Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 183 og var komið kvöld og þreifandi myrkur, er þeir ætluðu að ganga til snæðings. Þeir höfðu nesti með sér, en nú fundust hvergi flesk- birgðir, sem áttu að vera í far- angrinum. Skipstjórinn varð óður og uppvægur, helt því fram að fleskið hefði orðið eftir í Lang- holti í Meðallandi, og krafðist þess að sent yrði eftir því þegar um nóttina. Honum var sagt að ófært væri yfir Mýrdalssand gegn veðri, vötn öll í vexti og ekki hægt að velja vað á þeim í myrkri. En hann lézt ekki heyra það og heimtaði sitt flesk. Við sátum niðri í sjóbúð og vissum ekkert um þetta. En allt í einu kemur Halldór húsbóndi okkar með þessar fregnir og spyr hvort nokkur vilji fara þessa ferð. Þá varð þögn í sal, því engan fýsti út í ofviðrið og myrkrið á Mýrdalssandi. Og svo var sumar- hátíð næsta dag, eini gleðidagur- inn á vertíðinni. Þegar enginn gaf sig fram, spurði eg húsbóndann hvort hon- um væri þægð í því að farið væri. Hann svaraði: „Það liggur við — því að skip- stjórinn er alveg óður“. Þá sagði eg honum að eg treysti mér til að fara og væri ekkert að vanbúnaði. Hann sagði þá að eg skyldi fá beztu og sterk- ustu hestana á bæunum, Brún og Elsu-Blesa. Hann átti Brún, en Þorsteinn í Norður-Vík hinn. Voru þetta traustustu hestarnir, sem völ var á. Eg fór þegar að týgja mig, en einhverjir af félögum mínum sögðu: „Þú drepur þig í Múlakvísl, ef þú kemst svo langt, því að hún hlýtur að vera í bullandi vexti“. Eftir skamma stund var eg lagður á stað með bréf frá skip- stjóra og hálfa flösku af koníaki í nestið. Það var vitlaust veður, eins og menn segja, og myrkrið glórulaust. En eg var leiðinni vel kunnur og hestarnir ágætir, svo að eg kveið engu. En brátt komst eg að raun um að hroðavöxtur var hlaupinn í allar ár. Yfir Kerl- ingardalsá og Múlakvísl komst eg þó án þess að hleypa á sund, en þá var vandinn meiri að hitta réttan veg yfir Mýrdalssand í þessu kolamyrkri. Það varð mér þá til happs, að nú fór að ganga á með þrumum og eldingum, og við skrugguljósin gat eg áttað mig og komst á rétta leið. Þegar nokkuð kom austur á sandinn, tók að draga úr regni og birta í lofti. Gekk veðrið þá til út- suðurs, en var bæði hvasst og kalt. Eg reið greitt og kom að Þykkvabæarklaustri í Álftaveri. Þar fekk eg léðan hest, en skildi mína eftir. Kúðafljót var mjög vatnsmikið og gekk mér seint að komast yfir það. En um síðir kom eg þó að Langholti, lagði fram embættisbréf mitt frá skip- stjóranum og heimtaði fleskið framselt. En þar var þá ekkert flesk, og ferðin var farin til ó- nýtis! Þreyttur og syfjaður kom eg til Víkur rétt fyrir sólsetur á sum- ardaginn fyrsta. Eg fekk 40 krón- ur fyrir ferðina, og það þótti stór- fé.-------- Einn ferst í snjóflóði, annar drukknar Vorið 1895 réðist eg vinnumað- ur til Sveins Ólafssonar og frænku minnar Vilborgar Einars- dóttur frá Strönd í Meðallandi (foreldra Einars Ólafs prófessors). Þau fluttust þetta vor að Höfða- brekku. Jörðin var stór og mann- frek og þar var mikil gestanauð, svo mikið þurfti til heimilisins, en öllum leið þar vel. Annar vinnumaður Sveins var Guð- brandur Þorsteinsson. Hann var mjög lipur sigmaður og fjall- göngumaður. Eg fór oft með hon- um og þóttu sigaferðir hans í fyrstu glæfralegar, því að eg var alinn upp á sléttlendi. Eg tók eft- ir því hvernig hann bar sig að, og svo fór eg að síga með hon- -um. Þá um haustið varð það slys, að Sigurður Magnússon í Fagradal fórst í snjóflóði. Hann hafði verið ágætur fjallgöngumaður, sigmað- ur og háfveiðimaður. Bjargveiðar voru þá aðalhlunnindin í Fagra- dal, og þótti nú skarð fyrir skildi er Sigurður fell frá, því að bræð- ur hans voru of ungir til þess að fara í björg. Þá réðdst það svo, með mínu samþykki, að Sveinn á Höfðabrekku gæfi mig eftir að hálfu næsta ár, og skildi eg vera að hálfu hjá Magnúsi í Fagradal, einkum vegna bjargveiðanna. Næsta ár þar á eftir var eg svo vinnumaður hjá Magnúsi. Þá var það um vorið að við rifum hjall og reistum hann að nýu. Því verki var lokið að mestu og var eg byrjaður að leggja bárujárn á þakið. Snemma þann morgun höfðum við séð tvo menn koma ríðandi frá Kerlingardal og fara suður aura áleiðis til Víkur. Þá þurfti að fara þrisvar sinnum yfir Kerlingardalsá, en hún var ekki vatnsmikil enda þótt hún geti orðið vond á vetrum. Um klukkan tíu kemur hús- bóndinn til mín út að hjalli og er mikið niðri fyrir. Hann kallaði til mín: „Jón, eg ætla að biðja þig að hlaupa niður að á. Andrés í Kerl- ingardal er kominn og heldur að Árni bróðir sinn hafi fallið af hesti í ána“. Eg brá skjótt við og hljóp sem fætur toguðu niður að á. Sá eg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.