Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Qupperneq 16
111
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
FJALLASÝN í REYKJAVÍK. — Mynd þessi er tekin með sjónaukavél á Skúlagötu í Reykjavík. — Næst er Engey. Til
vinstri er Akrafjall. en Esja til hægri. Milii þeirra sést Skarðsheiðin og skín sólin á hana. (Ljósm.: Ól. K. Magnússon)
BRIDGE
hefði átt að slá út LG, með því móti
hefði þeir fengið þrjá slagi á lauf,
einn á spaða og einn á tígul.
Eitt eg skrítið úti sá,
ei sem líta vildi,
tveir í flýti tróðust á
um tvinna nýta Hildi.
X Á K 10 4
V Á K 6
♦ G 10 7 6
* 10 6
A 9 8 3
V 10 4
♦ K D 9
6 2
X Á K 9
N
V A
S
X D 7 6 5
V 8 7 5 3
♦ 43
X G 4 3
♦ G 2
V D G 9 2
♦ Á 8
X D 8 7 6 2
Sagnir voru þessar:
N A s V
1 X pass 2 X pass
2 ♦ pass 2 gr. pass
3 gr. pass pass pass
Út kom TK og S drap. Hann reyn-
ir nú spaðann, en A hafði drottning-
una og fekk slag á hana. Nú er allt
undir því komið hvernig A spilar.
Hann sló út láglaufi, S lét einnig lág-
lauf og V varð að drepa með LK.
Eftir þetta hefir S unnið spilið. A
Uggur við hjónaband
Vísur þessar, og ef til vill fleiri, er
sagt að skagfirzkur hagyrðingur hafi
kveðið daginn sem hann gifti sig, og
fylgir sú saga að hann hafi ekki
gengið glaður að öllu til leiks, enda
benda vísurnar til þess.
Líður á daginn meir og meir,
mælt er allt og vegið,
eftir eru tímar tveir,
tíu’ hefir klukkan slegið.
Einkis framar óska eg mér
andans særður pínu,
en að þeir væru aðeins tveir
eftir af lífi mínu.
Bardaginn á Breið
Fyrir skömmu birtist í Lesbók vísa,
sem gerð var út af „ævintýri á göngu-
för“ á Breið hjá Ingjaldshóli. Nú
kemur upp úr kafinu að vísurnar
voru tvær, kveðnar af áhorfanda, og
er því rétt að þær fylgist að:
Ferðameiðar flugust á,
fell til neyðar skóli,
annar reiður undir lá
út á Breið hjá Hóli.
Hér er í fyrri vísunni sagt frá hvað
þeim bar á milli.
Teitur og Sigga
Þegar Svartidauði kom í Ólafsfjörð,
voru þar smalar tveir, sem hétu
Teitur og Sigga. Það var einn morg-
un snemma, að þau voru að smala
uppi í fjöllum. Sýndist þeim þá ó-
kennilega þoku leggja um allan Ólafs-
fjörð, og réðu þau það því af að
halda ekki ofan til byggða fyr en þok-
unni létti af. Þoka þessi helzt mjög
lengi, og höfðust þau alla þá stund
við á fjöllum uppi. En er þokunni
létti af, heldu þau til byggða. Var þá
allt fólk í firðinum dáið. Þegar Ólafs-
fjörður fór svo að byggjast á ný, varð
stundum ágreiningur um jarðir og
landamerki. Var þá jafnan leitað
vitnisburða hjá Teiti og Siggu. Hér
af er sprottinn málshátturinn: „Þá
kemur nú til Teits og Siggu“. (Allra-
handa)