Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1960, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1960, Page 1
21. tbl. IRwgmtfrlðtoiii* Sunnudagur 12. júní 1960 XXXV áxg. Reyðarhval ur unninn Frásögn Sigurðar Sveinssonar, Borgarfirði Frá Loðmundarfirði. Yzt til hægri gengur inn svonefndur Bolabás, þar sem hvalurinn var unninn. — UM 1880 bjuggu í Nesi í Loðmund- arfirði Jóhann Sveinsson og annar ábúandi er Bergsveinn hét. Þá voru þarna nokkrir efnilegir ungir menn, Sveinn sonur Jóhanns, Jón sonur Bergsveins og í Neshjáleigu Jóhann Þorbergsson og Gunnar bróðir hans. Þeir voru allir um tvítugsaldur. Þetta voru einhver mestu ísaár í sögu landsins. Fyllti þá hafís firði og flóa og lá stundum fram undir haust. Oft var þá þröhgt í búi, en stundum komu höpp með ísnum, selur óg hvalur, einkum þó selur og var hann oft drepinn hundruð- um saman og var það mikið búsí- lag. Ekki fylgdi þó altaf gæfa þess- um veiðiskap og skal hér sagt frá einu atviki er gerðist tveimur ár- um á undan hvalsögunni. Seinni hlut vetrar fyllti Loð- mundarfjörð af ísi og fylgdi ísnum mikill selur. Og á annan í páskum fóru piltar frá Nesi og Neshjáleigu út á ísinn til seladráps í Neshjá- leigu voru þá vinnuhjú, sem hétu Oddur og Jóhanna. Þau voru heit- bundin. Oddur hafði þann starfa að gæta sauðfjár. Bjóst hann nú við að koma seint um kvöldið heim frá seladrápinu og bað því Jóhönnu að smala fénu heim um kvöldið fyrir sig. Eru þó víða. hættur þarna vegna sjávar og fluga. Jóhanna fór um kvöldið upp og út á svonefndan Hjáleigudal, og þaðan út Miðmorgunshjalla. Sér hún þá kindur úti og niðri í hlíð- inni, en þær hreyfðu sig ekkl hvernig sem hún hóaði. Þarna er flugbratt niður í sjó. Jóhanna var með prjóna í hönd- unum, eins og þá var títt, til þess að nota tímann sem bezt. Þegár kindurnar hreyfðu sig hvergi þótt hun hóaði, neyddist hún til þess að reyna að fara fyrir þær, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.