Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1960, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
337
Menn hafa ekki gert jafn mikl-
ar tilraunir um litskynjan fugla
sem um litskynian dýranna. En
tilraunir, sem gerðar hafa verið á
hænsum sýna hve viðsjárvert er
að kveða upp skyndidóma um lit-
skynjanir. Ein tilraunin var sú, að
marglitu ljósi var beint á hænsa-
fóðrið, svo að sum kornin sýndust
rauð, önnur græn, þriðju gul og
fjórðu blá. Hænurnar tíndu þegar
upp öll rauðu, gulu og grænu korn-
in, en skildu þau bláu eftir. Af
þessu var auðvitað dregin sú álykt-
un, að þær sæi ekki bláan lit. En
er tilraunin var endurtekin, fóru
hænurnar að eta bláu kornin líka.
Þá hugkvæmdist mönnum sú skýr-
ing, að þær hefði í fyrstu gengið
fram hjá bláu kornunum vegna
þess, að þær höfðu aldrei á ævi
sinni séð bláan mat.
Fiskar geta greint ýmsa liti.
Geddur, silungur, hornsíli og fleiri
fiskar sjá rauðan lit, gulan, brún-
an og grænan. Þetta hefir sannazt
með því að fæða þá á rauðlituðum
lirfum og möðkum um nokkurt
skeið og bera síðan fyrir þá rauða
ull, og gleypa þeir hana þá sem
mat. Menn þykjast og hafa tekið
eftir því að krabbar og marflær
sjái liti, og sennilega hafa lang-
flestir fiskar þennan eiginleika.
Skordýr munu og sjá liti. Til
þess bendir tilraun er gerð var
með býflugu. Tilraunin var þann-
ig, að gráum tiglum var raðað a
borð en í miðju var blár reitur.
Matur var settur á hvern reit og
síróp á bláa reitinn. Eftir nokkum
tíma varð flugan leikin í því að
finna bláa reitinn, enda þótt hann
væri færður til alla vega á borð-
inu. En svo var skipt um, og í stað-
inn fyrir bláan reit var settur rauð-
ur reitur. Þá varð flugan vilt og
gat ekki fundið sírópið. Það kom
þá upp úr kafinu að býflugur geta
ekki séð rauðan lit. í þeirra heimi
eru aðeins bláir, gulir og fjólubláir
Poppír
ÞAÐ er enginn orðaleikur að segja,
að dýrasti pappír í heimi sé banka-
seðlar, því að pappírinn, sem not-
aður er í þá, er dýrari en nokkur
annar pappír. En ódýrasti pappir.
sem til er, er blaðapappír.
Á milli þessara tveggja tegunda
eru svo um 1000 tegundir af alls
konar öðrum pappír, allt frá munn-
dúkum upp í fataefni.
í Bandaríkjunum eru nú um 500
pappírsverksmiðjur og framleiðsla
þeirra nemur um 10.000 miljónum
dollara á ári. En pappírseyðsla
Bandaríkjanna nemur um 418
pundum á hvern mann að meðal-
tali.
Kínverjar og Arabar urðu fyrstir
manna til þess að framleiða papp-
ír, en öldum saman var hann unn-
inn í höndunum. Það var ekki fyr
en um 1800 að fyrsta pappírsvélin
kom. Það var enskur maður, Henry
Fourdrinier, sem fann hana upp
Eru pappírsvélar síðan við hann
kenndar, því að þrátt fyrir miklar
litir. En þær sjá líka útbláa liti,
en það getur maðurinn ekki.
Drekaflugur hafa næmasta lit-
skygni, þá fiðrildi og næst möl-
flugur. Húsflugur sjá að minnsta
kosti bláan lit, því að þeim er illa
við hann og forðast bláa veggi og
blá gluggatjöld. Mýflugur sjá gul-
an lit, hvítt og svart og geðjast
bezt að svarta litnum. Einu sinni
var gerð tilraun um þetta. Þrir
menn, einn í svartri skyrtu, annar
í hvítri og sá þriðji í gulri fóru
þangað sem mývargur var. Eftir
hálfa mínútu höfðu 1499 mýflugur
sezt á svörtu skyrtuna, ekki nema
520 á þá hvítu og langfæstar á þa
gulu.
úr gleri
breytingar og endurbætur, eru þær
enn í grundvallaratriðum eins og
sú vél, sem hann fann upp. Á seinni
árum hefir þó orðið að finna upp
margs konar nýax vélar, til þess að
framleiða mismunandi pappír og
úr mismunandi efni. Nú er pappir
gerður úr hinum ótrúlegustu hrá-
efnum, svo sem gömlum póstpok-
um og gleri.
Stofnunin „National Bureau of
Standards" í Washington hefir nu
um 50 ára skeið rannsakað og gef-
ið upplýsingar um framleiðslu á
öllum þeim pappírstegundum, sem
ríkisstjómin þarf að kaupa, en hún
kaupir pappír fyrir 100 miljónir
dollara á ári. Stofnunin hefir sína
eigin tilraunastöð og vinnur stöð-
ugt að því að finna ný og ný hrá-
efni til pappírsgerðar og nýar teg-
undir af pappír, einkum með tilliti
þess hvað bezt henti þörfum hins
opinbera. í þessari tilraunastöð
vinna 20 menn, þar af þrír doktor-
ar í eðlisfræði og efnafræði.
Tréni (cellulose) hefir löngum
verið aðalefnið » pappír en það er
hægt að fá með mörgu móti. ur
timbri, sykurreyr hveitistöngum
og kornstöngum bambus, hálmi,
hampi og grasi. Pappír hefir verið
gerður úr öllu þessu, en framleiðsl-
an verður mismunandi hagkvæm.
Það þarf til dæmis 300 lestir af
töðu til þess að framleiða 100 lest-
ir af pappír, og má það ekki minna
vera til þess að vinnslan geti borg-
að sig. Jafn mikið pappírsmagn er
hægt að framleiða úr 200 lestum af
timbri, enda er það nú alls staðar
aðalefnið í öllum pappír.
Menn eru þó íarnir að blanda
trjágrautinn með ýmis konar efn-
um og framleiða þannig nokkurs
konar gervipappír. Til þessa nota