Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 103 skjótt fé hans, að hann varð vell- auðugur. Síðan var hann Hafur- Björn kallaður", segir Landnáma. í Heimskringlu er getið um landvættir á Reykjanesskaga. Þeg- ar galdramaður Haralds konungs Gormssonar ætlaði að ganga á land á Vikraskeiði (vestan Ölfus- árósa) „kom í móti honum berg- risi og hafði járnstaf í hendi, og bar höfuðið hærra en fjöllin, og margir aðrir jötnar með honum“. Bergrisinn með járnstafinn er nú í skjaldarmerki íslands, en var þetta ekki sami bergrisinn sem gerði félag við Hafur-Björn? þess vegna hafa margir hallast að því að hellarnir sé frá dögum Papa. En gæti þeir ekki eins verið handaverk keltnesku landnáms- mannanna? Eða settust keltneskir landnámsmenn þarna að, vegna þess að þar voru Papar fyrir? Eða var þarna keltnesk byggð áður en norrænir menn komu, og hún lát- in í friði? Dóttir Ráðorms í Vetleifsholti hét Arnbjörg og giftist hún Svert- ing syni Hrolleifs, sem hrakti Ey- vind úr Kvíguvogum og bjó þar síðan. Þeir frændur voru ættstór- ir, komnir af Ölvi barnakarli. Ætla má því að Ráðormur hafi verið mikils háttar maður, úr því að Svertingur gekk að eiga dóttur hans. Þau Svertingur og Arnbjörg áttu þrjú börn. Dóttir þeirra var Geirný, kona Önundar Eilífssonar á Mosfelli og voru þau foreldrar Skáld-Hrafns, sem barðist við Gunnlaug ormstungu. Sonur þeirra Svertings var Grímur lögsögumað- ur á Mosfelli, sem átti Þórdísi Þórolfsdóttur Skallagrímssonar (hjá þeim dó Egill Skallagríms- son). Önnur dóttir þeirra Svert- ings var Jórunn kona Hafur- Bjarnar. Svertingur Hrolleifsson varð ekki gamall og giftist þá ekkja hans Gnúpi Molda-Gnúpssyni, og var dóttir þeirra Rannveig móðir Skafta lögsögumanns Þóroddsson- ar á Hjalla í Ölfusi. Þannig tengd- ust ættir þeirra Molda-Gnúps og Ráðorms, önnur norræn en hin keltnesk. Sonur Hafur-Bjarnar og Jór- unriar hét Svertingur. Hann sat brúðkaup Skáld-Hrafns frænda síns og Helgu hinnar fögru frá Borg. Þar sá hann Húngerði Þór- oddsdóttur, hálfsystur Helgu fögru, og bar upp bónorð sitt til hennar þar að veizlunni. Brúð- kaup þeirra stóð næsta vetur að Skáney í Reykholtsdal. Þangað kom Gunnlaugur ormstunga og náði þá tali af Helgu hinni fögru, en „síðan nýtti Hrafn ekki af samvistum við Helgu“. Frá Svert- ing og Húngerði voru Sturlungar komnir. Iðunn hét dóttir Molda-Gnúps og átti þann mann er Þjóstarr hét og bjó í Görðum á Álftanesi. Son- ur þeirra var Þormóður, sem frægur er fyrir að hafa skotið hinu lengsta bogskoti á íslandi. Enda þótt landkostir í Álftaveri hafi verið harla ólíkir landkostum við Raumsdalsfjörð, þá tók þó úr er Molda-Gnúpur tók sér byggð í Grindavík, þar sem var lítt gróið hraun niður að sjó. Það hefir því skjótt orðið þröngt um þá bræður fjóra þar. Þessvegna ætla menn að Hafur-Björn hafi farið þaðan er hann kvongaðist, og reist sér þann bæ á Romshvalanesi, er síð- an er við hann kenndur og heitir Hafurbjarnarstaðir, rétt norðan við Kirkjuból, hinn sögufræga stað, og skammt frá hinum mikla garði, sem eitt sinn lá þvert yfir skagann og Garðskagi dregur nafn af. Um Hafurbjarnarstaði segir í Jarðabókinni 1703: „Túnin spillast árlega af sandi og þurfa ábúendur margoft fólk að kaupa til að moka sandinn af með stórum kostnaði og erfiði. Öngvu að síður liggur þó jörðin undir skaðavon af þeim sandágangi“. Uppblástur þessi hefir svo smám saman verið að færast í aukana, og á öndverðri 19. öld fóru þar að koma í ljós mannabein í sandin- um rétt hjá Skagagarðinum. Heldu menn fyrst að þarna væri að blása upp dysjar Kristjáns skrifara og manna hans, sem Norðlendingar tóku af lífi á Kirkjubóli 1551, til Nú víkur sögunni austur í Rangárvallasýslu, að svæðinu milli Þjórsár og Ytri-Rangár, sem áður nefndist Þjórsárholt. Það var ein- kennilegt um landnám þarna, að allan neðra hlut Þjórsárholta byggðu keltneskir menn. Voru það bræður tveir, Ráðormur sem bjó í Vetleifsholti og Jólgeir sem bjó á Jólgeirsstöðum. Þriðji mað- urinn var Áskell hnokan, sonur Dufþaks Dufnialssonar Kjarvals- sonar Irakonungs, og bjó hann í Áskelshöfða. Fjórði maðurinn var fóstbróðir Ráðorms og nam hann Þykkvabæ og Háfshverfi. Efst í Holtunum nam land Þorsteinn lunan. Hann er sagður norrænn maður, en viðurnefni hans er þó keltneskt og bendir til þess að hann hafi átt heima vestanhafs áður en hann kom hingað. Holtin hafa því verið keltnesk byggð upphaflega. Þetta ber að hafa í huga, þegar litið er á hinar merku fomminjar sem þar eru, hellana, elztu mannvirki á íslandi. Mönn- um ber saman um, að hellarnir sé ekki gerðir af norrænum mönnum, því að þeir hafi ekki kunnað slíka húsagerð. Aftur á móti hafi Keltar kunnað hana, og í 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.