Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1960, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
323
Stofnfélagar Lúðrafélagsins Hörpu, sem enn eru á lífi: Guðmundur Kr. Guð-
mundsson, Ágúst Markússon, Einar Þórðarson, Þórhallur Árnason, Stefán
Guðnason.
andi áhöld sem Lúðrafélag Reykja-
víkur hafði átt, en það félag hafði
nú hætt störfum vegna ágreinings
við bæjárstjórnina útaf styrkveit-
ingu og hafði afhent bænum áhöld
sín til eignar og umráða. Höfðu
ýmsir bæarbúar orð á því að dauft
væri yfir bæarlífinu þar sem
aldrei heyrðist lúðrablástur.
Var nú ákveðið að senda Hall-
grím Þorsteinsson á fund borgar-
stjóra og spyrjast fyrir um þessa
lúðra og það sem þeim fylgdi.
Borgarstjóri tók þessu mjög vel og
kvað okkur heimilt að fá þetta allt
lánað ókeypis f þrjá mánuði til
þess að gera tilraun með að nota
það.
Var þessu boði tekið með fögn-
uði og farið að skoða áhöldin. Það
voru víst 6 lúðrar, tromma, nótna-
stóll úr tré og töluvert af nótum.
Var nú þessu skipt milli þeirra
sem vildu taka þátt í þessari tii-
raun.
Tveir af þessum mönnum höfðu
áður verið með að blása horn.
Þeir kunnu því gripin og þekktu
nótur, og urðu þeir að kenna hin-
um sem óvanir voru. Gekk tölu-
verður tími í að læra þetta, en
samt kom að því að hægt var að
fara að spila saman létt lög. Að
liðnum þessum þrem mánuðum
þótti sýnt að hægt væri að halda
áfram og mjög mikill áhugi fyrir
því. Var nú ákveðið að tala við
borgarstjóra aftur og vita hvermg
gengi með framlengingu.
Hann tók málinu vel sem fyr.
Kvað sjálfsagt að við fengjum að
hafa áhöldin áfram til frekari æí-
inga, en vildi láta flokkinn skuld-
binda sig til að spila ókeypis við
ýms tækifæ^i þegar til kæmi og
bærinn þyrfti á því að halda. Við
vildum ekki ganga að þessu, en
kváðumst mundu spila ókeypis á
góðviðriskvöldum og á hátíðum
eftir því sem ástæður leyfðu. Út
frá þessu var svo ákveðið að skila
áhöldunum aftur en reyna með
einhverju móti að eignast áhóld
sjálfir. Og tækifærið kom upp í
hendur okkar. í Hafnarfirði var
lúðrafélag sem var að hætta störf-
um og vildi selja áhöld sín, sera
voru sem ný. Buðu þeir okkur sína
lúðra og það sem þeim fylgdi með
vægu verði og goðum skilmálum.
Milligöngumaður fyrir Hafn-
firðinga var Carl Ólafsson ljós-
myndari. Var nú eftir nánari at-
hugun ákveðið að kaupa þetta, og
skotið saman af þátttakendum
fyrir fyrstu útborgun og gerður
samningur um afborganir á eftir-
stöðvum. Sá samningur er til enn
með undirskrift allra þátttakenda.
Var nú aftur farið að æfa af kappi
og félaginu gefið nafnið Lúðrafé-
félagið „Harpa“ kennt við hörpu-
mánuðinn 1910.
Þetta félag „Harpa“ starfaði af
áhuga og fjöri allmörg ár, þrált
fyrir mjög erfið starfsskilyrði og
varð mjög vinsælt meðal bæar-
búa. Það spilaði mjög oft úti á
góðviðriskvöldum og á sunnudög-
um og einnig á fcgrum frostkvöld-
um úti á Tjörninni á vegum
Skautafélags Reykjavíkur og að
sjálfsögðu við öll hátíðleg tæki-
færi sumar og vetur. Ennfremur
oft á hlutaveltum og íþróttasýn-
ingum. í fyrsta sinn 17. júní 1911.
Það þáði aldrei neinn styrk af op-
inberu f^.
Lúðrafélagið „Hörpu“ má því
ótvírætt telja vísirinn að Lúðra-
sveit Reykjavíkur sem mjög vin-
sæl hefur orðið og að maklegleik-
um. Nafninu var breytt þegar
„Harpa“ og „Sumargjöfin“ voru
sameinaðar og nýr hljómsveitar-
stjóri var fenginn.
Og nú eftir 50 ár eru enn lifandi
fjórir af þeim sem undirrituðu
kaupsamninginn við Hafnfirðinga, '
og einn, Ágúst Markússon, sem
gerðist virkur félagi skömmu síðar.
Hinir eru Stefán Guðnason, Þórh.
Árnason, Guðm. Kr. Guðmundsson
og Einar Þórðarson.
Okkur, þessum fimm finnst vel
við eiga að rifja upp þessar minn-
ingar nú, á þessum tímamótum,
og við erum únægðir með að hafa
verið þátttakendur í þessu litla
ævintýri.