Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 6
188 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS togari í MeðaUandi og fór eg é uppboðið til þess að kaupa kaðla í reipi og önnur þarfabönd. En að kvöldi þess dags fór að snjóa all- mikið svo að eg flýtti mér heim, því að allt sauðfé var úti. Gerði nú mikla stórhríð, sem stóð lát- laust í þrjú dægur og hafði þá kynngt niður geisimiklum snjó. Svo birti upp um stund, en því næst skall á ofsa norðanveður með svo miklu snjófoki, að ekki sá út úr augum, og stóð það einnig í þrjú dægur. Nú stóð svo á, að þrír bændur úr Álftaveri höfðu farið vestur í Mýrdal að róa. Það voru þeir Þorsteinn Bjarnason á Herjólfs- stöðum, Sverrir Bjarnason á Hraunbæ og Jón Sigurðsson á Skálmarbæ. Þegar hríðinni slotaði og upp birti, lögðu þeir á stað heimleiðis. En brátt skall á þá norðanstormurinn með grimmdar- frosti og glórulausum fökbyl. Voru þeir þá komnir austur á Mýrdals- sand og ráðguðust nú um hvað gera skyldi. Þorsteinn sagðist treysta sér til að rata, þótt dimmt væri, en Sverrir vildi halda und- an veðrinu að Hjörleifshöfða. — Skildi þá með þeim og ná&i Sverr- ir Hjörleifshöfða heilu og höldnu. En þeir Þorsteinn og Jón héldu áfram austur sandinn. Um hádegi daginn eftir komst Jón til bæa í Álftaveri. Sagði hann að þeir Þorsteinn hefðu ver- ið á réttri leið er þeir komu að Blautukvísl. Þar misstu þeir einn hestinn niður um ís, og meðan þeir voru að reyna að ná honum upp úr, hurfu hinir hestarnir út í bylinn. Þarna urðu þeir viðskila, líklega við það að leita að hest- unum. Jón hafði villst mikið, en komst þó til bæa nær dauða en lífi eftir sólarhring. Var hann þá mjög kalinn, einkum á fótum, «nda hafði hann gengið sundur Úr r'iki náttúrunnar Fiskur hrygnir í KYRRAHAFI er smáfiskur, sem menn kalla „grunion“, en gæti til dæmis heitið strandsíld á íslenzku, vegna háttalags síns. Þessi fiskur hrygnir sem sé ekki í sjó, heldur á þurru landi, og það gerir enginn annar fiskur. Á vorin, um það leyti er þorskurinn streymir á grunnmið íslands til þess að hrygna, kemur strandsíldin í stórtorfum upp að hinum sendnu ströndum Kali- forníu. Þar bíður hún eftir tungl- fyllingunni í marz og með stór- streyminu lætur hún bárurnar bera sig á land, og skola sér út aftur. Þetta gerist á næturflóð- inu, og fjórar nætur í röð bera mjúkar öldurnar hrannir af strandsíld á land. Þetta er engin tilviljun, eins og þegar þorsk rekur á land á suð- á þurru landi urströnd íslands. Síldin veit vel hvað hún er að gera. Hún stofnar lífi sínu í hættu til þess að tryggja vöxt og viðgang tegund- arinnar. Skammt undan landi taka hængir og hrygnur saman, eru hvert við annars hlið og renna sér svo þúsundum saman á land með háflæðisbárunni. Um leið og þau eru landföst, byrjar hrygnan í ákafa að grafa lausan skó og sokka á öðrum fæti og inn í bein. Brugðið var við þegar er rat- ljóst var að leita að Þorsteini. Fimdu leitarmenn hestana, en manninn ekki. Daginn eftir var svo leit hafin að nýu og var eg þá með. Þegar við komum að Blautu- kvísl sáum við harðspora eftir hesta í krapi á ísnum og fram af vestri bakkanum. Þar sáum við líka typpi af bandbeizli, náðum því og var það með fangamarki Þorsteins. Nú töldum við víst að hann hefði verið hjá hestunum til hinnstu stundar og byrjuðum því að grafa í margra metra djúp- an snjóskafl, sem þar var. Höfðum við ekki langt grafið, er við rák- umst á fætur Þorsteins og var hann látinn fyrir löngu. Það er af Jóni að segja, að hann var sárþjáður bæði á sál og lík- ama. Var ég þá sendur að sækja lækni, en það var Tómas Helga- son, er þá hafði aðsetur á Fossi í Mýrdal. Þá var ógreiðfært og tók ferðalagið sólarhring, og var sjúkl ingurinn látinn er við komum austur. Þótti mér maðurinn með sigðina vera all mikilvirkur um þessar mimdir, því að þá voru tveir nýt- ustu bændur þessarar litlu sveit- ar bornir til grafar á einum degi Á. Ó. skráði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.