Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Síða 10
110 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS w Alagablettir (Eftir sögn Sigtryggs Jónatanssonar frá Ási) og seiðin losnuðu í tugatali. Þá höfðu foreldrarnir ekki undan að súpa og spýta þótt þeir gæfi sig alla við. Að lokum gáfust þeir upp því að þetta var óvinnandi verk; þá settust seiðin að þeim, bitu sig þar föst og hengu á þeim. Eg sá ekki betur en að þau væri að kroppa í hreistrið eða sjúga. Svo urðu þau bústnari og fjör- ugri með hverjum deginum sem leið. Eg gat þá ekki varist þeirri hugsun, að þau myndi fá ein- hverja næringu úr foreldrum sín- um. Eg hafði tekið eftir því, rétt fyrir hrygningartímann, að slím- húðin utan á fiskunum hafði þykknað mikið. Eitthvert efni hafði safnast þar fyrir og nú þótti mér líklegt að seiðin lifðu á þessu efni. En hvaða efni var það? Fiskarnir „mjólka“ Dr. William H. Hildemann, sem áður var við læknadeild Kali- forníuháskóla, hefir nú rannsakað þetta. Hann svæfði fullorðna Kringlufiska og tók sýnishorn af hreistri og slími af þeim og rann- sakaði í tilraunastofu sinni. Ekk- ert athyglisvert var að finna í hreystri og slími þeirra fiska, sem hrognlausir voru. En hjá gotfisk- um fann hann einkennilegan hvít- leitan safa, er komið hafði út úr roðinu. Hér var þá fundin ráðn- ing gátunnar. Seiðin fá af foreldr- um sínum þá næringu, er þau þurfa til þess að geta lifað. Þessi safi hefir ekki verið efna- greindur, en dr. Hildemann telur að hann muni samsettur af eggja- hvítuefni, fitu og kolvetni. Senni- lega kemur hann frá hormónum, eins og mjólkin hjá spendýrum. Líklega er þetta einsdæmi, að fiskar leggi afkvæmi sín „á brjóst“ og fyrst um sinn verður því að telja Kringlufiskinn eitt af undrum hinnar lifandi náttúru. 1. Kirkjugarðurinn í Ási G Ö M U L munnmæli herma, að álög hafi fylgt kirkjugarðinum í Ási í Kelduhverfi, en ókunnugt er um uppruna þeirra. Var sú trú manna, að ef kirkjugarðurinn væri sleginn, mundu koma lang- varandi illviðri. Kirkjugarðurinn var rétt við eystri bæinn í Ási. Þótt Sigtryggur legði ekki mik- inn trúnað á álögin, fór þó svo um síðir, að á hann runnu tvær grímur. Fyrstu árin sem hann var með Gunnari bróður sínum í Ási (rétt eftir aldamótin síðustu), slógu þeir kirkjugarðinn alltaf snemma, því að hann spratt vel. En töðuna af honum ætluðu þeir aldrei að geta hirt fyrir langvar- andi illviðrum. Fór þá nú að gruna að eitthvað mundi hæft í álagasögunnni. Breyttu þeir því um og slógu garðinn ekki fyr en túnið hafði verið hirt. Þá var svo áliðið sláttar, að minna gerði til þó úrkomur gerði. 2. Peningaþúfa Suðvestur af gamla hesthúsinu í Ási, sem nú er horfið fyrir löngu, var áberandi stór þúfa. Var hún nefnd Peningaþúfa. Ekki var Sigtryggur frá því að öðru vísi hefði tekið undir í þúfunni en annars staðar, ef barið var á hana eða stappað á henni. Munnmæli hermdu að þarna hefði einhver fornmaður grafið peninga sína. Löngu fyrir minni Sigtryggs bjuggu í Ási bræður tveir. Þeim lék mikill hugur á að komast að því hvort munnmæli þessi hefði við rök að styðjast, og fóru því að grafa í þúfuna. Gengu þeir rösklega að verki, og voru komnir talsvert niður er öðrum þeirra varð litið upp. Sá hann þá að bærinn stóð í björtu báli, hljóð- aði upp yfir sig, henti rekunni og tók á sprett heim. Hinn lét þá heldur ekki á sér standa og hljóp heim líka. En er þangað kom var þar enginn eldur. Kom þeim þá saman um, að líklega væri bezt að moka aftur ofan í holuna. Og það gerðu þeir. Eitt sinn meðan Sigtryggur átti heima í Ási, greip yngstu börn hans sterk löngun til þess að grafa í þúfuna. Fóru þau svo þangað og stúlka með þeim. Byrjuðu þau svo að grafa. Ekki voru þau komin langt inn í þúf- una er þau rákust á bein. Heldu þau að þetta myndi vera manna- bein, en þorðu ekki að athuga þau. Voru þau hrædd um að þetta væri bein þess, er fjársjóð- inn hafði falið í þúfunni, og væri hann vís til að hefna sín á þeim. Þau litu heim að bænum, en þar var engan eld að sjá. Samt var nú áhugi þeirra fyrir uppgreftrinum rokinn út í veður og vind. Og eftir litla stund voru þau búin að slétta vandlega yfir 'holuna. Theodór Gunnlaugsson. (í Asi var lengi kirkja, helguð Tómasi postula í kaþólskum sið. Síðar varð hún annexkirkja frá Garði, og seinast tekin af 2. októ- ber 1816, vegna fólksfæðar).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.