Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 198 Úr lífi alfyýðunnar Þrjár mæðgur verða úti væntingu, og hinir sáu það og bölvuðu honum í hljóði fyrir ágirndina. Patsy Conroy lét ekk- ert til sín heyra, en þögn hans var hávær og viðbjóðsleg í eyrum hinna, enda þótt þeir vissu ekki um ráðabrugg hans. Sólin skein heitt. Og saltmeng- uð golan gerði menn þyrsta. Og þeir vissu að hægt var að fá góð- an og kaldan bjór hjá Kelly. Og þarna var skildingurinn. Enginn þeirra skeytti neitt um að það var annar sem átti hann. Hver þeirra var innilega gramur út af bölv- aðri ágirndinni í hinum tveimur. Það lá við að þeir vildu hver annan feigan. Þannig liðu þrjár mínútur. Eigandi bátsins og félagi hans voru horfnir. Þeir Brian Manion og Mick Feeney slefuðu og skulfu af úrræðaleysi. Þá laut Patsy Conroy niður og tók upp svolitla steinvölu á bryggjunni. Hann lét hana detta niður á þilfar bátsins. Hinir kippt- ust við og slógu ósjálfrátt á eftir steinvölunni með prikum sínum. En svo göptu þeir af undrun, því að Patsy Conroy kallaði: „Halló, þú þarna niðri!“ Sá með hvítu húfuna kom út á þilfar. „Hvað er þér á höndum?“ kallaði hann á móti. „Fyrirgefðu ómakið, vinur“, sagði Patsy Conroy, „en viltu ekki vera svo góður að rétta mér skild- inginn þama. Eg missti hann úr lófa mínum“. Maðurinn kinkaði kolli, tók skildinginn og kallaði: „Gríptu". Svo kastaði hann skildingnum til Patsy og hann greip hann á lofti. Þetta kom hinum tveimur svo mjög á óvart, að þeir stóðu sem steini lostnir. Þeir sáu að Patsy hrækti á peninginn og stakk hon- um í vasa sinn. Svo skálmaði hann upp bryggjuna hnakkakert- ur» með trefilinn margvafinn um ÁRIÐ 1851 bjó á Lónseyri í Snæfjalla- hreppi Þórður ólafsson með konu sinni Margréti Bárðardóttur. 1 mai um vorið var Þórður að vinnu inni á Armúla (sem er næsti bær við Lónseyri, en yzti bær í Naut- eyrarhreppi) við smíðar, því Þórður smíðaði bæði hús og skip. Heima á Lónseyri stjórnaði Mar- grét búi. Henni til aðstoðar voru dæt- ur hennar þrjár, Þuríður, Guðrún og Edelríður, einnig unglingspiltur, Ólaf- ur Ólafsson, bróðursonur Þórðar og fóstursonur þeirra hjóna. Að morgni 4. maí skipulagði Mar- grét vinnu þannig, að ólafur og Þur- íður áttu að leita að tveimur ám sem vantað höfðu kvöldið áður, en þær mæðgur, Margrét, Guðrún og Edel- ríður, áttu að fara að vitja um hrogn- kelsanet, sem lágu úti á milli Bæa og Lónseyrar (en Bæir eru næsti bær fyrir utan Lónseyri) eða nánar tiltek- ið milli Skarfsteins og Hafnarkleifar, en í Hafnarkleif er góð lending og uppsátur fyrir árabát. Fylgdust þau nú öll fimm niður að sjónum og hjálpuðust að að setja ofan bátinn. En er það var búið breyttist þetta svo, að Edelríður var látin fara með Ólafi að leita ánna og hugsa um fé, sem heima var, en Þuríður fer með móður sinni og Guðrúnu að vitja netjanna. Seinna um daginn sást til bátsins hálsinn líkt og einkennisbúning. Og Patsy bar sig svo virðulega og valdsmannslega eins og hann væri lögregluþjónn. Þeir hinir litu hvor á annan og andlit þeirra voru afskræmd af reiði. Og svo skóku þeir stafi sína hvor framan í annan og æptu báðir samtímis: „Hvers vegna slepptirðu honum. asninn þinn?“ að hann var kominn inn fyrir Leitis- hvarf, en þá var farið mikið að hvessa og komin krapahríð. Herti hann þá veðrið og snjókomu svo ofsa- lega að báturinn hvarf og sást ekki aftur. Var nú beðið með óþreyu á Lónseyri, en þar voru gamalmenni og Ólafur og Edelríður, sem höfðu fund- ið æmar og voru búin að koma öll- um skepnum í hús áður en versta veðrið kom. Nú víkur sögunni að Armúla. Þegar leið á daginn og veðrið versnaði, varð Þórður eirðarlaus og sagði að það væri eitthvað að á Lónseyri, það brygðist ekki. Héldu honum engin bönd og lagði hann af stað gangandi út yfir Kaldalón, en það er röskur klukkutima gangur í góðu veðri um fjöru. Kom hann að Lónseyri seint um kvöld, þreyttur og hrakinn og frétti þá hvemig komið var. Var sagt að hann hefði lítið sofið þá nótt, en svo mikil voru aftökin í veðrinu, að ekki var viðlit að fara neitt. En er birti um morguninn fóru þeir Þórður og Ólafur að leita. Gekk þá Ólafur rakleitt að þeim mæðgum, þar sem þær voru allar helfreðnar. Mar- grét og Þuríður undir barði úti á Leiti, þar sem þær höfðu sýnilega setzt niður til að hvíla sig og ekki getað staðið upp aftur; en Guðrún hafði staðið upp og gengið upp á barðið en dottið áfram og þar fannst hún liggjandi á grúfu með höfuðið í veðrið. Þeir náðu í sleða og drógu þær heim og þýddu þær til að rétta úr þeim, en Þórður smíðaði sjálfur utan um þær kist- umar og kistulagði. Þegar birti hríðina fóru þeir að leita að bátnum. Fannst hann úti í Hafnarkleif, settur upp á skafl og hvolft yfir áttatíu stykki af grá- sleppu. Höfðu þær snúið við þegar þær drógu ekki lengra, farið undan veðrinu, sem leggur út úr Lóninu og út með hlíðinni, sett bátinn og hvolft honum og gengið örugglega frá hon-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.