Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 10
Lávarðad ei I din 190 hella, full ai eitruðum gastegund- um eða vatni. Verkamennimir hafa sjálfvirkar borvélar, sera renna á teinum. Þeim er ekið að gafli gangnanna og þar bora þær 130 holur 1 bergvegginn, 12 fet á dýpt. Síðan eru holur þessar fylltar með sprengiefni. Að því búnu er borvélunum ekið aftur á bak þangað sem þær eru taldar óhultar og verkamennirnir forða sér. Því næst er kveikt í öllum sprengiholunum 1 senn, og verður að því svo gífurleg sprenging að allt fjallið nötrar. Þá getur vel farið svo, að meira hrynji en bú- ist var við. Þá getur líka vel ver- ið að opnist einhver gjáin. Á einum stað kom þetta fyrir, og þá kom vatnsflóð inn í göngin, rúm- lega 300 lítrar á sekúndu. Á öðr- um stað fengu ítalir yfir sig sjóð- andi vatn úr bergskoru. Eitt af vandamálunum var það, að sjá verkamönnum fyrir fersku og svölu lofti, því að inni í fjall- inu getur orðið óþolandi hiti. Þurfti því á að halda sterkum loftdælum, er soguðu kalt fjalla- loftið inn í göngin. Á eftir þeim verkamönnum, sem vinna að borun, sprengingum og brottflutningi lausa grjótsins, kemur annar flokkur verkamanna með sementsvélar og steypir tveggja feta þykkt í hvelfinguna og á veggina. Þegar göngin eru komin alla leið, verður svo steypt í þau átta feta hátt gólf. Undir því fær allt vatn framrás. Þar verður einnig útbúnaður fyrir loftræstingu og rafmagnsleiðslur til ljósa og merkistöðva. Það eru nú 85 ár síðan að mönnum kom fyrst til hugar að gera jarðgöng undir Mont Blanc. Er því ekki of sagt, að gamall draumur rætist þegar göngin eru fullger. Og þá er fengin skemmsta LESBÓK MORQUNBLAÐSINS í brezka LÁVARÐADEILDIN er mjög ein- kennileg stofnun. Nú sem stendur eiga 908 menn sæti í henni, og af þeim eru 11 ekki fullveðja. Þar á meðal eru prinsinn af Wales og stórhertogarnir af Windsor, Kent og Gloucester. Philip prins, maður drottningarinnar, er ekki af kon- ungsættum, en hann á sæti í lávarðadeildinni sem hertogi af Edinborg. Alls eiga 22 hertogar sæti í deildinni, þar næst koma 26 mark- greifar, 132 jarlar, 111 greifar, 564 barúnar, 6 barúnessur, 16 af skozka aðlinum og einn af írskum aðli. Þar við bætast svo þeir, sem eru af „andlegum aðli“: erkibisk- upamir af Canterbury og York og 24 biskupar ensku kirkjunnar. Af þessum mikla fjölda hafa sennilega varla fleiri en 300 tekið þátt í þingstörfum. Að meðaltali eru um 120 á fundum lávarða- deildarinnar. Menn fá sérstakt kaup fyrir að sækja fundi, og jafnvel auðugustu menn Eng- lands slá ekki hendinni á móti því. Skrifarar þingsins taka mann- tal á hverjum fimdi og skrifa nöfn þingmanna, en vei þeim ef þeir skyldi gleyma einhverjum! í fljótu bragði mætti svo virð- ast sem lávarðadeildin hlyti að vera úrelt fyrir löngu í öðru eins lýðræðisríki og England er. En leið milli Frakklands og Ítalíu um Alpafjöllin. Þá er búist við að þar verði stöðug umferð allt árið, og ekki fari þar um færri vagnar en hálf miljón é hverju ári. þinginu Bretar eru ekki á því, þeir telja að hún hafi enn mjög þýðingar- miklu hlutverki að gegna. Hún er sem nokkurs konar hemill eða endurskoðandi lagafrumvarpa þeirra, sem koma frá þjóðþing- inu. Engin fjármál koma þó til hennar kasta. En öll önnur laga- frumvörp fara í gegnum hreins- unareld hennar. Hún getur fellt lagafrumvörp, sem komið er frá neðri deildinni, en þó aðeins einu sinni. Ef neðri deildin samþykkir það óbreytt næsta ár, er það orð- ið að lögum, hvað sem lávarða- deildin segir. Þetta kemur sjald- an fyrir. Á hinn bóginn kemur það líka sjaldan fyrir að lávarða- deildin geri ekki breytingar á þeim frumvörpum, sem koma til hennar frá neðri deildinni. Það þykir stórtíðindum sæta, og blöðin birta þau með stórum fyrirsögnum, ef stjórnarfrumvarp hlýtur ekki saðfestingu lávarða- deildarinnar. En slíkt er ákaflega sjaldgæft. Það kom t. d. varla fyr- ir meðan verkamannastjóm var í Englandi, að aðallinn í lávarða- deildinni felldi stjórnarfrumvarp, sem neðri deildin hafði fallist á. Það var árið 1955 að lávarða- deildin felldi seinast frumvarp, komið frá stjórninni og samþykkt af neðri deild. Þetta frumvarp var um það að afnema lífláts- hegningu. Frumvarpinu var síðan breytt nokkuð, og þá fellst lávarða -deildin á það. Auk þess að hafa löggjafarstarf með höndum, er lávarðadeildin æðsti dómstóll Bretlands. Til hennar má áfrýja málum, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.