins lá eftir dalnum. Ferðamönnum voru ætlaðir tjald- staðir þarna á árbakkanum og er einn þeirra nefndur Rock Creek. Var sá tjaldstaður á grundum milli árinnar og þjóðvegarins, en til beggja handa voru háar og brattar fjallshlíðar. Nokkru lengra inni í Klettafjöllunum var rafmagns- stífla og ofan við hana stórt uppi- stöðulón, sem heitir Hebken-vatn. Þaðan er örstutt vestur í hinn fræga Yellowstone-þjóðgarð. Veðrið var ágætt þetta kvöld og glatt tunglsljós. En rétt fyrir mið- nætti, er allir höfðu gengið til náða, kom ógurlegur jarðskjálfti, sem umturnaði stóru svæði af Klettafjöllunum í þremur ríkjum, Montana, Idaho og Wyoming. Fjöllin byltust um alla vega og rifnuðu að endilöngu, svo að þar urðu gapandi gjár. Botninn í Heb- ken-vatni reis á rönd og myndað- ist þar mikil flóðbylgja. sem fyrst beljaði hátt upp í hlíðar og tók af þjóðvegfrm, en fell síðan sem hol- skefla yfir stíflugarðinn. Fjallið gegnt Rock Creek hrundi. Tók sig þar upp tveggja km breið skriða í 1300 feta hæð og svo hljóp öll fjallshlíðin fram. Talið er að 80 miljónir tonna af grjóti hafi hrun- ið þar niður og hlóð þessi ógurlega skriða 430 feta háan garð þvert yfir dalinn og stíflaði Madison-ána og fór yfir nokkurn hluta tjald- búðanna. Meðal þeirra, sem höfðu tekið sér náttstað þarna, var Bennett nokkur frá Idaho og fjölskylda hans, kona og fjögur börn. Þau höfðu ekið bíl sínum niður á ár- bakkann og sváfu hjónin í honum, en börnin fjögur hvíldu í svefn- pokum úti fyrir. Þegar fyrsti kippurinn kom, heldu margir sem sváfu í tjöldum. Þessi steinn losnaði í háfjalli, braut skóginn í hlíðinni og staðnæmdist fyrst niðri á þjúðvegi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.