Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 125 Tilraunastöðin á Horni. meira og betra, býli góð, gróður- hús víða við bæina. Og áfram er haldið inn sveitina á eyarenda, heim að Homi. I. Húsahlaðið á Homi ber nokkuð hátt, undir Horninu. Hér er húsa- kostur allmikill, 3 íbúðarhús, úti- hús fyrirferðarmikil, þar sem ein bygging rúmar fjárhús fyrir um 250 fjár, fjós, hesthús, hlöðu, vot- heysgeymslur o. fl. Svo er „sjúkra- húsið“, geymsluhús, útibúr. Já, eg kannast við þetta allt að mestu, það eru sömu húsin sem voru hér vorið 1915, er mig bar hér fyrst að garði. Útsýn er hér mikil og fögur, að minnsta kosti í björtu veðri, beykitré vel vaxin úr grasi um- hverfis hlöð, nokkur skógur að baki, en yfir rís Hornið berang- urslegt en þó gróið snöggum vall- lendisgróðri mjög víða, þótt einnig sjái í bert bergið hér og þar. Framundan er sýnin meiri, fjörð- urinn „breiður og skínandi", mikil skipaleið. Má þar daglega sjá hinn „hvíta flota“ Eimskipafélags Stafangurs sigla um, út og inn, áætlunarferðir til hinna mörgu byggða við Rýfylkifirðina. Eyarn- ar mörgu, sem erfitt er ókunnug- um að átta sig á, að baki hrímuð fjöll og fannhvít hið efra. í dag er þetta sólheimur varðaður hrím- fjöllum. Milli þessara fjalla býr fólkið, og bjó þó meir áður fyrri og til skamms tíma. Það saxast á limina hans Björns míns. Mörg víkin leggst nú í eyðá, og heiða- býlunum fækkar. Við og við heyr- um við sagt frá því að nú sé síð- asti ábúandinn fluttur frá þessu eða hinu býlinu, sem vegarlaust var orðið ósitjandi gömlum og lúnum, en unga fólkið löngu horf- á braut til borgar eða iðnaðar- hverfis. Með nokkrum söknuði sjáum við þessi gömlu aflögðu býli við smávíkur og hátt í hlíð- um hér og þar við firðina, þegar við eigum leið þar um. — Þjóðfé- lagsbreyting, — framþróun er það kallað, gæfa eða ógæfa? Hver sker úr því? „Einyrkjabúskapurinn er genginn fyrir ætternisstapa. — Hvíli hann í friði“, las eg nýlega í íslenzku blaði. — En samt eiga þau sér sína sögu þessi býli: Hér hefir verið glímt við grjót, gengið á brattann heiði mót, garðar hlaðnir og rótum rutt, runhenda starfsins ort og flutt. Samt leggst í eyði gömul grend, grípur huga minn döpur kennd, börn sem hér erfðu ættarhlað eiga nú vist á nýum stað. Búið er þar við býti nóg, breiðar götur og launa-plóg, örlög bundin við strætis-stein, stofn er höggvinn og brotin grein. Verða þau skipti verði bætt, verður til lengdar á því stætt að selja allt fyrir sýndargull, sætur og teiga, korn og ull? Augum leiði eg eydda grend, að mér sækir hin dapra kennd: þó heiðakot bjóði harða vist hafi samt þjóðin nokkurs misst. En hér er ekki stund né staður til þess að sökkva sér niður í slík- ar umþenkingar. Hér á Horni er ekki stefnt til auðnar, — og þó er verið að stíga hér spor í dag á götu þeirrar „þróunar“ sem sópar fólkinu saman í þéttbýli og við götur, þar sem bæarskólpið er að ver&a eitt mesta vandamálið. Nú verður hver hreppurinn af öðrum hér á Jaðri að leggja í miljóna- skólpleiðslur alla leið út í Norð- ursjó til þess að varna því að læk- ir, ár og vötn verði pestar-vilpur, þar sem engu góðu er líft. Gann- fjörðurinn milli Stafangurs og Sandness er að verða óhæfur sem baðstaður á sumrin — eitraður af skólpi, og þannig gengur það. í dag fer fram mat á Horni, það er verið að meta jörðina, hús og land til sölu. Það á brátt að leggja nið- ur merka starfsemi sem verið hef- ir á þessum staði, á vegum ríkis- ins, allt frá því 1887. II. Um 1880—90 var farið að ryðja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.