Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 105 Þríblaða nælan, sem bendir til hins keltneska ætternis konunnar. sinni. Faðir hans og föðurbróðir voru báðir smiðir og hann gat vel hafa erft smiðsnáttúruna. En þá hefir hann þó orðið að smíða næl- una eftir fyrirmynd, sem komin var vestan um haf, og þá fyrir- mynd hefir Ráðormur flutt með sér til íslands, og Jórunni ef til vill þótt vænt um hana og viljað eiga aðra eins. Þetta er að vísu getgáta, hitt er sennilegra að um ættargrip hafi verið að ræða. „Frá Molda-Gnúpi er margt stórmenni komið á íslandi, bæði biskupar og lögmenn“, segir í Hauksbók. Og eflaust eiga allir núlifandi íslendingar ættir sínar að rekja til Hafur-Bjarnar, sonar hans og konu hans Jórunnar Svertingsdóttur. Þegar vér komum í Þjóðminja- safnið og virðum fyrir oss beina- grindina, sem varðveitzt hefir svo vel um þúsund ár í hinum hvíta skeljasandi, þá horfum vér þar á formóður vora. Og þá langar oss til að vita hvernig hún hafi verið í hátt í lifanda lífi. Úr þeirri spurningu hefir Jón prófessor Steffensen greitt. Eftir að hafa athugað bein hennar vandlega, lýsir hann henni svo: „Frekar há, vel limuð kona, þó frekar stutt til hnésins, eins og títt var um marga íslendinga þá. Hún hefir verið herðabreið miðað við mjaðmar- breiddina og handleggjalengdina og af konu að vera. Yfirleitt hefir hún verið vel vaxin. Andlitssvip- urinn hefir verið langleitur og trúlega toginleitur, hafi konan verið holdgrönn. Nefið sennilega beint, þunnt og langt, og augun að líkindum djúpsett með frekar litlum. réttum brúnum, en munn- ur hefir verið ófríður". Hér koma vísindin oss til hjálp- ar. Þau gæða þessi hvítnuðu bein holdi og blóði, svo að vér getum séð þessa formóður vora ljóslif- andi fyrir oss. Að vísu geta vís- indin ekki sagt oss frá háralit hennar né hvort hún var vel hærð, og ekki heldur frá augnalit hennar. En það er ekki nema meðalmanns verk að láta ímynd- unaraflið bæta því við, og þá kýs eg helzt að hafa hana „fagureyga“ eins og var Magnús biskup Ein- arsson frændi hennar. Erlendis er kímt að því hvað okkur íslendingum sé tamt að tala um fornöldina. En fornöldin er nær okkur en öðrum þjóðum. Við vitum hverjir byggðu þetta land í öndverðu, og tengslin við þá hafa aldrei rofnað. „Tími er svip- stund ein sem aldrei líður“ og það er örstutt milli fortíðar og nútíðar á íslandi. Samningurinn, sem Molda-Gnúpur gerði við Kerling- ardalsbónda er jafn gildur í dag og hann var fyrir þúsund árum. Hann tengir fortíð og nútíð. Bergrisinn hans Hafur-Bjarnar tengdir einnig fortíð, nútíð og framtíð. Þríblaða nælan, sem fannst hjá Hafurbjarnarstöðum gerir það líka. Og þegar menn & 'arnalijal í BANDARÍSKU sjónvarpi var þáttur, sem nefndist: „Talað við böm“. Þar kom fram mesti sægur barna, og þau sögðu ýmislegt skemmtilegt, þar á meðal þetta: ★ Lítill drengur sagði frá því, að þau systkinin hefði nýlega eignast pabba. Og er hann var spurður hvernig það hefði vilj- að til, sagði hann: Það var einn sunnudag þegar mamma var í baði, að dyra- bjöllunni var hringt. Systir mín fór til dyra og þar var kominn maður, sem spurði hvort mamma væri heima. Hún fór með hann upp í baðher- bergið. ★ Eg hefi eignast kærasta, sagði lítil stúlka. Hvernig veiztu að hann er kærastinn þinn? Hann sagði mér í gær að halda mér saman og snauta burtu. Hvort þroskast fyr, drengur eða stúlka? Stelpan auðvitað. Hún veit undir eins þegar hún verður ástfangin í strák, en strákurinn hefir ekki hugmynd um að hún sé ástfangin í sér, og hann hef- ir ekki hugmynd um neitt — þess vegna þroskast stelpur fyr. ★ Eg átti einu sinni hund, sagði lítill drengur, en svo gifti hann sig og fluttist upp í sveit. koma í Þjóðminjasafnið og virða fyrir sér legstað og bein húsfrey- unnar á Hafurbjarnarstöðum, og minnast þess um leið, að hún var systir Gríms lögsögumanns á Mos- felli og hálfsystir Rannveigar móður Skafta Þóroddssonar lög- sögumanns, þá fer ekki hjá því að þeim finnst skammt á milli fortíðar og nútíðar. Á. Ó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.