Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
111
Smásagan
Fyrsti geimfarinn
SAGAN hefst hjá Canaveral-höfða í
septembermánuði 1961.
Hér liggur óvenjuleg eftirvænting
í loftinu. Það er ef til vill vegna þess,
að nemendur geimferðaskólans hafa
nú verið hér í viku, en slíkt hefir
aldrei komið fyrir áður. Ekkert er
gert til þess að dylja það að þeir sé
hér. En engin útskýring er heldur
gefin á því hvernig á dvöl þeirra
stendur.
Svo er það um miðja nótt. Elds-
neyti hefir verið sett í hina miklu
Atlas-rákettu, og verkamenn eru
hvarvetna önnum kafnir. Nokkuð til
hliðar við þá er hópur manna og einn
þeirra vekur sérstaka athygli. Hann
er í geimferðabúningi og annar mað-
ur heldur á hjálminum hans. Svo
klifrar hann og nokkrir aðrir upp í
flugskeytið. Þá eykst spenningurinn
um helming. Nú vita menn hvað á
seyði er. Hinn mikli dagur er upp
runninn, er fyrsti maðurinn á að
ferðast úr í geiminn.
«----•-----4
Hann hefir nú beðið í klefa sínum
í fulla klukkustund. Hann hefir orðið
að bíða þarna aðgerðalaus, sitjandi
á öflugri rákettu, sem bráðum verður
hleypt af. Það tekur svona langan
tíma að ganga frá öllu á flugstöð-
inni. En nú er líka komið að örlaga-
stundinni. í heymartækinu heyrir
hann einhvern telja: Fimm.
— Guð sé með þér, heyrir hann
annan segja. Það er einn af félögum
hans á stöðinni. Og svo er talið áfram:
Þrír, tveir, einn ,...
Og svo kveða við drunur undir
honum, eins og allar þrumur heims-
ins hafi sameinazt í eina þrumu. Það
fer í gegnum merg og bein og hann
fær suðu fyrir eyrun. En þetta er
ekki nema andartak, og hugsun hans
er skír. Hann horfir látlaust á mæla-
borðið fyrir framan sig, hvort þar
komi fram nokkur viðvörun að ekki
sé allt í lagi. Svo heyrir hann fagn-
aðaróp í heyrnartólinu, og þá veit
hann að brottförin hefir tekizt vel.
Þá grípur hann innileg gleði út af því
að vera laus við jörðina. Og þessi
hrifning er svo sterk, að hann hefir
ekkert vald á henni. En jafnframt
verður hann var við óþægilegan
þrýsting.
Hann hafði aðeins orðið var við
drunurnar, að öðru leyti varð hann
ekki var við neitt markvert er hann
þeyttist á stað. Nú hafði hann verið
á flugi í eina mínútu, og þrýstingur-
inn jókst og margfaldaðist eftir því
sem mótstaða loftsins varð minni. Og
nú fannst honum eins og heljarfjall
hefði lagzt á sig og væri að reyna að
þrýsta sér niður úr klefanum. Nú
gat hann fyrst skilið hvers vegna
hann hafði lengi verið æfður við að
þola mikinn þrýsting. Þetta var þó
enn verra en hann hafði nokkuru sinni
reynt áður. Honum fannst eins og ein-
hverjar risahendur heldi um höfuð
sér og væri að kreista það saman.
Honum sortnaði fyrir augum. En með
viljamætti tókst honum að sigrast á
því, og svo hafði hann ekki augun
af mælaborðinu.
Nú sýnir klukkan að 3% mínúta er
síðan hann lagði á stað. Og þá heyrir
hann í heymartækinu: Skotið gekk
ágætlega. Þú ert á réttri leið. Eftir
40 sekúndur verðurðu kominn á spor-
baug. Líður þér ekki vel?
Og það drafar í honum: Jú, jú.
Hann starir á klukkuna. Fjörutíu
sekúndur! Það er heil eilífð! Hann
starir og telur. Tuttugu sekúndur,
fimmtán, tíu, fimm ....
Þessari ógnþrungnu ferð beint upp
í loftið er nú lokið. Seinasta eld-
flaugarþrepið losnar og nú er engin
þörf fyrir eldsneyti lengur. Nú er að-
eins Mercury-klefinn eftir, nokkurs
konar örvandilstá, sem vísindin hafa
kastað upp á himin og nú hefur
göngu sína á ákveðinni braut.
I stöðinni á Canaveral-höfða hafa
margir menn safnazt saman um-
hverfis þá tvo, sem eiga að stjóma
þessu flugi. Annar þeirra á að hafa
samband við geimfarann. Hann held-
ur á taltæki og segir:
— Heyrirðu til mín? Hvernig líður
þér? Hefirðu vald á geimfarinu?
Það er steinhljóð í salnum og menn
ítanda á öndinni af eftirvæntingu.