Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1960, Qupperneq 2
326
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
steig út á hjarnfönn, sem var ut-
an í hjallanum. Sólbráð hafði verið
um daginn, en nú var sólsett og
farið að frysta og því glerhálka á
fönnunum. Jóhanna missti því þeg-
ar fótanna og hrapaði alla leið nið-
ur í fjöru, á milli Stiganna, sem svo
eru nefndir. Þar beið hún skjót-
an bana. — Fáum árum seinna
fórst Oddur, er hann var að reyna
að ná kindum upp af Innri Álfta-
vík. Hrapaði hann í flugum í svo-
nefndum Dýahjalla.----------
Nú víkur sögunni aftur til árs-
ins 1880. Dag nokkurn á útmánuð-
um fylltist fjörðurinn af ísi og voru
hafþök eins langt og sást. Norðan-
bylur var á meðan ísinn rak að
landi, og stendur hann þá ofan af
landinu. Vegna áttarinnar varð því
vök meðfram landi, rétt fyrir neð-
an Nesbæinn. Hún var ekki nema
svo sem hálfur kílómetri á lengd
og um 100 metrar á breidd. En er
rofaði til, sáu menn að gríðarstór
steypireyður var í vökinni og þar
innikróuð, og lá þarna eins og dauð
væri ,nema hvað menn sáu að hún
andaði.
Það kom nú heldur veiðihugur
í ungu mennina, sem áður eru
nefndir, þá Jóhann Þorbergsson,
Svein og Jón. Langaði þá til að
vinna hvalinn, en hinir eldri töldu
það óvita æði, því að engin vopn
ætti þeir til að vinna á slíkri
skepnu.
Piltarnir brugðu þó á sitt ráð.
Þeir settu fram bát og höfðu með
sér sterkt stjórafæri og hákarlasax.
Lögðu þeir svo bátnum að hvaln-
um þar sem hann flaut í vökinni.
Sveinn bar gogg í hvalinn og helt
bátnum þannig föstum við hann.
Jón sat undir árum, en Jóhann
vippaði sér upp á hvalinn með há-
karlasaxið í hendinni. Hann byrj-
aði á því að skera tvær holur ofan
í bakið á hvalnum framarlega,
stakk svo saxinu milli þeirra og
festi stjórafærið í æsinni. Þótt
undarlegt megi virðast tók hvalur-
inn ekkert viðbragð við þessar að-
farir, heldur var eihs og hann dú-
aði undir Jóhanni.
Að þessu búnu fór Jóhann niður
í bátinn og var svo róið upp í svo-
nefndan Bolaoás, sem er þar beint
upp af. Þegar þangað kom, fóru
þeir á bak við klappir, spyrntu í og
tóku á stjórafærinu af öllum kröft-
um. Þetta bar tilætlaðan árangur.
Þeim tókst að teyma hvalinn upp
í básinn. Þarna er mjög þröngt,
klettar á báðar hliðar, en lítil sand-
fjara fyrir botni. Leiðin, sem þeir
drógu hvalinn, er um 60 faðmar
á lengd.
Nú var eftir þyngsta þrautin, að _
bana hvalnum. Þá er þeir höfðu
bundið stjórafærið um klettanybb-
ur, fóru þeir aftur út á bátnum.
Jóhann fer aftur upp á hvalinn og
stingur hann með saxinu, eins og
það nam, en ekki gekk það á hol.
Þó blæddi mikið. Hvaiurinn tók nú
að ókyrrast, svo að Jóhann helzt
ekki við á honum. Fara þeir þá enn
í land og hyggja að hvalnum muni
blæða út. Gengu þeir því til bæar,
höfðu fataskifti og fengu sér kaffi.
Eftir langa stund ganga þeir til
sjávar aftur og þá eru ekki nein
dauðamerki á hvalnum. Fara þeir
þá enn út á bátnum og Jóhann
klífur upp á hvalinn og stingur
hann enn, en hvalurinn smákipp-
ist við. Jóhann biður þá félaga sína
að rétta sér ár. Síðan stingur hann
árinni í sárið á hvainum og leggst
á hana af öllum þunga, þar til
hann finnur að árin gengur á hol.
En þá tók hvalurinn heljar mikið
viðbragð, og mátti Jóhann þakka
það fræknleik sínum og snarræði,
að hann komst aftur í bátinn.
Hvalurinn brauzt nú um í helj-
armóði og gengu boðaföllin hátt
upp á klappir beggja megin vogar-
ins. Var bað með naumindum að
piltarnir gæti borgið sér og bátn-
um í fjörunni. Vegna þrengsla í
básnum gat hvalurinn þó ekki ann-
að en bylt sér og lamið með sporð-
inum. En svo voru sporðhöggin
öflug, að undan þeim opnaðist líkt
og stampur í sjóinn og sá í botn.
Svo sagði Sveinn, faðir sögu-
mannsins, og einn af þeim, sem
þarna voru að verki.
Ekki verður nú sagt hvort hval-
urinn hefir sprungið, eða hann
hefir beðið bana af sárinu, en dauð-
ur var hann eftir nokkra stund.
Hvalur þessi var fertugur, eins
og kallað var, og urðu piltárnir
frægir af að hafa ráðið niðurlög-
um hans, einkum þó Jóhann. Hér-
aðsmenn keyptu mikið af hvalnum
og báru á bakinu yfir Hraunsdal,
og hafa það sjálfsagt ekki verið
neinar skemmtiferðir.
Einhver ulfúð varð út af þessum
hval, eins og títt var hér á landi.
Nes var klaustursjörð og mun
Skriðuklaustur hafa verið eigand-
inn. Umhoðsmaður klaustursins
vildi telja þetta hvalreka, og var
hann þá eign klaustursins, en Nes-
bændur töldu þetta veiði, sem þeir
ætti að öllu leyti, eins og hverja
aðra veiði, en ekki er kunnugt
hvernig því máli lyktaði. . .
Jóhann Þorbergsson var annál-
aður afreksmaður sjómaður góð-
ur, ofurhugi, skjótráður og marg-
ráður, svo það var eins og allt
blessaðist hjá honum, hvernig sem
á stóð. Lítið atvik skýrii þetta bet-
ur en langt mál Jóhann var ásamt
fleirum að koma frá Seyðisfirði á
báti. En er til Loðmundarfjarðar
kom, var þar ólendandi fyrir brimi.
Taldi Jóhann þá, að ekki væri um
annað að velja en lenda í árósnum,
en þar var þrautalending og þó að-
eins með flóði; en nú stóð ekki
þannig á. Þeir tóku brimróðurinn.
Jóhann sat aftur í á stjórnborða.
í brimróðrinum braut hann árina,
en svo fljótur var hann að grípa
vara-ár, að hann missti ekki ára-
togið, og þeim farnaðist veL
%