Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 131 grundvöllinn að þessari fræði- grein, og engin nöfn, sem gefin höfðu verið fyrir hans daga, eru talin gild. Enginn veit með vissu hve fjöl- breytt lífið hér á jörð er, en National Geographic Society og Smithsonian Institution hafa látið gera skrá, þar sem eru nöfn um 2.000.000 dýra og eitthvað milli 280.000 og 300.000 jurta. Sam- kvæmt þessari skrá eru til um 900.000—1.000.000 tegundir skor- dýra, 40.000 tegundir maura, 1.000. 000 tegundir vatnalindýra, 40.000 tegundir fiska, 8.000 tegundir fugla, 3.800 tegundir spendýra og 10.000 tegundir skriðdýra og dýra sem geta lifað bæði á landi og í vatni (amphibians). Við þessa skrá bætist svo meira og minna á hverju ári. Er talið að um 10.000 tegundir skordýra bætist við á hverju ári. Aftur á móti bætast æ færri tegundir við af öðrum dýrum. Er nú liðin sú tíð, er menn voru sendir víðs veg- ar um heim til þess að leita uppi fugla, því að þar mun nú flest skráð. Þó er ekki talið vonlaust að finnast kunni nýar tegundir á heimskautasvæðunum, enda þótt þar sé mergð lífveranna meira á- berandi heldur en fjölbreytni teg- undanna. Aftur á móti er jurtaríkið hvergi nærri eins vel kannað. Þar má enn búast við að finna fjölda nýrra tegunda og afbrigða. Þegar náttúrufræðingur hefir fundið einhverja tegund, sem hann hyggur, að ekki hafi fundizt áður, gefur hann henni nafn, eða öllu heldur nöfn. Fyrst eru nöfn tegundar og ættkvíslar og eru þau venjulega á latínu. Svo koma önnur nöfn, sem geta lýst ein- kennum, og svo má kenna við fundarstað eða einhvern mann. Til dæmis um nafngiftir skul- um vér taka kattaættina. Þar er Felis tegundarheitið. Felis tigris þýðir svo tigrisdýr. Felis leo þýðir ljón, en Felis catus er hinn venju- legi heimilisköttur. Algengt er að sjá stafina L aftan við nafn, t. d. Felis leo L, en það þýðir að Linné hafi haft það nafn í sinni skrá. Ef kennt er við aðra menn, eru nöfn þeirra rituð fullum stöfum. Þótt náttúrufræðingar sé manna vandvirkastir, getur þeim þó skjöplast. Setjum svo að einhver þeirra finni fugl, mjög einkenni- legan, og sé alveg viss um að hon- um hafi ekki verið lýst áður, og gefur honum því nöfn eftir öllum listarinnar reglum. En svo kemur upp úr kafinu, að þessi fugl er al- kunnur áður, hann hefir nú aðeins verið með fjaðraskauti, sem menn höfðu ekki veitt athygli fyr. Vegna þess, að engin tegund má heita nema einu nafni, er það föst venja, að elzta nafn sé það sem gildir. En það getur tekið sinn tíma að finna eitt ákveðið nafn og fá það viðurkennt um all- an heim. Sem dæmi um það má nefna ,að umsjónarmaður fiska- safns Smithonian Institution komst að því, að ekki færri en 30 nöfn voru um sömu tegund af fiski. Annað dæmi um þetta er nafn- ið Ichthyrornis, sem gefið var steindum leifum af fugli. Þessi tegund var fyrst skíáð sem tennt- ur fugl. En við nákvæmari athug- un kom í ljós, að tennurnar, sem fundizt höfðu hjá hinum steindu beinum ,voru ekki úr fuglinum, heldur úr lítilli eðlutegund. Svo sem fyr segir eru tegundir stundum kenndar við fundarstað. Þannig kom upp nafnið Vini peruviana á litlum páfagauk, vegna þess að menn heldu að heimkynni hans væri í Peru. Seinna kom í ljós, að heimkynni fuglsins var eyan Tahiti í Kyrra- hafi, og þá var farið að kalla hann Vini tahitana. En svo lagð- ist það nafn niður samkvæmt reglunni um að elzta nafn á að gilda, og fuglinn var aftur skráð- ur Vini peruviana. Fuglafræðing- ar sögðu að nafnið sjálft væri ekki svo mikilsvert, hitt væri meira um vert að fuglinn kæmist á sinn stað í fuglaskránni. Þannig koma upp ný nöfn og tvínefni og margnefni. Náttúrufræðingarnir taka þau til rækilegrar athugun- ar, og velja svo úr það nafn, sem á að vera í skránni. Þar ræður úrskurður alþjóðanefndar, sem sér um nafngiftir dýra og jurta. Linné helt að tegundirnar væri óumbreytanlegar. En nú trúa menn ekki á það, heldur er full- yrt að þær taki breytingum. Hin nákvæma skrásetning jurta og dýra á nú að tryggja það, að menn verði þess varir þegar í byrjun, ef einhverrar breytingar gætir hjá einhverri tegund, eða öllu heldur afbrigðum. Menn hafa t. d. rekist á nokkra rauðbryst- inga með hvítar aukafjaðrir í stélinu. Hver veit nema það sé fyrsti vottur breytingar hjá þessu kyni? Bókstafnum fylgt Kona nokkur erfði nýlega stórfé eftir mann sinn. Þar á meðal var splunkunýr Cadillac-bíll. Hún vildi selja bílinn fyrir 15 sterlingspund. Var hún geggjuð? Ónei. „í erfðaskrá mannsins míns er svo fyrir mælt, að selja skuli bílinn og andvirðið eigi að renna til fallegu stúlkunnar, sem var einkaritari hans. Eg ætla að fara bókstaflega eftir þessu. Og þegar skattur og kostnaður hefir verið dreg- ið frá söluverðinu, þá fær hún um 5 sterlingspund“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.