Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS dóml hennar verður ekki áfrýað. Það er sérstakur dómur löglærðra lávarða, sem tekur við slíkum málum, og fyrir þeim dómi fara fram vitnaleiðslur og málflutn- ingur sem við aðra dómstóla. Árið 1957 urðu merkileg tíma- mót í sögu lávarðadeildarinnar, því að þá gengu í gildi ný lög um að aðla mætti menn ævilangt, en aðalstitillinn ge?tgi ekki að erfð- um til afkomenda þeirra. Meðal þeirra, sem þá fengu „ævititil" voru nokkrar konur, og nú tóku konur í fyrsta skifti sæti í lávarða -deildinni. Það hafði verið nokkur tregða á því, að menn vildu taka við aðalsnafnbótum, er síðar gengi til sona þeirra. Eins voru margir ungir og framgjarnir menn síður en svo hrifnir af því, að verða allt í einu aðalsmenn, er feður þeirra fellu frá. Ungur maður, Quintin Hogg, hafði rutt sér braut á stjórnmála- sviðinu, átti sæti í neðri deild þingsins og var talinn einn af efnilegustu mönnum íhaldsflokks- ins. Faðir hans var aðalsmaður og hann dó 1950 og sonurinn erfði aðalstign hans. Hann varð þá að taka sæti í lávarðadeildinni og gerði það ekki með glöðu geði,- því að honum fannst fótum kippt undan framtíð sinni. Nú heitir hann Hailsham greifi og er for- ingi íhaldsmanna í lávarðadeild- inni. Annar maður, Anthony Wedge- wood Benn, sonur Stansgates lávarðar, hefir barizt harðri bar- áttu fyrir því að losna við lávarðs -titilinn, sem hann átti að erfa að föður sínum látnum. Hann á sæti í neðri deild sem fulltrúi verka- mannaflokksins og einn af skel- eggustu mönnum þess flokks á þingi. Hann sendi bænarskrá til þingsins um að það leysti sig 191 undan þeirri skyldu að taka við þeim arfi, sem honum var svo ógeðfeldur, og Winston Churchill mælti með því að þingið yrði við beiðni hans. En honum var vísað til lávarðadeildarinnar sem hins rétta vettvangs. Þar var málið ávo tekið fyrir og rætt, og síðan var beiðninni hafnað með 52 atkvæð- um gegn 24. En hann hefir ekki gefizt upp að heldur og reynir nú nýar leiðir til þess að losna við lávarðstitilinn. Síðan lögunum var breytt þann- ig að menn geta fengið „ævititil“ hafa ýmsir nafnkunnir menn tek- ið sæti í lávarðadeildinni, þar á meðal verkamannaforingjarnir Hugh Dalton og Herbert Morri- son. Þegar hinn síðarnefndi átti sæti í verkamannastjórninni, var hann talinn „svæsnasti óvinur lávarðadeildarinnar“. Nú á hann sæti þar og heitir nú Lord Morri- son of Lambeth. Sex konur hafa hlotið aðalstitil ævilangt og eiga nú sæti í lávarða -deildinni. Þess vegna hefir orðið að gera þá breytingu á húsakynn- um þar að útbúa handa þeim sér- stakt snyrtiherbergi. En þess hafði aldrei verið þörf fyr, og salarkynni lávarðadeildarinnar og skipan þeirra einna líkust klúbb. Vegna þeirra manna og kvenna, sem lávarðadeildinni hafa bæzt eftir nýu lögunum, hefir komið meira fjör í deildina og fundir eru betur sóttir en áður var. Er sagt að fundarsókn sé nú þriðj- ungi meiri en fyrir þremur árum. Þegar Macmillan forsætisráð- herra valdi Home lávarð fyrir ut- anríkisráðherra, varð hinn mesti úlfaþytur út af því í neðri deild- inni. Þingmenn þar sögðu að það væri óhæfa að utanríkisráðherr- ann sæti ekki á fundum neðri deildarinnar og svaraði þar til saka. Þessa voru þó dæmi áður, að utanríkisráfÖierra ætti sæti i lávarðadeildinni. Árið 1923 var Curzon lávarður utanríkisráð- herra, og jarlinn af Halifax var utanríkisráðherra í ráðuneyti Chamberlains rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina. Macmillan gat því bent á fordæmi, og hann kvaðst telja það mjög æskilegt, að utanríkisráðherrann ætti sæti í lávarðadeildinni, þar sem hann yrði ekki fyrir sífelldu aðkasti og aðfinnslum nöldursseggja. Það er allur annar bragur á fundum lávarðadeildarinnar, en fundum neðri deildarinnar. Það er meiri virðuleiki og rósemi yfir þeim. Og deildin nýtur virðingar manna á meðal. Má bezt sjá það á því, að í þingkosningunum 1957, var ekki minnzt á það af fram- bjóðendum stærstu flokkanna, að gera þyrfti breytingar á lávarða- deildinni, og er það í fyrsti skiftl sem slíkt skeður á þessari öld. Lampasól ÞÓTT útbláir geislar sé mönnum holl- ir, eru þeir þó viðsjálir og geta vald- ið tjóni. Ef menn láta þá leika lengi úm sig, valda þeir brunasárum. Á þessu hefir margur fengið að kenna, þegar hann hefir látið sólina skína of lengi á sig. Lampasólir þær, sem notaðar eru við lækningar, geta líka verið vara- samar. Það er hægt að fá brunasár af þeim, og einnig geta þær valdið skemmdum á augunum. Útbláu geislamir eru tvennskonar, stuttbylgjugeislar og langbylgjugeisl- ar. Það eru stuttbylgjugeislarnir sem brenna, en langbylgjugeislamir ekki. Nú er komin ný lampasól, sem er þannig út búin, að hún útilokar stutt- bylgjurnar. Er sagt að hún sé svo örugg, að jafnvel böm geti setið klukkustundum saman i ljósi hennar án þess að brennast.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.