Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 10
126 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Inn ensku fé til Noregs í miklum mæli, mest Cheviot. Mestu inn- flutningsstöðvarnar voru Stafang- ur og Rogaland. í sambandi við þetta kaupir ríkið Hodne á Renn- isey 1887 og stofnar þar Hodne Stamscháferi, sauðfjárbú, sem átti eftir að koma mjög við sögu bú- fjárræktar í Noregi, og jafnvel við sögu sauðfjárræktar á íslandi líka. Hér dvöldu þeir hver af öðrum, fyrst, nokkrir íslendingar, sem hleyptu heimdraganum til þess að kynnast sauðfjárrækt utan land- steinanna, Hallgrímur Þorbergs- son 1904, Jón bróðir hans 1906 (?), Bjarni Kolbeinsson bóndi í Stóru- Mástungu og Einar Reynis 1915. Hér heimsótti eg Einar vorið 1915 og dvaldi hjá honum 1—2 vikur. Fleiri voru þeir víst íslendingarn- ir sem voru lærlingar og fjár- menn á Horni á þeim árum, þótt mér sé það ekki í minni. Síðar komu aðrir, eins og t. d. Gunnar Ólafsson ráðsmaður á Keldum og Páll Hafstað búfræðikandidat. — Þannig hefir sauðfjárbúið á Horni komið nokkuð við sögu hins ís- lenzka búnaðarnáms. Fjárhúsið á Horni, mikið að við- um, er frá 1895, og frá þeim árum munu flest önnur hús einnig vera, eru þau því nokkuð forn að stofni, en vel við haldið, en ekkert af þessu þykir með öllu gott lengur. Sauðfjárræktarbúið starfaði sem kynbóta- og uppeldisbú á vegum ríkisins til 1942, og þaðan var ár- lega dreift fé til undaneldis. En 1942 var breytt um, þá er búinu breytt í tilraunabú, þar sem rann- sókn sauðfjársjúkdóma er höfð með höndum. Um leið var forsjá búsins falin kunnum dýralækni, fylkisdýralækninum í Vestur-Nor- egi, Gustav Nærland, fyrst með búsetu á Horni, en síðar með skrifstofu í Stafangri og búsetu á meginlandinu. Eftir breytinguna 1942 hefir stofnunin á Horni borið hið viðamikla nafn Statens veteri- nære forsöksgárd for sau. Mun það vera hin eina stofnun á Norður- löndum sem fæst einvörðungu við það verkefni, sem nafnið bendir til. Er mér nokkur spurn hvort kunnáttumenn á íslandi hafa veitt þessari stofnun fulla athygli á und anförnum árum? Ekki er mér kunnugt að neinn íslenzkur dýra- læknir hafi heimsótt búið á Horni síðan rannsóknir sauðfjársjúk- dóma voru gerðar þar að aðal- verkefni. Vera má það, þótt ekki hafi eg heyrt þess getið. Óneitan- lega virðist líklegt að nokkur samvinna, eða að minnsta kosti kynni, á milli Keldnamanna og forráðamanna á Horni gæti verið æskileg, og til gagnkvæmra nytja, þótt stofnunin á Horni hafi engan- vegin á að skipa vísindabúnaði neitt til líks við það sem er á Keldum. Þannig ,er ólíku saman að jafna, hinsvegar er á Horni mikil og góð aðstaða til víðtækra tilrauna með sauðfé og heilbrigði þess. En í dag er verið að virða Horn til sölu, nú á að flytja starfsem- ina til meginlandsins, ráðamenn una því eigi lengur að hafa þessa starfsemi úti á eyu fjarri hinum öra æðaslætti búskapar og „mann- félags“ í þéttbýlinu á meginland- inu. Tilraunabúið verður nú flutt til staðar í nágrenni Sandness, og þar fær það varanlegan samastað á býli, sem að nafni til er prest- seturs-jörð í Höylandhreppi (18 þús. íbúar). Jörðin er 85 ha og lítt húsuð, svo að þar verður hægt að byggja allt að nýu, svo sem nú þykir hæfa. Land á Horni er 135 ha, af því er ekki fullræktað nema 13,5 ha, en mikið ræktað sem bit- hagi. III. Við Nærland göngum upp traðir á Horni, stefnum norður og vestur með Horninu, þar sem það rís hæst og brattast, skiptast þar á hallandi grasflesjur og hamra- flug. Um tún og akra eru víðast hlaðnir grjótgarðar, snillilega gerðir, samskonar mannvirki af- marka hagateigana sums staðar, Þegar þessir garðar voru hlaðnir fyrir aldamót, fengu þeir sem að því unnu 80 aura fyrir faðminn, og urðu að draga að sér grjótið sjálfir, — ekki hafa þeir haft mikil daglaun. Við vallargarð stendur enn gamalt mjaltafjós, óhaggað en þaklaust, með svo ágætu hand- bragði að allri hleðslu, að eg gat ekki annað en numið staðar og dáðst að hleðslunni. Viðlegu-fjár- hús mikið er lengra út í hagan- um, gahialt að gerð, hlaðið úr grjóti og með sama handbragði. Eg hugsa til þess með nokkurri gletni, að slík ágætisverk geti hin- ar nýu byggingar, sem senn rísa á sauðfjártilrauna-prestsetrinu í Höyland ekki orðið, hverju sem til verður kostað, en ef til vill — segjum heldur sjálfsagt — verða hinar nýu byggingar hentugri til- raunarekstri. Hér í hlíðinni halda holdanaut- in sig, það eru þau sem eg vil heilsa upp á. Þetta er engin stór hjörð, bara einn tuddi og þrjár kýr af Hereford-kyni, ungviðið er heima við hús. Nú er kominn febrúar en ekki hafa þessar skepnur komið í hús ennþá að öðru en því að þau geta farið inn í viðlegu-fjárhúsið gamla ef þau vilja, það stendur opið og autt. Mér er sagt að lítið fari fyrir því að nautin leiti þangað inn. Ekki finnst mér bithaginn vera beisinn, snögglent en þó vel gróið, þurrt um og hér og þar munu vera geir- ar sem borið hefir verið á, en nú er allt frosið og hélugrátt. Dag-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.