Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 8
188 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Jarðgöngin undir Mont Blanc B O R GIN Chamonix í frönsku Ölpunum mætti vel nefnast Skíða- staðir á íslenzku, því að þar um- hverfis er eitthvert nafnkunnasta skíðaland í Norðurálfu. Þangað streyma þúsundir manna á hverj- um vetri til að æfa skíðahlaup og njóta fjallaloftsins. Á kvöldin er oft glatt á hjalla í borginni. Þá eru allir veitinga- staðir troðfullir af skíðafólki. Þar glymur hljóðfærasláttur, svo að undir tekur í borginni og fjöllun- um. Þar er glaumur og gleði. Fólkið dansar, eða hver segir öðr- um frá því, sem komið hefir fyr- ir um daginn. En þegar allir eru gengnir til náða, hljóðfæragargið hætt og glaumurinn þagnaður, þá kveða við aðrir tónar og rjúfa kyrð fjall- anna. Það eru þungir dynkir af sprengingum, dynurinn af starfi þeirra manna, sem vinna nótt og dag að því að gera jarðgöng undir fjallið Mont Blanc, sem heita mætti Hvítserkur á íslenzku, og er hæsta fjall í álfunni, 15.781 fet. Göng þessi byrja um 5 km. frá Chamonix, og verða lengstu jarð- göng í heimi, þegar þau eru full- ger, eða um 11 km. á lengd. Þetta er heldur enginn ranghali, því að þau eru um 25 fet á vídd og 29 fet á hæð. Er gert ráð fyrir því að þau verði fullger í marz næsta ár. Og þá er kominn þar beinn vegur í gegnum fjöllin milli Frakklands og Ítalíu. Endastöðv- amar við göngin eru Chamonix Frakklandsmegin og Entreves Ítalíumegin. Þegar þau eru komin styttist ferðalag milli Parísar og Rómaborgar um fimmtung, en vegarlengdin milli Parísar og Milano styttist úr 1300 km. í 860 km. Gert er ráð fyrir því að göngin muni kosta um 12 miljónir Ster- lingspunda og skifta Frakkland og Ítalía kostnaðinum milli sín að jöfnu. Bæði ríkin láta og vinna að greftri gangnanna. Frakkar vinna að norðan, en ítalir að sunnan. Ætla þeir svo að mætast undir miðju fjalli, og svo eru vinnubrögðin nákvæm, að fortek- ið er að meira geti skakkað á göngunum en svo sem 2 þuml- imgurn, þar sem þau mætast. Og þá verður mikil gleði á ferðum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.