Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 14
130 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hátt uppi. Þannig héldu þeir áfram lengi, lengi, óratíma að þeim fannsL Oftar en einu sinni sáu þeir ljósið niðri í dalnum, það var leiðarstjarna. Þeir fóru yfir marga staði þar sem einungis var hársbreidd á milli lífs og dauða, mjökuðust æ neðar og neð- ar með hverja taug spennta, rýnandi í kringum sig og út í myrkrið, sjá- andi þó ekkert, me"ð sárar hendur og fætur, heyrandi látlaust grjóthru'n. Enginn veit hvaða hugrenningar hafa bærzt í sálum þessara ungu og ó- reyndu fjallagarpa er þeir klifu niður hina snarbröttu hamrahlíð, sem ein- ungis er talin geng færustu kletta- mönnum í björtu, en að allra áliti gersamlega ófær í myrkri næturinn- ar. En ekki er ósennilegt að þeim hafi orðið hugsað til föður og móður og að svo gæti farið að þeir sæu þau aldrei framar; það er og trúlegt, að þeir hafi beðið skapara sinn heitt og innilega að leið sig heila á húfi heim. — O — Nú víkur sögunni aftur til Skáld- staða. Þegar drengirnir komu ekki heim á tilsettum tíma, var farið að ganga út og hyggja að þeim og jafn- vel kalla, en enginn anzaði, og þá er liðið var fram um fjóstíma og myrkr- ið skollið á, biksvart hlákumyrkur, eins og það getur mest orðið í októ- ber á snjólausri jörð, fóru foreldrar mínir að óttast um þá. Verið gat að einhver þeirra hefði dottið og meitt sig eða veikzt, ellegar þeir farið lengra en þeir máttu, villzt og anað til öræfa. En svo vaknaði vonarneist- inn aftur, faðir minn sagði, að skeð gæti að drengirnir væru að slóra á bæum. Það var borið út ljós nokkrum sinnum, ef ske kynni að þeir sæu það, og svo var hóað og kallað aftur og aftur, en eigi bar það árangur. Og tíminn leið í nagandi óvissu og kvíða. Þegar nær dró háttatíma var guðað á glugga á Skáldstöðum, var þar kominn maður frá Jórunnarstöð- um, Aðalsteinn Tryggvason að nafni, ungur og all-atall, var hann að grennslast um Frímann litla, sagði að fólkið heima hjá sér væri orðið hrætt um hann. Gekk þá faðir minn út. Ræddu þeir Aðalsteinn litla stund um hina löngu burtveru drengjanna, hvað henni valda mundi, síðan lögðu þeir af stað tveir saman Nafngiftir jurta og dýra ÞEKKING manna á hinni lífrænu náttúru, byggist fyrst og fremst á flokkun tegundanna, og tegundun- um síðan skipað í smærri deildir og hópa, þar sem hver hefir sitt nafn. Þessari flokkun er svo lýst í „Flóru íslands", eftir Stefán Stefánsson: „Allir einstaklingar, sem í öllum aðalatriðum eru gagn- líkir hver öðrum, teljast til sömu tegundar (species). Líkum tegund- um er skipað saman í ættkvísl (genus), ættkvíslunum í ættir (familia), ættunum í ættbálka (ordo), bálkunum í flokka (class- is) og flokkunum í fylkingar (seri- es). Þessum aðalskipulagsdeildum má svo aftur skipta í fleiri eða færri deildir". Öllum tegundum verður að gefa nöfn, og eins öllum ættkvíslum, ættum, ættbálkum, flokkum, fylk- ingum o .s. frv. til aðgreiningar, svo hægt sé að gera skrá um hina margbreyttu lifandi náttúru. Og það var Linné, hinn frægi sænski náttúrufræðingur, er fyrstur byrj- aði á þessu fyrir tveimur öldum. Hann skrásetti þannig um 12.000 tegundir dýra og jurta. Er slíka skrásetningu að finna í bókum hans „Spesies Plantarum" sem kom út 1753 og „Systema Nature" sem kom út 1758. Þar lagði hann að leita. Komu þeir fyrst að Kol- grímsstöðum, næsta bæ norðan Skáldstaða og spurðust fyrir um drengina, en þar höfðu þeir ekki komið. Var svo leitinni haldið áfram í norður til Gullbrekku. Á leiðinni voru þeir alltaf annað slagið að kalla ef hugsast gæti að drengirnir væru þar einhversstaðar eigi langt í burtu, en enginn svaraði. Fyrir sunnan tún- ið á Gullbrekku eru móar miklir og holt, nær óslétta þessi allt suður undir Kolgrímsstaðaland, yfir hana fóru þeir, vegleysu, beinustu leið á bæinn. Voru þeir látlaust að hnjóta og detta um þúfnakollana; sagði faðir minn svo frá síðar, að þá hafi hann verið úti í mesta myrkri ævi sinnar. Á Gullbrekku hafði enginn orðið drengjanna var. Sló óhug miklum á fólk þar og varð margrætt um hvarf þeirra. En leitarmenn sneru við og hröðuðu för sinni sem mest þeir máttu sömu leið heim, hóandi og kallandi sem áður og stundum fall- andi til jarðar. Er þeir gengu inn í baðstofuna á Skáldstöðum voru þeir Bjartmar og Björgvin komnir, sátu þeir uppi í rúmi sínu berfættir, voru þeir búnir að ganga niður úr skóm og sokkum og orðnir allþrekaðir, en ómeiddir, utan dálítið hruflaðir á höndum og fótum. Höfðu þeir fylgt Frímanni alla leið heim á Jórunnar- staðahlað. Varð faðir minn harla feginn, eins og nærri má geta, að sjá drengina sína og Aðalsteinn að frétta að Frímann væri heim kominn og móðir mín ljómaði af gleði. Þegar bræður mínir höfðu sagt ferðasöguna þóttist fólkið þá úr helju heimt hafa. Eins og áður segir fylgdi hundur drengjunum í fjallgöngunni, hann varð eftir í klettunum og kom eigi heim fyr en daginn eftir. Saga þessi flaug víða og undruðust menn mjög og dáðust að hukrekki, viljastyrk og þrautseigju drengjanna, og foreldrar mínir trúðu því og fleiri, að æðri máttur hefði stutt þá og styrkt á hinni lífshættulegu göngu niður björgin, forðað þeim frá kvölum og dauða. Það var og síðar, nokkrum árum eftir að atburður þessi gerðist, að síra Þorsteinn Briem á Hrafnagili (prestur í Grundarþingum, 1911— 1919) messaði í Hólum. Minntist hann þá í ræðu sinni á drengina þrjá sem farið höfðu á öræfi upp og síðan gengið niður veggbratt hamra- fjall á niðdimmri nótt og komist lífs af úr þeim ægilegu ógöngum. Taldi hann, að þar hefði gerzt kraftaverk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.