Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 107 fór bankinn að gefa út þessar ávísanabækur. Þetta varð til þess, að ýmsir framleiðendur kipptust við. Var ekki rétt að framleiða áhöld handa örvhendum mönn- um? Nú eru á markaðnum ýmis slík áhöld, svo sem veiðistengur, golfkylfur, sjálfblekungar, sigðir, skæri og ótal margt fleira, þar á meðal áhöld fyrir tannlækna. Og nú er ekki lengur kostað kapps um í skólum að venja börn af að nota vinstri hönd. Dr. Bryng Bryngelsen, prófess- or við háskólann í Minnesota, hef- ir um 35 ára skeið verið að rann- saka hvers vegna flestir menn nota hægri höndina meira, en sumir vinstri hönd. Og niðurstöð- ur hans ætti að verða til þess að kveða niður þá lítilsvirðingu, sem örvhendum mönnum hefir verið sýnd. Hann segir að örvhendir menn sé yfirleitt hugmyndaríkir, hafi sköpunargleði og sé góðir þjóðfélagsþegnar. Hann segir líka, að ef foreldrar og kennarar skiftu sér ekkert af því hvora höndina börn vilja bera fyrir sig, mundu 34% vera örvhend, en 3% mundu vera jafnvíg á báðar hendur. Fyrir nokkrum árum kom fram sú skoðun, að það væri hættulegt að neyða örvhend börn til þess að nota hægri hönd. Var því haldið fram að þetta gæti hnekkt and- legum þroska þeirra, og jafnvel haft þau áhrif að þau færi að stama. Nú er talið að þetta eigi ekki við rök að styðjast. ★ Margir nafnkunnir menn hafa verið örvhendir. Svo var um marga Faraóa Egyptalands og keisara í Róm. Alexander mikli var örvendur, eins Karlamagnús keisari, Georg VI. Englandskon- ungur og Harry S. Truman fyr- verandi Bandaríkjaforseti. Furðudýr í BÓK sem Smithsonian Instituti- on hefir nýlega gefið út og fjallar um þjóðtrú Eskimóa í Alaska, er getið nokkurra furðudýra, sem þeir halda að til sé. Bókin er eftir dr. Robert F. Spencer prófessor við háskólann í Minnesota. Þessi furðudýr, sem hann segir frá, eru í rauninni hálfgerðar afturgöng- ur. Meðal þeirra eru Stóri rost- ungurinn, „kukuweaq“ eða tífætti björninn og fljúgandi hreindýrs beinagrind. Þannig stendur á Stóra rost- ungnum, að þegar menn gleyma rostungshúð úti á ísnum, eða skilja hana þar. eftir, þá sekkur hún til botns, lifnar þar og breyt- ist í ógurlega ófreskju, sem þeir nefna „amissak“. Þegar Eskimóar eru á sjó, kemur hún skyndilega úr kafi, krækir risavöxnum hreyfa inn yfir borðstokk bátsins og hvolfir honum í einni svipan. Ungir menn eru alvarlega var- aðir við „kukuweaq", eða tífætta birninum. Eldra fólkið segir við þá: „Ef þið þykist sjá fimm menn standa saman í röð og allir sé í hvítum klæðnaði, þá megið þið ekki koma nærri þeim, því að Meðal frægra listamanna, sem voru örvhendir, má nefna Micha- elangelo, Rafael, Leonardo da Vinci og Picasso. Og á íþróttasviði hafa margir örvhendir menn skar- að fram úr 1 allskonar köstum. Leonardo da Vinci var svo ram- örvhendur, að hann skrifaði öfugt eða svonefnda „spegilskrift". Ann- ars geta flestir örvhendir menn lært að skrifa venjulega skrift og margir þeirra komizt upp á að skrifa ágæta hönd. Eskimóa þetta eru ekki menn, heldur tí- fætti björninn“. Margs verður að gæta um með- ferð veiðidýra. Dýrin hafa ekkert á móti því að vera veidd og etin, ef nauðsyn krefur, en þau reiðast því að vera veidd að þarflausu, og ef illa er farið með þau. Sér- staklega er hreindýrið afar næmt fyrir þessu. Ef menn eta bringu- brjóskið, þá verða þeir jafnframt að eta kjöt af rifjunum. Sé þetta ekki gert, þá sameinast beinin, hauskúpan, bringukollurinn, rifin og hryggurinn, og koma fljúgandi í loftinu og ásækja þann, sem ekki gætti þess að fara vel að mat sínum. Eskimóar trúa því að dýrin geti talað við menn. Þegar þau gera það, þá hleypa þau skinninu af hausnum aftur á hnakka. Kem- ur f)á fram andlit, sem er líkt og á manni, og munnur þess talar. Jafnvel hundarnir, sem hafa enga • sál og enga andlega hæfileika, geta þetta. Ungir veiðimenn eru varaðir við því að veiða dýr, sem þeir þekkja ekki og vita ekki nafn á. Gömlu veiðimennirnir segja þeim, að verði þeim það á, þá sé skepnan vís til þess að fletta höf- uðleðrinu aftur af hnakka, alveg eins og hettu, og ávarpa þá. En þá er auðvitað voðinn vís. Reikningsdæmi: Skrifaðu aldur þinn á blað og margfaldaðu hann með 2, bættu svo 5 við og margfald- aðu með 50, dragðu frá þessu dagana í venjulegu ári (ekki hlaupári), teldu svo hvað þú hefir marga smápeninga í vösunum og bættu tölu þeirra við. Bættu svo seinast við 115, og þá sýn- ir útkoman bæði hvað þú ert gamall og hve marga smápeninga þú hefir á þér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.