Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 3
Búskapur hafinn í Holti Næsta vor fóru þau Þorlákur og Sigríður að búa á Skálmarbæ, en við fluttumst þá aftur að Skálm- arbæarhrauni. Þá um haustið eignuðumst við fjórða barnið. Með vaxandi ómegð jukust þarfirnar, og það þurfti fyrirhyggju og dugnað að sjá sér og sínum far- borða, en með guðshjálp hafði allt gengið vel. Næsti vetur var afarharður og kynngdi niður fádæma snjó fram að jólum. Síðan komu þurviðris- kaflar með hörkufrosti og aldrei blotaði allan veturinn, og ekki fyr en í maí og júní. Við lentum í heyþroti og nú tók ekki betra við, því að með leysingunum komu hættur fyrir sauðfé. Þetta vor missti eg 12 ær og nokkra gemlinga — og hefði mér þótt það góður bústofn fyrir 4 árum. Um vorið hætti faðir minn bú- skap og hafði hann sagt jörðinni lausri fyrir jól, eins og lög gerðu þá ráð fyrir. Eg taldi nú víst að eg mundi geta fengið jörðina, en ekki var við það komandi. Eg leitaði þá til amtsins, en það bar heldur engan árangur. Jörðina gat eg ekki fengið, hún var ætluð öðrum, en mér var boðinn hluti úr jörðinni Holti. Þang- að varð eg að flæmast vorið 1904, og gerði það þó ekki með ljúfu geði. Jörðin Holt var Í2 hundruð að mati, en ofsetin, því að þar voru tveir bændur fyrir og minnsti skækillinn, 2% hndr., var mér ætlaður. Á öðrum hluta jarðarinnar bjó Einar Jónsson, miðaldra maður, fáskiftinn og fá- tækur og átti víst 6 börn. Á aðal- jörðinni bjó Bárður Pálsson, ung- ur bóndi, prúðmenni og góður smiður á tré og járn, giftur mynd- arkonu og áttu þau mörg böm. Bárði var ekki um það gefið að eg flyttist á jörðina og urðu af LESBÓK MORGUNBLAÐSINS því fáleikar milli okkar og held- ust þau 15 ár, sem eg var þar. Samgöngur voru engar milli bæa okkar og konur okkar kynntust aldrei, en börnin léku sér saman sem beztu vinir. Eg veit ekki hvernig á þessu ólagi stóð. Við vorum hvorki góðir né vondir ná- grannar, en hefði betur farið á með okkur hefði báðum orðið það til góðs. Tíminn leið, og nú fluttist Einar frá Holti. Eg sótti þá um að fá hans part til viðbótar mínum. En þá stóð svo á, að ungur maður þar í hreppnum þurfti á jarðnæði. að halda, og annað jarðnæði var ekki til en þetta. Þau urðu mála- lok, að partarnir voru gerðir jafn- ir að dýrleika og afgjaldi, og hon- um fenginn annar. Heldur jukust slægjur mínar og beitiland við þetta, en nægði mér þó ekki. Við vorum þarna allir þrír í hálf- gerðri úlfakreppu og auðguðumst ekki að neinu nema börnum, en þar vorum við öllum öðrum fremri. Fiskisögur Eyðijörð er í Álftaveri sem Ból- hraun heitir, niðri undir sjó og á mörkum Hvammshrepps og Álfta- vers. Þar var mikið meltak og nokkurt varp skúms og veiði- bjöllu. Eg fekk því framgengt, að jarðirnar Holt, Hraunbær og Her- jólfsstaðir mætti í félagi nýta meltakið og varpið, og helzt það upp frá því. Undir Bólhraun lá rekasæl fjara, en hana hafði Halldór Jónsson umboðsmaður í Vík keypt af landsjóði. Varð honum erfitt að hirða um fjöruna, því að þangað var 4—5 stunda ferð og yfir þrjú vatnsföll að fara. Hann bað mig því að hirða fjöruna fyrir sig. Skyldi eg fá í minn hlut öll 3 álna kefli og þaðan af minni og 119 allan matarreka nema hval eða landhlaup af þorski, ef fleiri kæmi á land en 100 í einu. Allt smádót svo sem flöskur, kúta og belgi mátti eg hirða. Fyrir þetta átti eg að bjarga öllum stærri trjám og marka þau. Vegna þessa varð eg alltaf að hafa tvo járnaða hesta á gjöf, því að þriggja stunda lesta- ferð var frá mér á fjöruna, en leið ógreið og vandrötuð í vetrar- myrkri. Eg hafði stundum hag af þessu, fekk þarna raftvið í útihús og í girðingastaura, einnig nokk- uð til eldsneytis af mori, og stundum fekk eg fisk. Það var einn laugardagsmorgun fyrir páska að eg var árla á fót- um og leit til veðurs. Þá var 12 stiga frost og bruna norðaustan næðingur og hríðarútlit. Það var ekki fýsilegt ferðaveður, en nú hafði eg hugsað mér að fara á fjöru. Vel gat verið að fisk hefði borið á land. Nú var 12 manns í heimili og konan mín hafði held- ur lítið að skammta, en mér bar skylda til að bæta úr því, ef unnt væri. Og þá var nú helzt þessi vonin, að finna fisk í fjörunni. Og þótt veðurútlit væri ljótt, var nú annað hvort að duga eða drepast. Eg lagði á stað ríðandi og var kominn á Bólhraunsfjöru með birtingu. Þar fann eg 25 stóra þorska nýrekna og óskemmda af fugli. Eg batt 20 saman og hengdi á hestinn, en 5 lagði eg á bakið. Þetta voru drápsklyfjar fyrir báða, en hér var hvergi hægt að dysja fiskinn og nú var komin grenjandi hríð. Uppi í hrauni vissi eg af gjótu. Þangað helt eg og skildi þar eftir minn bagga og 4 fiska af hestinum. Svo var haldið áfram í hríðinni og gekk vel. Heim kom eg klukkan 2 með mik- inn og góðan mat. Urðu þá allir glaðir og við lofuðum þann sem gaf. Fiskinn, sem eg skildi eftir,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.