Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 199 Kona og örn ýmsar upplýsingar, svo að ýmsir eru farnir að vona að hægt sé að hefja baráttu gegn hvirfilvindun- um. Eru ýmis ráð til þess nefnd, svo sem að dreifa efnum yfir ský- in, sem mynda topp skýstrokks- ins. Þá er og talað um að kynda stór olíubál á leið hans og eyða honum með því. Enn er og talað um að varpa sprengjum á ský- strokk, sem er að myndast, og er talið líklegt að takast megi að sundra honum á þann hátt. HJARTABILUN Það er ótrúlegt en satt, að menn geta orðið fyrir hjartabil- un, án þess að taka eftir því, og án þess að nokkur eftirköst fylgi fyrst í stað. Segja læknar að þannig sé þetta með 10—15% manna, sem verða fyrir hjarta- bilun. Það sjáist fyrst þegar þeir sé rannsakaðir með hjartamæli (electrocardiograph). Þá sjáist skemmdir á hjarta, og þeim mönn -um sé hættara við að fá hjarta- slag seinna. Þess vegna er það talið ráðlegt fyrir miðaldra menn, að ganga undir hjartaskoð- un, enda þótt þeir kenni sér ein- kis meins. Komi þá í ljós, að þeir hafi orðið fyrir hjarta-áfalli, sé alltaf von um að hægt sé að hjálpa þeim. Það þykir einkennilegt í Banda- ríkjunum, þar sem svo mikið er um hjartaveilur, að meðal Indí- ána þekkist ekki slíkur krankleiki. Segja læknar að það muni mat- aræði þeirra að þakka. Þeir eta aðeins tvímælt og enda þótt þeim þyki feitmeti gott, eru tiltölulega fáar hitaeiningar í fæði þeirra. Læknar halda, að ef þeir tæki upp mataræði hvítra manna, mundi skjótt verða sú breyting á, að Indíánar yrði ekki síður hjarta- veiklaðir en aðrir. S ö G U þessa sagði mér gömul kona fyrir löngu, en ekki gat hún þess hvenær sagan hefði gerzt. Fátæk ekkja bjó á Dunkár- bakka í Hörðudal í Dalasýslu. Stendur sá bær skammt frá Bakkaá. Ekkjan átti mörg böm og var nú afar þröngt í búi hjá henni, því að vetur hafði verið harður og langur, og helzt kulda- tíðin langt fram á vor. En þó kom vorið um síðir með hlýindum og leysingum. Þegar svo viðrar, er sem vígamóður komi í Bakkaá. Hún ryður af sér ísnum frá fjalli til fjarðar og verða þá svo miklar sviftingar að bakkar hennar nötra. En þetta stendur ekki nema skamma hríð, því að áin er fljót að svifta af sér vetrardrómanum. Og um leið opnast sjóbirtingnum leið upp í hylji og strengi árinnar, og lætur hann þá ekki lengi á sér standa. Þegar áin hafði rutt sig þetta vor og rann með eðlilegum hætti, gekk ekkjan á Dunkárbakka upp með henni. Hún var þá alveg bjargarlaus fyrir sig og börnin, en ól þó veika von í brjósti að sér mundi ef til vill takast að ná í silung í ánni, en ekki er þess get- ið að hún ætti nein veiðarfæri. Hún gengur nú fram fyrir Hrískinn og þangað sem heitir Arnarhóll við ána. Sér hún þá einkennilega sjón. Þar er örn á árbakkanum og hefir krækt ann- arri klónni í risavaxinn sjóbirt- ing, (ef til vill hefir það verið lax) en með hinni klónni heldur hann sér dauðahaldi í hríslu á árbakkanum. örninn hafði ekki þrek til þess að draga sjóbirting- inn á land og ekki gat hann held- ur sleppt honum, því að klæmar voru fastar í baki sjóbirtingsins, en hann streyttist við að komast frá landi. Var hann svo sterkur að við lá að örninn færi úr augnakollunum. Og þarna var örninn alveg ósjálfbjarga í þess- ari viðureign og við búið að hann missti takið á hríslunni þá og þeg- ar og steyptist í ána og drukkn- aði. Ekkjan beið nú ekki boðanna. Hún rauk niður á árbakkann, náði sjóbirtingnum og bjargaði þannig lífi arnarins. Jafnframt bjargaði hún þá lífi sínu og barn- anna, því að sjóbirtingurinn varð blessuð björg í bú. Þegar gamla konan hafði sagt mér söguna, bætti hún þessu við: „Það er lánsmerki að bjarga emi úr lífsháska. Og þetta sann- aðist á ekkjunni á Dunkárbakka. Aldrei framar kom sultur í bú hennar eftir þetta. Hún ól upp öll böm sín og urðu þau gæfu- menn“. Kristján Helgason frá Dunkárbakka. Daufasta sfjarnan NÝLEGA hefir fundizt stjarna, sem ber svo litla birtu, að sólin er 2 miljón sinnum bjartari en hún. Stjarna þessi er í Fiskamerki og í 30 ljósára fjarlægð frá jörð. Hún er rauðleit mjög, en ekki geta stjörnufræðingar enn gizkað á hve stór hún muni vera. $tjörn- una fann dr. W. J. Luyten við háskólann í Minnesota. Hún kem- ur fram á innrauðum ljósmynda- plötum, en sést ekki á útbláum lj ósmyndaplötum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.