Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 129 Torfufellshnúkur á miðri mynd. Hérna megin við hann er Gilsárdalur, en upp þann dal fóru drengirnir. illi aðdáun og hrifningu. I Ódáða- hrauni gerðust nefnilega mergjuðustu útilegumannasögurnar, og í fyrndinni bjó um skeið á Laugafelli einhver Helga frá Grund á meðan Svarti- dauði geisaði yfir ísland. Drengimir voru á tveim áttum. Þeir máttu til að vera komnir heim áður en myrkr- ið skylli á, eins og þeim hafði verið fyrirlagt, það var í raun og veru skylda þeirra, það vissu þeir, en þá langaði líka til að halda áfram lengra, lengra, kanna ókunna stigu. Ævintýraþráin brann í brjósti þessara litlu ferðalanga, þá fýsti mjög að sjá meira af ríki náttúrunnar, öll hennar undur og töfra. Fjallið háa seiddi þá til sín með ómótstæðilegum krafti. Ræddu þeir um þetta fram og aftur stundarkorn, varð endirinn sá að þeir ákváðu að fresta heimför um sinn, en halda lengra og þar með virða að vettugi boð og bann föður míns. Síðan héldu þeir áfram; gengu fyrst niður í Gullbrekkudalinn og síðan inn eftir honum allt í botn suður. Er þangað kom var tekið allmjög að skyggja. Drengjunum kom þó eigi til hugar að nema þar staðar og snúa við, heldur byrjuðu undir eins að fika sig upp dalsdragið; þar er land kletta- laust og ekkiybratt. Fjallið var þeirra takmark, brúnin, þeir skyldu sigra. Þegar upp á grjótin kom, voru þeir orðnir móðir og sveittir og þeir Björg- vin og Frímann farnir eilítið að finna til þreytu. Settu þeir sig því niður og hvíldust um stund. Myrkrið var nú að skella á, innan skamms yrði al- dimmt. Þegar öllu var á botninn hvolft hafði þessi langa og stranga fjallferð verið unnin fyrir gíg, hér eftir mundi ekkert merkilegt, spenn- andi, bera þeim fyrir augu (utan kannski draugar, en þeir voru nú víst ekki til), gott ef þeir sæu hvem annan á heimleiðinni. Þeir höfðu þó gengið upp á Skáldstaðafjall og það var býsna mikið þrekvirki fannst þeim, fyrir það afrek mundu þeir verða taldir meiri menn en áður. Þegar drengimir höfðu- hvílt sig vel risu þeir á fætur og röltu af stað; tóku þeir nú stefnu í austur yfir urðir og eggjagrjót, farandi hægt og varlega, því óljóst sást til jarðar, fór Bjartmar á undan eins og jafnan áð- ur. Hvergi urðu þeir varir við fugl né ferfætt dýr á eyðislóðum þessum er voru næsta uggvekjandi, dimmar og dauðalegar. Eftir að hafa gengið nokkra stund komu þeir fram á brún Skáldstaðafjalls. Þá var dottið á svarta myrkur, sáust vart handaskil. Þeir sáu ljósi bregða fyrir á ein- hverjum bæ, gerðu þeir sér helzt í hugarlund að það væri á Jórunnar- stöðum og væri fólkið þar að fara í fjós, 'en svo gat það líka verið á Skáldstöðum eða í Hólum. Á ljós þetta, er þeim virtist vera óralangt niðri, horfðu þeir á að gizka tvær til þrjár mínútur, þá hvarf það skyndi- lega, stuttu síðar birtist það aftur og hvarf enn. Drengimir ákváðu nú að halda ekki heim sömu leið og þeir höfðu komið, heldur reyna að fara niður fjallið, því að það var miklu styttra. Fóru þeir svo að klifra fram af brúninni, Bjartmar fyrstur. Kom hann niður á ofurlítinn klettastall, og síðan renndu hinir sér til hans hvor á eftir öðrum og hjálpaði hann þeim til að stöðva sjg á stallinum. Bjart- mar hélt svo áfram lengra og lengra niður í myrkt djúpið og félagar hans á eftir honum og hundurinn þar á eftir. Þeir fóru afarhægt, þreifuðu fyrir sér bæði með höndum og fót- um. Ekki höfðu þeir langt farið er Frimann litli varð hræddur og fór að gráta. Reyndi Bjartmar að telja kjark í hann og hjálpa honum eftir mætti, sefaðist hann við það og varð hughraustur, en brátt sótti í sama farið og bar hann sig illa meðan hin mikla hættuför stóð yfir. Stundum var einn þeirra látinn síga til að kanna næsta áfanga, kom það í hlut Björgvins, því hann var þeirra létt- astur, hélt Bjartmar í hendur hans, var það oftar að honum tókst að tylla tánum á einhverja klettasylluna eða nibbur er stóðu út úr flugunum, en fyrir kom það líka að hann náði ekki niður og dinglaði hann þá í lausu lofti. Ef til vill var einungis örstutt niður á næstu syllu eða kletta- haus, kannski ekki nema ein alin eða nokkrir þumlungar, en svo gat þar líka hengiflug undir verið. Varð Bjartmar þá að draga hann upp og leita síðan að einhverjum færum stað til niðurgöngu, máttu þá stund- um skríða eftir örmjóum skeiðum þar sem lausagrjótið komst þegar á hreif- ingu undan þunga þeirra, valt fram af og féll með dynkjum og skruðn- ingum niður biksvört flugin, kveikj- andi eld á leiðinni; það var óhugnan- legt fannst drengjunum, en þó tók út yfir að heyra ýlfur og eymdarvein hundsins einhversstaðar í klettunum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.