Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Side 8
108
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
Kringlufiskurinn
er merkileg skepna
eftir Cene Wolfsheimer
ÞAÐ ERU nú um 25 ár síðan
Kringlufiskurinn var fyrst fluttur
frá Amazon til Bandaríkjanna, og
allan þann tíma hefir hann verið
undrunarefni allra þeirra, sem
rækta fiska í búrum.
Hann hrygnir mjög sjaldan
þegar hann er ófrjáls. Svo hafa
foreldrarnir það til að eta hrogn-
in sín, eins eta þeir seiðin, ef
hrognin klekjast út. En ef seíðin
eru einangruð, drepast þau úr
hungri.
Hvemig stendur á því? Þar
kemur eitt af hinum undarlegu
einkennum þessara fiska. Þeir ala
Kornung seiði bíta sig föst á móður-
ina.
afkvæmi sín á svipaðan hátt og
spendýr gera.
Eg komst fyrst í kynni við þessa
fiska 1949. Þá ætlaði eg að ala upp
10 ungviði. Þau voru þá svo að
segja litlaus og líktust ekki hin-
um skrautlegu fullorðnu Kringlu-
fiskum, sem allir sækjast svo
mjög eftir að hafa í fiskabúrum
sínum. Það er ekki fyr en fisk-
arnir eru kynþroska að náttúran
gæðir þá þeim litum, er gera þá
skrautlegasta allra vatnafiska.
Á hliðunum eru þeir þá gul-
leitir eða brúnir, en með óreglu-
legum blágrænum rákum á höfði
og uggum. Augun í þeim eru oft
tindrandi rauð.
Vaxtarlagið er líka einkennilegt.
Búkurinn er nær kringlóttur, en
þunnur eins og fjöl. Að þvermáli
er hann um 9 þumlunga og þess
vegna eru Kringlufiskar meðal
stærstu fiska, sem hafðir eru í
fiskabúrum. Þeir halda oft kyrru
fyrir út við veggi kersins, en
stundum sveima þeir um og líkj-
ast þá mest skipi fyrir fullum
seglum.
Kenjafiskar
Eg komst fljótt að því að það
er ærinn vandi að ala þessa fiska.
Þeir eru mjög styggir, og ef þeir
hafa eitthvert afdrep í kerinu, svo
sem gróður eða steina, þá eru þeir
sífellt í felum fyrst í stað. En þeir
eru gáfaðir, ef miðað er við aðra
fiska. Þess vegna læra þeir fljótt
Þegar seiðin stækka gerast þau að-
súgsmeiri.
að þekkja þann sem hirðir þá.
Þegar eg kom að kerinu, komu
þessir tíu ungfiskar allir syndandi
á móti mér. En ef einhver ókunn-
ugur kom, eða eg tók snöggt við-
bragð, urðu þeir hræddir og flýttu
sér í felur. Og þegar þeir urðu
hræddir syntu þeir stundum beint
á glerið og ráku sig illilega á.
Svo var það fæðið. Það er allt-
af vandi að ala fiska um hrygn-
ingatímann, en hér kastaði þó
«