Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 4
184 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þá fljótt hvar maðurinn barst með straumi, og þó í kafi. Eg hentist út í ána, náði í hann og dró hann á land. Varð mér það þá fyrst fyrir að hneppa frá honum skyrt- imni og hagræða honum svo, að vatn gæti runnið upp úr honum. í því komu þeir Magnús og Andrés og tóku við stjórninnL Ámf var fluttur heim að Fagra- dal og þar gerðar á honum lífg- unartilraunir til kvölds, en það kom fyrir ekki. Hann var látinn. Menn setti hljóða við þetta svip lega slys, og skildu ekki hvernig það hafði atvikast. Hér fór góður drengur, ungur og hraustur. Hann var enginn glanni og ekki var áfengisnautn um að kenna. Eng- inn vöxtur var í ánni og hann hafði farið yfir hana áður um morguninn. Sjálfsagt hefir hann fengið aðsvif og fallið í ána. Einvígi við sel Nú var það einn dag um vorið, er við vorum að smala fé til rún- ings, að eg missteig mig illa og snerist um öklann. Magnús hús- bóndi minn var laginn, hann rétti fótinn í liðnum og batt svo um með vasaklúti og skýluklútum kvenna. En fóturinn bólgnaði mikið og gat eg ekkert reynt á hann. Þetta kom sér nú illa, því að um þessar mundir kom skip með vörur til Víkur, og þá vorum við vanir að fara þangað og vinna að uppskipun. Þetta gat orðið 60 stunda vinna og fyrir hverja stund voru greiddir 25 aurar og þótti mikið. Mér var því ekki rótt í skapi, er piltar af öllum bæunum fóru til Víkur, og eg var einn eftir. Næsta dag var sólskin og mikill hiti. Eftir hádegi datt mér í hug að eg gæti helzt orðið að gagni með því að sækja ofurlitla spýtna- hrúgu, sem var úti á reka. Átta ára gamall drengur var á bæn- um, Guðjón að nafni. Eg lét hann nú sækja hesta, og svo lögðum við báðir á stað ríðandi með lausan reiðingshest. Þegar við nálguðumst spýtna- hrúguna ,sá eg hvar stór selur lá í sandinum þar skammt fyrir vestan. Þá kom nú heldur en ekki vígahugur í mig, en hvernig átti eg að bera af þessari stóru skepnu, hafandi ekki annað vopn en lít- inn skeiðahníf við belti? Við hörf- uðum til baka þar til sandalda skyggði á selinn, svo að hann gat ekki séð okkur. Þar fann eg lítið morkefli, hálfgrafið í sand. Eg telgdi annan endann á því svo að eg gæti haldið þar um, og svo skreið eg í áttina til selsins. Vegna áhugans á veiðinni fann eg ekk- ert til í fætinum, og þannig komst eg mjög nærri selnum. Stökk eg þá á fætur til þess að komast milli hans og sjávar. En hann sá til mín og brölti á stað. Stóðst það á endum að við hitt- umst í flæðarmáli, og eg fyrir framan hann. Þá reis hann upp á afturhreyfana, glennti upp ginið svo að skein á tennurnar, og hvæsti ofboðslega. Mér fannst hann álíka hár og eg þar sem hann stóð upp á endann, og nú greiddi eg honum vel úti látið högg á vangann. Hann fell við og lét eg þá skammt stórra höggva á milli, þar til eg gat komið hnífn- um við. Hafði leikurinn nú borizt út í sjó og var eg hræddur um að missa af veiðinni. Eg kallaði því í Guðjón og bað hann að koma í skyndi með hest og reipi, svo að við gætum dregið þetta slæki á land. Þetta tókst ágætlega, en ekki hafði ég orku til þess að koma selnum heim, og spýturnar skild- um við líka eftir. — Húsbóndi minn sagði mér seinna, að skinn- ið af selnum hefði verið sér meira virði en kaupið sem eg hefði get- að fengið 1 uppskipunarvinnunni. Fyrir nokkru hittumst við Guð- jón og barst þá þessi atburður í tal. Sagði Guðjón mér, að hann hefði verið dauðhræddur um líf mitt, þegar selurinn reis upp, því að homun sýndist hann gnæfa yf- ir mig með opinn kjaftinn. Sigurður ráðsmaður verður úti í Fagradal hafði eg venjulegt vinnumannskaup, en það var 60 kr. á ári. Nú þótti mér þetta of lítið, en húsbóndinn kvaðst ekki treysta sér til að greiða meira. Þá afréð eg að fara til Austfjarða, mörgum hafði gefist vel að stunda þar sjóróðra á sumrin. Fór eg svo til Víkur og beið eftir strand- ferðaskipinu Hólum. En þegar það kom, var svo illt í sjó, að enginn komst um borð, og skipið hélt áfram sína leið. Og nú var eg innlyksa í Vík, því um aðra skips- ferð var ekki að ræða. Þorstein Jónsson hreppptjóra í Norður-Vík vantaði vinnumann og hann bauð mér 90 kr. kaup ef eg vildi fara til sín. Þetta þáði eg með þökkum. Þá var mikill búskapur í Norður Vík og mannmargt heimili, um 20 manns. Við vorum fjórir vinnu mennirnir og Sigurður Þorsteins- son ráðsmaður sá fimmti. Þarna var gott að vera, húsbændur ljúf- menni, blómlegur búskapur, fólkið glaðvært og samkomulag ágætt. Þá leigði Gunnar Ólafsson kaup- maður í Norður Vík. Hófst þá með okkur sú vinátta, er aldrei hefir borið skugga á, og hefir hann reynzt mér hinn traustasti maður í lífinu. Um haustið kom það í minn hlut að hirða um sauði á Arnar- stakksheiði og ær, sem hafðar voru í Baðstofuhelli. Nú var það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.