Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Side 1
20. tbl. Sunnudagur 4. júní 1961 bóh XXXVI, árg. Gr sögu Reykjavíkur Fiskimannasjóður Kjalarnessþings Seinni hluti Fyrstu árin Ekki væri alls kostar rétt að segja að sjóðurinn hafi nú starf- að í 120 ár. Réttara væri að taka þannig til orða, að hann hefði komizt á fót fyrir 120 árum, því að starflaus var hann lengi fyrst um sinn. Ekki er mér kunnugt hver eða hverjir hafa átt sök á því. Samkvæmt skipulagsskránni var ákveðið hverjir skyldi hafa stjórn sjóðsins á hendi, og þeir voru ekki valdir af verri endanum. Mun Bardenflet’h stiftamtmaður hafa tilnefnt þá menn, er hann treysti bezt til þess að láta hendur standa fram úr ermum og efla sjóðinn á sem skemmstum tíma. En þetta hefir reynzt falsvón, því að um 14 ára skeið gerir sjóðstjórnin bókstaflega ekkert. Eflaust hefir þannig farið vegna þess, að Bardenfleths naut eigi lengur við. í öndverðum desember- mánuði 1839 andaðist Friðrik konungur VI. og tók síðan við ríki Kristjáns konungur VIII. Hann sendi hingað léttisnekkju snemma í júní 1840, skipaða sjó- lið'sforingjaefnum, og komu þeir með þau skilaboð til Bardenfleths, að hann skyldi koma hið bráð- asta til Danmerkur og taka að sér hirðstjórn hjá Friðrik ríkis- erfingja, sem konungur hafði gert að landstjóra á Fjóni. Þetta var hinn sami Friðrik prins, er send- ur var hingað í hálfgerða útlegð 1834, vegna þess að enginn tjónk- aði við hann. Varð Bardenfleth að hlýða þessu konungsboði, enda þótt honum væri sárnauðugt að fara frá íslandi, og hann kviði mjög vanda þeim, er fylgdi hinni nýu vegsemd. Bardenfleth var því farinn af landi burt áður en hin staðfesta skipulagsskrá Fiski- mannasjóðsins barst hingað. Vorið eftir kom Þorkell Hoppe og tók við stiftamtmannsembætt- inu. En það var ekki fyrr en und- ir árslok 1843 að hann áttaði sig á því, að stjórn sjóðsins hafði ekki verið formlega skipuð. Skrifar hann þá 14. des. hinum sjálfskipuðu stjórnendum sjóðsins, en þá voru það þeir Árni Helga- son stiftprófastur, Stefán Gunn- laugsson bæarfógeti, Helgi Thord- arson dómkirkjuprestur og Þórð- ur Guðmundsson, settur sýslumað- ur í Gullbringu og Kjósarsýslu. Segir Hoppe í bréfi sínu, að hann hafi ekki séð ástæðu til þess fyr að ómaka stjórnarmenn, því að sér hafi skilizt, að sjóðurinn ætti að aukast sjálfkrafa af vöxtun- um, og ekki ætti að leita sam- skota nema því aðeins að alvar- legt sjóslys yrði. En nú hafi ein- mitt orðið sjóslys og þá sé tæki- færi til þess að biðja hjartagóða menn um framlög. Biður hann bæarfógeta að sjá um að bæar- fulltrúar kjósi nefndarmann úr sínum hópi, en segist amtsins vegna hafa skipað Þórð Svein- björnsson dómstjóra í nefndina. Og svo biður hann nefndina að koma saman sem allra fyrst. Þrátt fyrir þetta verður þess hvergi vart að sjóðstjórnin hafi haldið fund, og ekkert lífsmark sést með henni næstu 11 árin, og ekki fyr en 1854. Á þessum árum hafa eflaust margir átt sæti í stjórninni, en nú var hún þann- ig mönnum skipuð: Árni Helga- son stiftprófastur, A. Bauxnann t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.