Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 317 „Hvað getur þetta verið?“ sagði Margarete. David brosti íbygginn, en sagði ekki neitt. Skömmu seinna blasti við okkur furðuleg sjón. Við sáum helli mikinn í kalksteinsklettimum, líkastan járn brautargöngum, og fram úr hon- um fossaði og beljaði elfur mikil og var gnýrinn af þessu svo hár, að ekki hyrðist mannsins mál. „Þetta eru upptök Alimbit-ár- innar“, öskraði David í eyrað á mér. Þetta var sannarlega stórfeng- leg sjón, en áfram urðum við að halda og leiðin lá fyrir ofan fossinn yfir gjár og sprungur. Niðri í þeim heyrðum við nið vatna og vissum að áin brauzt þar fram neðanjarðar. Svo lá stíg- urinn yfir hvern kalksteinshálsinn af öðrum. Stundum fórum við fram hjá stöðum, sem David kall- aði þorp, en það voru tveir eða Villimennirnir eru alia vega málaðir og þeir klína leir í hárið. Einn af foringj- um Iangmili. Hann var held- ur ófrýnilegur með skrautið, sem hann heldur milli tannanna. il og sjálfur höfðinginn, Iang- mili, var kominn þangað til fund- ar við okkur. Hann var rúmlega 6 fet á hæð og bar í hendi 9 feta langt spjót. Og nú hófst ein af þessum al- þjóðlegu ráðstefnum. Þátttakend- ur voru þessir: David Moorhouse liðsforingi, sem var fulltrúi Ástra- líu, eg sjálfur, sem var fulltrúi bandaríska náttúrugripasafnsins, The Explorer Club og The Nation- al Geographic Society — og hinna síforvitnu vísinda. Þriðji maður- inn var fulltrúi villimanna. Eg sat á kassa og hlustaði á hrogna- málið, sem þeir David töluðu. Og svo kom inn á milli óskiljanlegt mál, þegar Iangmili talaði við ráðgjafa sinn. Fyrst í stað virtist svo sem Iangmili mundi fús á að fallast á beiðni okkar, að fylgja okkur í gegn um skóginn. En þá tók ráðgjafi hans af skarið. Það var ekki við það komandi að þeir fylgdu okkur til fjallanna. Og svo laumuðust þeir burtu og hurfu í skóginn. „Þá er útséð um það“, sagði David. Og Margarete gat ekki dulið vonbrigði sín. En það var þýðingarlaust að halda kyrru fyrir hér í Hualil, og hitt var uppgjöf, að snúa aftur til Kandrian. Við höfðum ásett okkur að komast til fjallanna, og það var ekki um annað að gera en halda áfram. „Það getur skeð að • við getum fengið burðarkarla á leiðinni“, sagði David. Og svo var ákveðið að halda áfram. Fyrst lá leiðin í áttina að Al- imbit-ánni. Við fengum dynjandi rigningu fyrsta daginn. Við fór- um eftir skógarstíg og áður en langt um leið heyrðum við drun- ur miklar í skóginum. Þær urðu æ háværari.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.