Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 321 Sjóferðabæn úr Grindavik í nafni guðs föðurs, sonar og heilags anda! Almáttugi guð og miskunn- sami faðir ,eg þakka þér fyrir þá miklu náð og miskunnsemi, l að þú hefir gefið mér líf og 1 heilsu, og þar með gert mig hæfan til að leita mér atvinnu og neyta míns brauðs í sveita míns andlits. Ó, drottinn minn og guð minn, þegar eg nú ræ til fiskveiða og finn vanmátt minn og veikleik ferjunnar gegn huldum öflum lofts og lagar, þá lyfti eg til þín augum trúar og vonar og bið þig að leiða oss farsællega á djúpið, blessa þú oss að vor- um veiðum og vernda þú oss, svo að vér heim til vor náum farsællega, með þá björg sem þér hefir þóknazt að gefa oss. Blessa þú ástvinr vora, en leyf oss aftur samfundum að fagna, svo að vér fyrir heilags anda náð samhuga flytjum þér lof og þakkargjörð. Ó, drottinn, gef oss öllum góðar stundir, skipi og mönnum, í Jesú nafni. Amen. ★ Hér á ef tir var svo lesið Faðirvor. Þessa bæn lærðum við drengirnir heima þegar í æsku, og eg las hana ætíð í hverjum róðri sem e£ fór til veiða. En bæna- og helgistundin lagðist niður þegar „trillurnar" komu. þetta, tekur hann á rás heim, vekur heimamenn sína og segir þeim fyrir verkum. Munu honum þá hafa farizt orð eitthvað á þessa leið: „Góðan dag, piltar mínir, og týgið ykkur nú til þess að beita þrjú bjóð. Þið náið í beituna og byrjið að skera hana (beitan var þá þorskhrogn og eitthvað lítið af síld með) meðan eg fer að kalla hina piltana. Við þurfum að vera búnir að beita með birtu, svo að við getum lagt lóðina sem næst okkar netjum, það er alltaf bezt“. Með það hljóp hann til að kalla hina mennina, sem voru í 3—4 stöðum. Hann gekk að gluggun- um, þar sem hann vissi að þeir voru, barði léttilega á rúðu, og kom þá stundum hið rétta andlit út í gluggann. Þegar hann hafði kallað alla, flýtti hann sér niður í beitingaskúrinn. Á þessum þremur stokkum eða bjóðum voru 17—18 hundruð önglar alls, svo það tók ekki mjög langan tíma að beita. Samt var nú hert á mönnum, þegar svona stóð á að kapp var lagt á að kom- ast á vissan stað með lóðina. Þótt útlit væri gott að morgni, var ekki víst að dagurinn yrði til enda tryggur. Þá þekktist ekki útvarp né veðurfregnir, en til voru í Grindavík allgóðir veður- spámenn á þeim árum. Það var eins og sú gáfa væri þeim með- fædd, en þeir höfðu þroskað hana með athygli og langri lífsreynslu. Aftur voru aðrir mjög glöggir á sjávarlagið og þeirrar þekkingar höfðu þeir aflað sér með langri og nákvæmri athugun á háttalagi sjávarins. Það var mikils metið 1 brimveiðistöðvum að vera glöggur á veðurútlit og sjávarlag, og kappkostuðu ungir menn að nema þennan fróðleik af hinum eldri. -★- Þegar lóðin hefir verið beitt, fara piltarnir að skinnklæðast. Nú verða allir að fara úr skónum, því að ekki er hægt að fara með „danska“ skó í íslenzka sjóbrók. En í staðinn fyrir skó, hafa menn tátiljur. Það voru nokkurskonar prjónaskór úr hrosshári, eða togi og ull, lagið líkt og á gömlu leð- urskónum. Þetta eru beztu skór í skinnbrækur, hlýir og mjúkir við fótinn. Nú er piltar höfðu skinnklæðst, fóru þeir með bjóðin ofan að sjó. Venjulega báru tveir menn hvert bjóð. Þetta var trékassi með sér- stöku lagi, mjórri í beituendann, en með fláa líkt og trog á allar síður. Svo var að leggja hlunna framan við skipið. Formaður rak negluna í. Að því búnu voru skorður teknar undan skipinu og því ruggað svolítið. Þá tóku allir ofan sjóhattana og gerðu kross- mark fyrir sér og yfir rúm sitt í skipinu. Síðan kallaði formaður: „Leggjum nú hendur á í Herrans nafni“ eða eitthvað á þá leið. Grindavíkurbátur siglir bitahöfuðsbyr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.