Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1961, Blaðsíða 11
lega er ekið litlu hlassi af votheyi út til nautanna og því kastað fyrir þau á gaddinn, það gera þau sér að góðu, en aðspurður kveðst bú- stjórinn ógerla muna hvað „dags- gjöfin“ sé mikil, ekkert verið að fást um það. En hvað um það, gripirnir eru hinir sællegustu, og engar mannafælur, samt er dá- lítill snúður á tuddanum, og Nærland vill ekki að eg gangi mjög nærri honum. — Vel myndi fara um þessa gripi í Grímsnes- inu og í Höfðahverfinu, datt mér í hug, eða í Skaftártungunni og Meðallandinu. En mér er spum hvernig þeir una í flóum og mýr- um? Upp í hlíðinni, vel fjarri manna traðki, eru 25 ær af „ekta“ úti- göngufjárkyni norsku, ljónstyggar og láta ógjama handfjalla sig, enda komast þær lítt undir manna hendur, nema þegar þeim er smalað við illan leik til rúnings og til þess að marka lömbin. Enga aðhlynningu fá þessar ær, þær bjargast alveg við útiganginn, að minnsta kosti í Öllum venjulegum árum, en fallþungi lambanna er lítill, 10—12 kg er mér sagt. Þetta fé er hraust, engir sjúkdómar, seg- ir Nærland. Hér setur sjaldan nið- ur snjó að ráði, en úrkomur eru þó miklar, víst um 1100—1200 mm á ári, stórviðri sjaldan en oft gust- ur um garða. Þegar við komum heim að Horni aftur er féð, sem var úti á beit, komið í hús og raðar sér á garða. Þar eru einnig tilraunahóp- ar sem ekki eru látnir út þótt vel sé beitarfært, eru aldir inni vegna tilrauna. Geitur eru hér nokkrar, 5 hestar, þrjár mjólkurkýr og töluvert af kálfadóti, svo að naut- gripir eru alls nær 40 auk sauð- fjárins sem er aðalatriðið, alls rúmlega 200 á fóðrum. Matsmennirnir hafa lokið verki LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 127 Vörn gegn FYRSTA lyfið, sem notað var hér á landi til þess að gera menn ónæma gegn drepsótt, var bóluefnið. Og vegna þessa eru nú öll slik ónæmislyf nefnd bóluefni, enda þótt þau eigi ekkert skylt við bólusóttina. Það var einnig kallað að bólusetja, þegar efni þessu var komið inn í hörund manna, og þetta nafn hefir færzt yfir á þá at- höfn er menn eru gerðir ónæmir fyrir öðrum drápskvillum. Það er talað um að bólusetja við barnaveiki, mænuveiki, berklaveiki, hitasótt o.s. frv.., enda þótt það eigi ekkert skylt við bólu. Þannig geta orð verið látin duga, þótt þau sé markleysa ein. Venjulegast er, að varnarlyfi sé spýtt undir hörund manna, og til þess notuð hol nál, sem stungið er mismunandi djúpt. Rétt nafn á þessu væri því innspýting. En vegna þess að það er að sumu leyti ekki heppi- legt, mætti ef til vill nota nafnið innkoma, og láta það gilda bæði í sínu. Þeir láta auðvitað ekkert uppi um það hvers virði þeir telji að Hornið sé, þeir ræða samt um framtíðina, að vonandi komi til einhver góður kaupandi, sem reynist fær um að sitja Hornið vel, og halda öllu í horfi, en að til þess þurfi nokkuð fjársterkan mann, til þess að leysa út jörðina, kaupa áhöfn og vélar o. s. frv. Víst um það. Það er víðsýnt á Horni og bjart um að litast, þessi jörð fer ekki í eyði, en þó er það talandi tímanna tákn, og áminn- ing nokkur, að á Rennisey hefir fólksfjöldi staðið í stað síðan 1947, betur gerir nú ekki, rúmlega klukkustundar siglingu frá borg- inni og skipaviðkomur 1—2 á dag allan ársins hring. Það hriktir víða í sveitunum. Hér er ekkert bíó á næsta leiti og þriggja km vegur í næstu búð, talið heiman frá Horni. drepsóttum stað bóluefnis og bólusetningar. (Út- lenda nafnið „inoculation“ þýðir að koma e-u inn hjá e-m, en samsvar- andi því í málinu er að spýta e-u í e-n. Sbr. og inntaka, sem er al- gengt nafn á meðulum og notkun þeirra). Það er nú regla, að langferðamenn fái ónæmisskammt við ýmsum far- sóttum, áður en þeir leggja á stað, og sjálfsögð skylda þykir að gera hermenn ónæma fyrir alls konar veik- indum. En slíkt starf er mjög tíma- frekt þegar notuð er nál. Þess vegna lét herstjórnin í Bandaríkjunum finna upp sérstakt áhald til þessa, og er það nefnt „hypospray multidose in- jector". Það er þannig gert, að á litl- um fleti er örlítið gat og út um það spýtist innkoman með feiknakrafti. Þegar flöturinn er lagður við hörund manns og rafstraumi hleypt á áhald- ið, kemur buna í gegn um gatið með svo miklum krafti, að hún fer í gegn- um hörundið. Þetta áhald þarf ekki að sótthreinsa í hvert skipti eins og nálarnar, og það er ekki andartak verið að þessu. Áhald þetta hefir komið sér mjög vel í baráttunni gegn drepsóttum meðal frumstæðra þjóða, þar sem um er að gera að gera sem flesta ónæma á sem skemmstum tíma. Kom það bezt í ljós í Austur-Pakist- an fyrir skemmstu, þegar meginþorra þjóðarinnar þurfti að gera ónæman fyrir kóleru og taugaveiki. Með gömlu aðferðinni hefði einn maður getað annað 100 mönnum á dag, en þarna gátu tveir menn annað 6759 á dag. Það er sama sem að hvert áhald hafi unnið 25—30 manna verk. Þetta gekk og mikið betur og fljótar en venja er, því að hvorki konur né börn óttuðust þetta áhald, en yfirleitt eru frumstæðir menn óskaplega hræddir við nálaij, og því oft erfitt að koma ónæmisefninu í þá. Þú skalt ekki taka þér nærri þótt einhver stæli þig; meðan hann gerir það, fer hann ekki fram úr þér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.