Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1960, Síða 14
338
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
menn gerviefnin naelon, orlon og
dakron. Hefir þetta gefizt vel,
einkum þegar um er að ræða papp-
ír fyrir litprentun, því að pappír-
inn breytir sér ekki. Þegar prenta
þarf með mörgum litum, eru lit-
irnir prentaðir hver ofan í annan.
Ef pappírinn kippir sér nú við
fyrstu prentun, eins og oft vill
verða, þá falla ekki næstu litir rétt
við þann, sem fyrir er.
Aðalástæðan til þess að Bureau
of Standards fór að fást við papp-
írsgerð, var sú að finna upp sem
hentugastar pappírstegundir í
bankaseðla og frímerki. Þessum
rannsóknum ar enn haldið áfram
og er altaf verið að finna upp betri
og betri pappír í bankaseðla, en
mikil leynd hvílir yfir því öllu, svo
að hinir og aðrir geti ekki fram-
leitt slíkan pappír.
Enda þótt tréni sé bezta efnið í
pappír, hafa verið gerðar tilraumr
með ýmis efni önnur, alveg ólík,
svo sem málma, kvarts og gler.
Bureau of Standards framleiddi
pappír úr gleri í fyrsta skipti árið
1951. Sá pappír er skjannahvítur,
voðfeldur sem silki og mjúkur sem
dúnn. Hann er eingöngu gerður úr
glerþráðum, sem ekki eru nema
svo sem 30/1.000.000 úr þumlungi í
þvermál. Þennan pappír er nú far-
ið að nota í gasgrímur vegna þess
að hann er svo þéttur í sér, að ekk-
ert kemst í gegn um hann nema
heitt loft. Hann er þá líka notaður
til þess að sía loft og fá úr því skor-
ið hve mikið er af geislavirkum
öreindum í því.
Hvernig á að varðveita skjöl
Fyrir nokkrum árum var Bureau
of Standards falið að ganga svo fra
tveinjur dýrmætustu skjölum
Bandaríkjanna ,að þau gæti ekki
skemmst. Þessi skjöl eru sjálfstæð-
isyíirlýsingin og stjórnarskráin.
Skjölin voru lögð í glerkassa og
undir þau breiddur hinn bezti
Ný kenning
Fylgj endur Darwins-kenningarinnar
eru altaf að brjóta heilan um hvern-
ig á þyí standi að maðurinn sé svo
ólíkur öðrum skepnum og hvers vegna
hann gangi á tveimur fótum. Nýasta
kenmngin í þessu efni kom fram í
iyrirlestri sem enski fiskifræðingurinn
Sir Alister Hardy prófessor flutti
fyrir skemmstu. Hann mælti eitthvað
á þessa leið:
Fyrir ævalöngu neyddist apategund
nokkui til þess að hverfa úr skógun-
um og leita sér ætis fram við sjó.
Þetta voru forfeður vorir. Þeir hirtu
fyrst skeljar í fjörunni, en seinna fóru
þeir að vaða út eftir þeim, og seinast
lærðu þeir að synda. Á þessu tíma-
skeiði, sem vel getur hafa staðið milj.
ára, lengdust handleggir þeirra og
urðu beinni, af þvi að vera altaf að
þreifa fyrir sér og seilast eftir skelj-
þerripappír, sem unnt var að
framleiða. Síðan var glerkassanum
lokað vandlega lofti dælt út úr
honum, en helium dælt inn í hann
aftur, því að það skemmir hvorki
blek né pappír. Og nú á þessum
skjölum að vera borgið um aldur
og ævi.
Þetta minnir mann á einn höfuð
ókost pappírs, hvað hann endist
illa. Pappírinn, sem nú er notaður
í bækur, mun ekki endast nema
rúma öld. Þá hafa raki og efna-
breytingar eyðilagt hann. Að vísu
er þetta nokkuð mismunandi eftir
því hvernig pappírinn er, og bóka-
pappír er nú yfirleitt sterkari
heldur en hann var áður. Aftur á
móti verður blaðapappír ónýtur á
helmingi skemmri tíma. Hér er um
gífurlegt vandamál að ræða fyrir
öll bókasöfn. Hvernig á að geyma
blöð og bækur svo, að þetta verði
ekki ónýtt í höndunum á manm?
Hægt er að framleiða pappír, sem
enzt getur um mörg hundruð ára,
en hann er svo dýr, að hann verð-
ur hvorki notaður í blöð né bækur.
En svo eru öll hin gömlu skjól.
um mannmn
um og öðru æti. Og þegar þeir fóru
að vaða dýpra og höfðu þannig stuðn-
ing af sjónum, fundu þeir að þeir gátu
vel staðið á tveimur fótum, og þannig
vöndust þeir á að ganga uppréttir.
Þeir komust einnig upp á að brjóta
skeljarnar með steinum og uppgötv-
uðu þannig að hægt var að nota steina
sem vopn og áhöld. Þeir voru áður kaf-
loðnir, en af þessu sífelda svalki í
sjónum duttu hárin af þeim og þeir
urðu hárlausir eins og flest dýr í
sjónum. En vegna þess að þeir köfuðu
ekki þá héldu þeir hárinu á höfðinu,
enda var þeim það nauðsynlegt sem
vörn gegn sólarhita. Þetta sífelda
busl í sjónum getur líka skýrt hvern-
ig á því stendur að maðurinn er með
fitulag undir húðinni, en það hafa eng
ar apategundir.
hvernig á að varðveita þau? Vis-
indamenn hafa fundið ýmsar að-
ferðir til þess, og eru bóksöfnum
veittar upplýsingar um það. En
samt sem áður verða skjölin ekki
óforgengileg, og eina ráðið til þess
að varðveita þau virðist vera það,
sem nú er víða upp tekið, að ljós-
mynda þau á smáfilmur. Svo fer
líka um bækur, og þó sérstaklega
um blöð, að ekki er unnt að varð-
veita þau óendanlega nema á ljós-
myndum.
Hægt er að gera pappír svo, að
hann sé hér um bil óforgengileg-
ur. Sá pappír er gerður úr bómull
eingöngu.
Blaðamaður kom á fund Bernhard
Shaw. Honum þótti undarlegt að sjá
engin blóm á heimili skáldsins.
— Eg helt að yður þætti vænt um
blóm, sagði hann.
— Já, víst þykir mér vænt upi þau,
hreytti Shaw úr sér. Mér þykir líka
vænt um börn, en þó hegg eg ekki af
þeim höfuðin til þess að stinga þeim
í potta hingað og þangað um húsið.