Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 118 1899. Hafði hann þá seinast verið eitt ár í vinnumennsku hjá hinum ágætu hjónum Þorsteini Jónssyni hreppstjóra og Ragnhildi Gunn- laugsdóttur í Norður-Vík. Viku eftir að hann fór þaðan — það var á hvítasunnu — kvæntist hann heitkonu sinni Sólveigu Jónínu Magnúsdóttur í Fagradal. „Að því loknu lögðum við á stað austur í Álftaver, með son á fyrsta ári, en efni engin að kalla. En við áttum bæði guðstraust og trú á mátt og megin og eitthvað af sam- stiltum vilja“, sagði Jón. - ★ - Nú hófust þáttaskil í lífi Jóns. Nú átti hann fyrir fjölskyldu að sjá, og þá var ekki um annan bjargræðisveg að ræða þar eystra en landbúnað. En ekki var hlaup- ið að því að ná sér í jarðnæði. Landsjóður átti flestar jarðirnar á þessum slóðum, og umboðsmenn amtmanns veittu ábúðarrétt. Þóknun þeirra fyrir þetta var hundraðshluti af landskuldinni, en væri landskuld ekki greidd, urðu þeir sjálfir að greiða hana. Það var því eðlilegt að þeir vildi ekki byggja jarðirnar öðrum en þeim sem þeir þóttust vissir um að stæði í skilum með afgjaldið. Af þessu er auðsætt, að efna- snauðir frumbýlingar áttu ekki kost góðra ábýlisjarða. Og á því fekk Jón að kenna þegar hann ætlaði að hefja búskapinn. Faðir hans bjó þá á Skálmbæar- hrauni. Það var góð beitarjörð, en heyskapur erfiður. Þá voru þar heima tveir bræður Jóns fulltíða og tvær systur, önnur heilsulaus. En þetta var svo mikill vinnu- kraftur, að ekki var þörf fleira fólks. Þó réðist það svo, að þau ungu hjónin fóru þangað í vinnu- mennsku. Réði þar nokkru um, að faðir Jóns var orðinn aldraður, kominn að áttræðu, og vænti Jón þess að geta fengið jörðina þegar hann brygði búi. Löng sjávargata — Um kaup var ekki að ræða, segir Jón, en eg hafði nokkuð frjálsar hendur og mátti vinna mér sjálfum sitthvað til gagns, ef tækifæri bauðst, og eg þurfti ekki að gegna aðkallandi störfum heima. Um sumarið fór eg í bjarg- sig fyrir tengdaföður minn og var við það fimm daga. Fyrir það fekk eg 120 fugla, en eg lagði þá alla í sameiginlegt bú heima. Aftur á móti vann eg mér svo mikið inn um haustið, að eg gat keypt 4 lömb. Þá setti eg á 12 lömb, 8 ær og veturgamalt tryppi. Þetta var nú allur búfjárstofninn í byrjun. Um veturinn varð það hlut- skifti mitt að vera heima og ann- ast gegningar, en bræður mínir fóru báðir til sjóróðra í Vík. Tíð var eymuna góð þennan vetur og varð fjárgeymsla því létt. Eg tók þá upp á því, þegar eg þóttist sjá, að einsýnt veður yrði að morgni, að eg fór fótgangandi til Víkur seinni hluta dags. Var það ærið löng sjávargata, sjö mílur danskar, eða um 50 km. Þegar til Víkur kom fekk eg alltaf að róa, og eg sótti þetta svo fast, að eg hafði meðal aflahlut eftir veturinn. Maður reynir að bjarga sér Næsta vor fekk eg þriðjunginn af jörðinni og fór þá að búa sjálf- ur. Þá eignuðumst við kú og tók- um hross á leigu. En fáliðaður var eg við heyskapinn, því að konan lagðist á sæng í byrjun sláttar. Við fengum kaupakonu í þrjár vikur — meira leyfðu efnin ekki. Eg fór enn í bjargsig hjá tengda- föður mínum og nú lagði eg alla fuglana í okkar eigið bú. Þá hafði eg og nokkuð gagn af silungs- veiði í Kúðafljóti, er á leið sum- ar. En það var tímafrekt og lang- sótt og varð eg helzt að nota næt- urnar til slíkra veiðiferða. Þegar heyskap var lokið fór eg inn í Meðalland til þess að skera mel og var þar hálfan mánuð. Upp úr því hafði eg 60 pund af tina, og var það talsvert búsílag. Veitti ekki af, því að nú hafði eg fjóra munnana að fæða. Séra Bjarni Einarsson þjónaði þá bæði Meðallandi og Álftaveri. Hann brauzt í því um haustið að farskólar skyldi vera í báðum sveitum um veturinn, og vildi fá mig fyrir kennara. Eg vissi van- kunnáttu mína, og skoraðist al- gjörlega undan þessu. En mótbár- ur voru alls ekki teknar til greina og eg var drifinn í þetta, hvað sem eg sagði. Átti eg að kenna sína 3 mánuðina í hvorri sveit, og kaupið var 10 krónur á mánuði og frítt fæði. Þá var ekkert skóla- hús til og varð eg að ganga milli bæanna. Þá um vorið andaðist Jón Sig- urðsson bóndi í Skálmarbæ. Ekkja hans var nokkuð við aldur og stóð nú uppi beygð af sorg og úrræða- laus. Varð það þá úr að við flutt- umst til hennar, henni til halds og trausts og vorum í Skálmarbæ fardagaárið 1901—02. Þá um sum- arið var mikil hátíð hjá okkur. Þá voru gefin saman þar þrenn hjón í einu: Þorlákur bróðir minn og Sigríður dóttir Jóns heitins í Skálmarbæ, Bjarni bróðir minn og Ingibjörg Steinunn Brynjólfsdótt- ir frá Reykjavík, og æskuvinur okkar Magnús Jónsson Skaftfell frá Sandaseli og Unnur Ingibergs- dóttir frá Feðgum í Meðallandi. Þetta var mikill gleðidagur, en að honum loknum fell lífið aftur í sinn gamla farveg með striti og búsáhyggjum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.