Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Page 1
Húsfreyan á Hafurbjarnarstöðum
Á NORÐMÆRI í Noregi er bær-
inn Molde. Þar eru nú um 7000
íbúar, eða álíka margir og voru 1
Reykjavík, þegar landið fekk inn-
lenda stjórn.
Molde stendur norðan Raums-
dalsfjarðar á fögrum stað sunnan
undir skógi klæddri hlíð. Fram
undan er fjörðurinn breiður og
blár með nokkrum skógareyum
og hólmum, en í suðri, handan við
hann, rísa hin miklu Raumsdals-
fjöll, 87 tindar í einni fylkingu og
sumir þeirra rúmlega 2000 metrar
á hæð. Er fögur sjón í góðu veðri
að horfa yfir fjörðinn til fjall-
anna. Inn úr Raumsdalsfirði sker-
ast nokkrir smærri firðir þar
skammt fyrir innan og heitir hinn
nyrzti Fannafjörður. Inn með hon-
um eru skógi þaktir hálsar og
mikil byggð milli þeirra og fjarð-
arins.
Molde getur ekki í neinum
norskum heimildum fyr en á 15.
öld. Er ætlan manna að staðurinn
hafi hafizt með því, að gerð hafi
verið sögunarmylna við á sem þar
er, og timburútflutningur hafist
þaðan. Og enn er flutt út timbur
í Molde, enda er nóg af skógunum
þarna í grenndinni.
En þar sem Molde stendur nú
„Að fortið skal hyggja"
Þegar komiö er inn í'fornaldardeild, Þjóöminjasafnsins, er
þar í glerskáp öörum megin dyra „Hafurbjarnarstaöafundur-
inn“, einhver merkilegasti fornleifafundur frá heiönum siö hér
á landi. 1 uppgröfnu kumli hniprar sig þar beinagrind af konu,
sem látizt hefir áöur en kristni var lögtekin. Hún er nafnlaus,
en hér er reynt aö færa líkur aö því, aö þetta sé bein Jórunnar
Svertingsdóttur, systur Gríms lögsögumanns á Mosfelli og Geir-
nýar móöur Skáld-Hrafns, en móöursystur Skafta lögsögumanns
Þóroddssonar. Sé þaö rétt, þá hefir þessi kona þekkt Egil
Skallagrímsson og jafnvel veriö honum vel kunnug. Er þaö þá
ekki einkennilegt aö hún skuli vera hér svo aö segja mitt á
meöal vorf —
mun hafa heitið Moldatún á land-
námstíð. Landnáma segir frá því,
að þar hafi búið sá maður er
Hrólfur höggvandi hét, og bendir
viðurnefni hans til þess að hann
hafi ekki verið neinn skapdeildar-
maður né friðarsinni. Tvo sonu
átti hann og hétu þeir Vémundur
og Gnúpur. Þeir voru járnsmiðir
miklir og vígamenn. Þess er getið
að Vémundur kastaði fram þess-
um hendingum í smiðju sinni:
Eg bar einn
af ellefu
banaorð.
Blástu meirl
1
i