Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 9
189 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hér w verið að steypa í hvelfingu og veggi ganeanna. og reiknuðu svo þríhyrninginn sem þannig kom fram. Eins var farið að handan við fjallið. Síðan báru þeir mælingar sínar saman, reiknuðu og hófu svo að grafa beggja megin fjallsins. Með því að styðjast við þessar mælingar og áttavita, er verkinu haldið áfram, og það er engin hætta á að þeir hittist ekki undir fjalhnu. Þó er dæmið nokkuð flóknara en þetta, því að gera verður ráð fyr- ir halla í göngunum, svo að leka- vatn geti runnið út úr þeim. Þessi halli er 24 millimetrar á hvern lengdarmetra Frakklandsmegin, en aðeins 2,3 millimetrar á hvern lengdarmetra Ítalíumegin. — ★ — Þrátt fyrir alla útreikninga og allar hugsanlegar varúðarráðstaf- anir, er vinnan við jarðgöngin mjög hættuleg. Enginn getur full- yrt neitt um það fyrirfram hvern- ig bergtegundirnar muni reynast, alltaf má eiga von á því að rek- ast á geigvænlegar sprungur eða er verkamennirnir mætast í iðrum hæsta fjallsins í Evrópu. Þá munu fagnaðaróp gjalla í göngunum og verkamennirnir fallast í faðma að suðrænum sið. En í 2500 metra hæð yfir þeim lyftir fjallið snæ- krónu sinni upp í heiðbláan him- in. Þá hafa vinnuvísindi mann- anna látið gamlan draum rætast. En í augum þeirra, sem ekki eru tæknifróðir, er það næsta óskilj- anlegt, að hægt skuli vera að grafa sig inn í mesta fjall álfunn- ar, bæði að sunnan og norðan, og hittast undir því miðju, svo að ekki skeiki. „Þetta er ósköp auð- velt, það byggist allt á þríhyrn- ingamælingum“, segja verkfræð- ingarnir. Þeir tóku sér upphaf- lega stöðu þar sem göngin áttu að byrja, miðuðu tvo fjallstinda Loftdæhui sem ser verkamoimiun fyrir fersku og svölu lofti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.