Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
323
Loftspeglanir
\
eru vísindamönnum ráÖgáta
dreginn af seilarólum og dreginn
upp á burðarólar. Það voru þrinn-
aðar línur, svo sem IV2 faðmur á
lengd. Að sjálfsögðu báru menn
upp misjafnlega þungar byrðar,
þetta 4—10 fiska. Allur var aflinn
borinn upp á svonefndan skifti-
völl. Þar var formaðurinn og
skifti aflanum í 7 staði, sem kall-
aðir voru köst og voru tveir hlut-
ir í hverju kasti, en þeir sem voru
saman um kast, voiru kallaðir
hlutarlagsmenn. Formaður valdi
fiska af líkri stærð og fleygði
þeim í hrúgurnar og kappkostaði
yfirleitt að allir fengi sem jafn-
astan hlut. Þegar skiftum var lok-
ið, gekk hver að sínu kasti, og
hófst nú aðgerðin og var keppst
við þar til henni var lokið. En að-
gerð var annað og meira en að
fletja fiskinn og koma honum í
salt. Það þurfti líka að koma
hrognum í salt, lifur í bræðslu og
hausum á þurkstað; allir hausar
voru þá hertir og mikið notaðir
til manneldis. Sumir báru þetta
allt á bakinu, en sumir hlutarlags-
menn höfðu handbörur. Að þessu
loknu var lóðin stokkuð upp, sem
kallað var, því að nú var fyrir-
sjáanlegt að ekki yrði róið næsta
dag.
— 'k —
SAMKVÆMT lögum eðlisfræð-
innar virðist hver hlutur minka,
eftir því sem vér fjarlægjumst
hann, og smækkunin er í hlut-
falli við vegarlengdina milli hlut-
arins og þess sem horfir á hann.
En á einhvern óskiljanlegan hátt
fara loftspeglanir ekki að þessum
lögum. Mynd af skipi, borg eða
ey, berst þúsundir kílómetra í
loftinu, og kemur þar fram í fullri
stærð. Mönnum er líka óskiljan-
legt hvernig þessar myndir geta
komið fram, en halda að því ráði
sérstök loftlög, sem einhvern
veginn loða saman svo að vindur
getur ekki þyrlað þeim sundur.
Margar sögur eru af slíkum
loftspeglunum, og þóttu sumar
ekki trúlegar fyrst í stað. Það
er nú rúmlega öld síðan, að íbúar
í þorpi nokkru í Maryland í
Bandaríkjunum, sáu í loftinu borg,
sem var gjörólík öllum borgum,
sem þeir höfðu séð, því að þar
voru hvolfþök mikil. Eftir lýs-
ingum að dæma hlýtur þetta að
hafa verið mynd af borg í Norð-
ur-Afríku eða einhvers staðar við
Miðjarðarhaf austanvert.
í eyðimörkum. eru loftspeglanir
alkunnar, en einkennilegasta sag-
an um það er frá árinu 1918. All-
arnir leggjast að bryggjum, þegar
þeir koma úr róðri, aflanum er
fleygt upp á bíla, er síðan aka
honum inn í aðgerðarhúsin, og þar
taka vélar við og fletja fiskinn og
afhausa sumar tegundir.
Þetta er mikil breyting á svo
skömmum tíma.
enby hershöfðingi hafði stefnt her
sínum frá Egyptalandi til móts
við her Tyrkja. Tókst þegar or-
usta er herirnir mættust. Tyrkir
•voru liðfleiri og hröktu Breta á
hæl. En er minnst varði kemur
tyrkneskur varðmaður með þær
fréttir til herstjórnarinnar, að
brezkt varalið sé að koma þeim
í opna skjöldu. Þá ákváðu for-
ingjar Tyrkja að láta undan síga.
En þarna var ekkert varalið á
ferðinni. Það sem varðmennirnir
höfðu séð var loftspeglun — mynd
af herflokki, sem var á göngu í
mörg hundruð kílómetra fjarlægð.
RANNSÓKN A ROTTUM
Vísindamenn við Cornell háskóla I
Bandaríkjunum hafa gert ýmsar at-
huganir á rottum, meðal annars til
þess að sjá hvemig þær eldast. Sex
karldýr og átta kvendýr voru sett í
búr, þar sem var þrælamylna, en þeim
var í sjálfsvald sett hvort þau fóru
í mylnuna eða ekki. Eftir að hafa
verið þarna í 18 mánuði, hafði hvert
karldýr hlaupið 540 km að meðaltali,
en á sama tíma höfðu kvendýrin
hlaupið rúmlega 4500 km að meðaltali.
Það kom líka í ljós, að kvendýrin
voru 20% lífseigari heldur en karl-
dýrin. Ekki vilja vísindamennirnir
fullyrða að aldursmunurinn stafi af
því hvað kvendýrin hreyfa sig miklu
meira, en þó geti vel verið að meira
fjör kvendýranna valdi því að þau
ná hærra aldri.
____----------
Það voru skólaslit og kennarinn
helt ræðu: „Árangurinn í vetur hefir
orðið góður. Það eru ekki nema fá
böm, sem hvorki hafa lært að lesa né
skrifa. Það er framúrskarandi gott á
þessari sjónvarpsöld".
Nú var dagur að kvöldi kom-
inn og vinnutími orðinn langur
frá því menn voru kallaðir um
nóttina, líklega 17—18 klukku-
stundir. En enginn kvartaði.
Stundum kom það fyrir að menn
fengi hvorki vott né þurt frá því
þeir fóru á sjóinn þar til þeir
höfðu gengið frá skipi og afla.
Slík vinnubrögð voru alvanaleg á
þeim árum, því að sjómennirnir
urðu sjálfir að vinna öll verkin,
bæði á sjó og í landi.
Nú er allt með öðrum hætti í
Grindavík og annars staðar. Bát-
*