Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 8
124 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ARMI G. EYLAMDS: HEIIMSÓKIM Á HORMI ÞAR DVÖLDUST FYRRUM ÍSLEAIZKIR FJÁRRÆKTARMEMV FROST og heiðríkja, stafalogn og sléttur sjór. Við stefnum út By- fjorden, fram hjá Rosenberg, skipasmíðastöðinni miklu, þar sem þeir unga út 10—50 þúsund smá- lesta skipum hverju af öðru. Það munar um slík fyrirtæki í borg, þar sem ekki búa nema 52 þús- und sálir. Um 1200 manns vinna í stöðinni þegar allt er í góðum gangi. Til vinstri handar er sjómanna- skólinn og ber hátt á bergi, en annars er margt illra húsa, að út- liti, hér út með ströndinni, síldar- verksmiðjur og söltunarstöðvar, ekki parið fríðar álitum, en oft er þar peningalykt, og hún má sín mikils. Hið efra, er frá dregur fjörunni, er óðum að aukast byggð íbúðarhúsa, enda eru hér allar að- stæður til þess að byggjast megi hinn fegursti hluti Stafangurs, um hlíð og ása út með firðinum, og sennilega eiga útgerðarfyrirtækín eftir að víkja fyrir vingjarnlegri bólstöðum og skipulagi á þessum slóðum. Nú víkkar sviðið, framundan sér til hinna stærri eya, þar ber Hornið á Rennisey hæst. Þangað er ferðinni heitið, en þó með nokkurri töf, því að við stefnum utanhalt við eyna og meðfram henni til Vikevág. Rennisey er stærsta eyan á þessum slóðum, Árni G. Eylands 13 km löng og um 42 ferkm að flatarmáli, en þá er raunar talin með smáey ein sem tilheyrir hreppnum líka, — en Rennisey er hreppur út af fyrir sig, íbúar um 1444. Við siglum meðfram eynni vestanverðri, þar er víða bratt- lent og lím byggð, svo að mjög kemur í ljós að eyan er hálend, hæst ber Hornið — Hodne-hodnet — eins og það er kallað, 234 m hátt yfir sjó. En eyan er betri en hún virðist, séð frá þessari hlið. Við Vikevág lækkar landið og þar hefir myndazt þorp umhverfis voginn og höfnina, með því sem til slíks þorps fellur, bryggja, bát- ar, mjólkurbú, samvinnubúð o. s. frv. Barnaskóli, nýr af nálinni, með þeim myndarsvip sem merk- ir slíkar stofnanir víðast nú orðið, er rétt innan við þorpið, þar sem við ökum þvert yfir eyna, og síðan inn sveitina, byggðina á austurströndinni. Þar er allt víð- ara og vingjarnlegra, ræktað land

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.