Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 315 Sólarstöðin líkist tölustafnum 7 til- sýndar. tunglið væri annar hnöttur, sem menn langaði til að skoða sem allra bezt. Sama máli væri að gegna um sólina. Og þess vegna væri nú farið fram á að fá að reisa stöð á Kitt Peak, svo hægt væri að skoða þessa hnetti. Indíánar voru mjög undrandi út af því sem þeir sáu í stjörnu- sjánni, og þótti þessi saga merki- leg. Þeir fóru heim og boðuðu til nýrrar ráðstefnu þjóðflokksins. Þar skýrðu þeir frá því að sér hefði snúist hugur, og nú væri þeir samþykkir því, að „mennirn- ir með löngu augun“, eins og þeir komust að orði, skyldi fá að reisa stöðina á Kitt Peak. Þetta var svo samþykkt, þó með því skilyrði, að ekki mætti raska neitt nokkrum hellum, sem eru í fjallinu, því að þeir væri heilagir. Á þetta skil- yrði var þegar fallist. — ★ — Þegar sólarstöðin er komin upp, verður hún ólík öllum öðrum stjörnurannsóknastöðvum. — Þar verður ekki hvolfþak. Undir há- um klettavegg verður reistur turn, sem verður ámóta hár og 10 hæða hús. Efst á honum verður tveggja tonna spegill, 80 þumlung- ar í þvermál, og er kallaður „heli- ostat“. Hann snýst sjálfkrafa og fylgir sólinni allan daginn. Sólar- ljósinu, sem fellur á hann, verður endurkastað á 60 þumlunga hol- spegil, sem er 1 kjallara undir turninum og eru 480 fet þar á milli. Frá þessum holspegli verð- ur ljósinu enn endurvarpað á 48 þumlunga spegil, og síðan frá hon- um á hvítt málmborð þar sem sólmyndin kemur fram miklu feg- urri og skírri en nokkurn tíma hefir áður þekkst. Þar verður svo þessi sólarmynd rannsökuð. Tvö ár var unnið að því að finna upp og smíða frummynd að þessari sólarsjá, og er hún hin mesta hugvitssmíð. Hér kom margt til greina. Hvernig átti t. d. að koma í veg fyrir það, að hita- bylgjur aflöguðu sólarmyndina? Það var að mestu leyti gert með því að hafa fyrsta spegilinn hátt uppi, en þann seinasta djúpt í jörð. Og til þess að verja sjálfan turntopp- inn fyrir hitastraumum, verður þar komið fyrir útbúnaði með kælivatni. Þá var og eitt vanda- málið hvernig turninn gæti orðið svo traustur að hann haggaðist ekki, því að hver lítil sveigja á honum hlaut að afskræma sólar- myndina. Fram úr þessu var ráðið á þann hátt, að steypa annan turn, sem liggur skáhallt frá brún aðalturnsins inn í klettavegginn og er grópaður 30 fet inn í hann. Við þetta verður turninn svo ó- hagganlegur, að enda þótt ofsa- stormur skelli á honum, á hann ekki að geta látið undan um meira en sem svarar þúsundasta hluta úr þumlungi. En fyrir þetta byggingarlag verður stöðin mjög einkennileg tilsýndar, einna líkust tölustafnum 7. — ★ — Þegar þessi stöð er fullger, er næsta skrefið að koma upp stjörnusjá úti í geimnum. Er gert ráð fyrir að henni verði skotið upp í 35.000 km. hæð, þar sem gufuhvel jarðar geti ekki haft nein áhrif á hana. Þarna getur hún verið að allan sólarhringinn, ótrufluð af gufum og mistri, og sent upplýsingar sínar til jarðar. Það er svo sem ekki að vita hvenær slík stöð kemur. En þegar hún er komin og vísindamennirnir eru famir að færa sér í nyt upp- lýsingar hennar, þá á það ekki illa við að kalla þá „mennina með löngu augun“, eins og Papago Indíánar komust að orði — og þó í afleiddri merkingu. Loftsteinar ÞÓTT stjörnuhröp sé mjög tíð, er það sjaldgæft að loftstein- ar lendi á jörðinni. Þeir eru yfir- leitt svo smáir, að þeir brenna upp til agna áður en þeir koma í námunda við jörð. Þó komast fleiri og færri st^inar í gegnum gufuhvelið á hverju ári, en venju- lega sundrast þeir í smáagnir um leið og þeir snerta jörð. Nú er vísindamönnum mjög í mun að ná í þessar smáagnir, því að þær geta gefið ýmsar upplýs- ingar, sem geta orðið að gagni fyrir geimferðir. ' í Bandaríkjunum komast vís- indamenn yfir brot úr einum loft steini að meðaltali á ári, en þar í landi er talið að fimm loftsteinar falli til jarðar að meðaltali á ári. Þess vegna hefir nú verið hafist handa um að ná í sem mest af þessum steinflísum, sem komnar eru utan úr geimnum, og mun verða greitt hátt verð fyrir þær. Það er Smithsonian Institution, sem tekið hefir að sér umsjá þess- arar söfnunar, og mun sjá um að leitað verði vandlega hvar sem loftsteinn kemur niður,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.