Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Page 1
Snæbjörn Jónsson Björn M. Ólsen og Finnur Jónsson Afhugasemd •.~í' Þ E G A R á fyrsta áratugi ævi minnar varð nafnið Sigfús Blön- dal á vegi mínum, þó að ekki væri þá bókakosturinn mikill. Þetta var víst í Sunnanfara og líklega einnig í Eimreiðinni. En árið sem eg fyllti þann tuginn kom svo hin heillandi litla bók, Sögur frá Síbiríu (þar hafði hann þýtt Draum Makars), bókin sem Björn M. Ólsen. í umbúðum mér finnst alltaf að Sigurði O. Björnsson beri skylda til að end- urprenta sem líkasta frumútgáf- unni, vegna minningarinnar um hans merkilega föður. Raunar gildir þá hið sama um fleiri bindi úr Bókasafni alþýðu, og þá eink- um Úraníu og bók þeirra Finns Jónssonar og Helga Péturssonar, Um Grænland. En hæpið að Sig- urður vilji láta mig segja sér fyr- ir verkum. Það man eg að heyra fyrst um Sigfús Blöndal rætt sjálfan, að síra Guðmundur Einarsson gat þess um hann 1910 að hann væri svo mikið og ekta prúðmenni að slíkir menn væru sjaldhittir á meðal íslendinga. Það var hið sama og þeir menn sögðu um Bertel Þorleifsson er hann þekktu. Ekki fyr en níu árum síðar kynnt- ist eg Sigfúsi Blöndal sjálfum, og vitaskuld hlaut eg þá fljótt að finna, hve dagsatt það var, er síra riiinui jonsson. Guðmundur hafði sagt, enda þess að vænta, svo skrumlaus maður sem hann var og sannorður. Fyrsta erindi mitt til Sigfúsar var að leita til hans ráða og að- stoðar, sem hann veitti af heilum og hlýum hug, og öll voru kynni mín af honum á einn veg. Þar var ekki bara kurteisin og prúð- mennskan, heldur einnig alúðleg vinsemd, sem eg veit ekki að eg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.