Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1960, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1960, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 339 Nokkur vísindanöfn - og hvað þau þýða Nýlega er komin út bók eftir efnafrœöinginn Isaac Asimov, sem er orðinn kunnur fyrir það að skrifa alþýðlega um allskonar vís- indaefni. Þessi bók heitir „Words of Science“. Er þar skýrt frá því hvernig ýmis vísindaleg heiti eru til orðin og hvað þau þýða. Hér eru nokkur sýnishorn. PACHYDERM Nöfn á flestum algengum dýrum eru mjög gömul, og sum svo að menn vita varla uppruna þeirra (svo sem köttur, mús). Stundum hefir það borið við, þegar vísindamenn hafa rekist á dýr, sem þeir þekktu ekki áður, að þeir hafa tekið upp nöfn þau, er frumþjóð- irnar höfðu gefið þeim. Þannig eru upp runnin nöfn eins og chimpanze, oposs- um o. fl. Aftúr eiga önnur dýranöfn sér sögulegri uppruna. Nafnið „eléphant“ (fíll) er t. d. kom- ið af gríska orðinu elephas, en senni- léga er það áður komið frá Fönikíu- mönnum og var þá aleph (en það þýddi uxi). Fílar komu fyrst frá Indlandi til vesturhluta Asíu og þá mun mönnum hafa blöskrað hvað þessar skepnur voru stórar. Þeir þekktu engar stærri skepnur en naut, og þess vegna heldu þeir að fíllinn væri af nautakyni. Róm- verjar komust fyrst í kynni við fíla er þeir háðu orustu við gríska hershöfð- ingjann Pyrrhus hjá Lucania í sunnan- verðri ítalíu, og þeir kölluðu þá „Lucaniu-uxa“. Nafnið „hippopotamus" er komið úr grísku og dregið saman úr orðunum „hippos" (hestur) og „potamos" (elfur) og þýðir því blátt áfram flóðhestur. Fíllinn og flóðhesturinn voru eitt sinn taldir í flokki „pachydermata“ Það nafn er komið úr grísku og sett saman úr. orðunum pachys (þykkur) og derma (skinn), og þýðir því þykk- skinnungar. Nú er þessi flokkun úr sögunni, en fílar eru stundum enn nefndir „pachydérms“. MAGNET í fornöld vakti það furðu manna, er þeir fundu svartan málm, sem hafði þann hæfiléika að draga járn aðsér. Það er mælt, að gríski spekingurinn Thales hafi fyrstur manna athugað þetta fyrir- bæri. Hann fekk hinn svarta málm frá/ borginni Magnesia í Litlu-Asíu, og þess vegna néfndi hann málminn „magnes". Þetta hefir nú breytzt í „magnet", en málmurinn sjálfur er nefndur „magn- etite“. Rómverski náttúrufræðingurinn Pliny eldri ruglaði þessum málmi Thales sam an við annan svartan málm, sem hann nefndi líka „magnes". Á miðöldunum voru rit Plinys afrituð, og voru skrif- ararnir ekki allir lærðir né vandvirkir og urðu því margar ritvillur hjá þeim. Þannig varð „magnes" í höndum þeirra að „manganese". Seinna var „magnes" Plinys notað við glergerð til þess að ná úr glerinu græna litnum, sem stafaði af jámsam- böndum. Þá fékk þessi málmur nýtt nafn og var kallaður „pyrolusite". en það var dregið saman úr grísku orðun- um pyr (funi) og louein (að þvo). Funa-nafnið benti til þess hve mikinn hita þurfti til þess að bræða gler. Árið 1774 tókst sænskum manni, Johan Gottlieb Gaþn, að einangra nýan málm úr „pyrolusite", og flaskaði þá á misrituninni í riti Plinys og kallaði þetta nýa efni „manganese". Hefir það loðað við síðan. í fornöld fannst og annað málmefni í grend við Magnesia, en það var hvítt. Rómverjar kölluðu það „magnesia alba“ (alba þýðir hvítur) til þess að greina á milli þess og „rnagnes", sem var svart. ÁriíJ 1831 tókst frönskum efnafræðingi, Antoine A; B. Bussy, að einangra nýtt málmefni úr magnesia alba, eða skyldu efni, og kallaði það „magnesium . — Þannig draga tvö málmefni, og segulmagnið, nöfn sín af borginni Magnesia austur í Litlu Asíu. BAROMETER Ef þú stingur strái niður í vatn og sýgur svo að þér, þá kemur vatnið upp í gegn um stráið. En væri nú stráið 33 fet á lengd og stæði beint upp á end- ann, þá þýddi ekkert að soga, hverjum ráðum sem beitt væri, því að vatnið kæmi aldrei upp úr stráinu. Þetta þótti ítalska eðlisfræðingnum Galileo undar- legt, en hann gat ekki leyzt þá gátu hvernig á þessu stæði. En Torricelli lærisveini hans kom til hugar, að það væri ekki sogið sem drægi vatnið upp stráið heldur loftþunginn á vatninu, sem stráið stóð niðri í. Þegar vatnið væri komið svo hátt í stráinu, að þungi þess samsvaraði þunga aðdráttaraflsins á yfirborði vatnsins, sem það kom úr, þá væri ekki hægt að koma vatninu hærra. Árið 1643 gerði hann tilraunir um þetta á kvikasilfrj. Nú er kvikasilfur 13,5 sinnum þéttara í sér en vatn, og af því ályktaði hann, að 2,5 feta súla af því mundi samsvara 33 feta súlu af vatni. Hann fékk sér 3 feta langt gler- hylki, fyllti það af kvikasilfri, brá fihgrinum fyrir opið, hvolfdi glerhylk- inu og lét opna endann koma niður i skál, sem kvikasilfur var í. Þá lækkaði kvikasilfurssúlan í glerhylkinu svo að hún var ekki nema 30 þumlungum hærri heldur en yfirborð kvikasilfurs- ins i skálinni. En fyrir ofan kvikasilfrið í glerhlykinu var „tóm“ og það kallaði hann „vacuum" og er það dregið af latneska orðinu „vacuus" sem þýðir tóm. Arið 1648 fór franskur stærðfræðing- ur, Blaise Pascal, með slíkt kvikasilfurs hylki upp í háfall. Hann taldi að toft- þrýstingurinn yrði minni og minni eftir því sem hærra kæmi í fjallið, og að sama skapi mundi lækka í glerhylkinu. Og þetta varð. Síðan er slík kvikasilfurssúla notuð til þess að mæla loftþyngd, og er kölluð „barometer". Nafnið er komið úr grísku af „baros“ (þungi) og „metron" (mæl- i'ng) og þýðir því loftþyngdarmælir eða það sem vegur þunga loftsins á hverjum stað. HIEROGLYPHICS Grískir ferðamenn sem fóru um Egyptaland áður en Kristur fæddlst fundu þar ýmsa steina með áletrunum og útflúri. Þessi tákn voru þá þegar orðin svo gomul, að engi* skildu þau nema musterisprestar. Grikkir kölluðu því þessar ristur „hieroglyphika" og er það dregið af hieros (helgi) og glyp- hein (að rista). Nafnið þýddi því helgi- ristur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.