Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1961, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1961, Blaðsíða 2
I 406 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þar var gefið út skrifað blað, sem fór um sveitina og hét Holta- Þórir. Bræður mínir skrifuðu í það, einkum Sigurður (dáinn 1901), svo og fleiri, t. d. Sigfús Bjamason frá Hjálmholti í Holt- um. Hann var á aldur við eldri bræður mína, mun hafa dáið ung- ur. — Lítið man ég nú úr „Holta- Þóri“ nema helzt eina vísu, sem Sigfús orti, en hann var hagyrð- ingur góður. Vísan er svona: Þar fór Björn, þar fór Björn. Dauðinn tók þann digra hrók úr dyngjunni. Þeir faerðu hann ofan í Fjörgyni en fáir vita af sálinni, þeir halda að hún sé í Hallstúni hjá Símoni. Það átti ekki fyrir foreldrum minum eða okkur systkinum að liggja, að njóta lengi nýu húsa- kynnanna að Efri-Sumarliðabæ. Tveim árum síðar, eða 1896, í far- dögum, urðu foreldrar mínir að flytja frá Sumarliðabæ. Faðir minn vildi kaupa jörðina, en fékk hana ekki. Annars stað- ar vildi hann ekki búa í sveit. Heimilið hlaut því að tvístrast, minnsta kosti sumarmánuðina. Foreldrar mínir fluttu þá til Reykjavíkur, en við systkinin fór- um sitt í hverja áttina. Bræðurnir stunduðu sjóinn fyrst um sinn. Systurnar voru í kaupavinnu um sláttinn á góðum heimilum. Þá kom það sér vel, að við höfðum allar lært að nota orf og ljá. — ★ — Eg sem þetta rita fór sumarið 1896 kaupakona að Reyðarvatni á Rangárvöllum til Tómasar bónda Böðvarssonar og konu hans frú Guðrúnar Árnadóttur. Það voru hin mestu merkishjón. Þar leið öllum vel. Margt fólk var í heim- ilinu. Mikið unnið. Gleðskapur og skemmtanir inn á milli. Og gnótt í búi. En — „ein nótt er ei til enda trygg.“ Það sannaðist áþreifanlega nóttina milli 26. og 27. ágúst 1896. Þá varð einn mesti jarðskjálfti, sem komið hefur á landi hér, og munu margir minnast þeirra óskapa enn í dag. Þá nótt hrundu 12 bæir á Rangárvöllum og marg- ir í Landsveit og Holtum. Nokkrum dögum síðar hrundu margir bæir og kofar í Árnes- sýslu. Víst er, að enginn, sem ekki var staddur á jarðskjálftasvæðinu, umgetna nótt, getur ímyndað sér þær náttúruhamfarir, sem áttu sér stað þá. Eins og áður segir, var ég þetta sumar, 1896, kaupa- kona að Reyðarvatni á Rangár- völlum. Þar hrundi allt, sem hrun- ið gat. Það var hræðileg nótt. Tómas bóndi var að láta fólk sitt binda hey um daginn (26. ágúst) úr Grafarnesi, en þar voru síð- sumarsslægjur og legið við í góð- um og vistlegum kofa. Fleiri bændur áttu þarna slægjuland, t.d. Skúli bóndi að Keldum o.fl. Þetta kvöld vorum við hætt vinnu, bú- in að þvo okkur, borða og ganga frá. Klukkan var á ellefta tím- anum. Engin var sofnaður í kof- anum. Húsbóndinn var að tala við fólkið og var „kallast á.“ Allt í einu heyrist ógurlegur hvinur og hávaði, kofinn og jörðin ganga í öldum upp og niður og út á hlið. Jafnsnemma kallar húsbóndinn: „Flýtið ykkur út.“ Stóðst það á endum, þegar sá seinasti slapp út, lokuðust kofadyrnar, að mestu leyti, fellu saman. Við fleygðum okkur á jörðina til að byrja með. Þegar við litum 1 kringum okk- ur, sáum við — þar sem slétt var áður — háa hóla, sem lyftust og féllu eins og öldur á sjó. Kofinn þeirra að Keldum, sem stóð miklu lægra í slægjulandinu en Reyðar- vatnskofinn sást ekki, jörðin gekk svo hátt upp fyrir hann. Seinna sáum við að jörðin hafði rifnað milli Reyðarvatnskofans og Keldnakofans á löngu svæði, frá landnorðri til suðurs. Sprungan var á að gizka metri á breidd, barmafull af rauðleitu vatni, sem fljótt þornaði upp að mestu. En sárin í sprungunni voru slétt. Við stúlkurnar gerðum það að gamni okkar, að pota hrífusköftunum okkar niður í gjána, en fundum auðvitað ekki botn. Þegar nú .svona var komið á engjunum hjá okkur, eins og áður segir, var í snatri lagt á hestana og riðið heim. Lækur rann fyrir vestan túnið að Reyðarvatni, sem vanalega var í hófskegg á hest- um. En þegar við komum að hon- um þessa nótt, rann hann fram með fossfalli, rauðbrúnn að lit, og tók hestum okkar upp á miðj- ar síður. Allir voru daprir á leiðinni heim. Öllum leið illa, bæði af því, sem skeð hafði og ekki síður af því, að þetta kvöld var húsmóð- irin ein heima með fimm börn og tvö gamalmenni. Við kviðum heimkomunni. En guð gaf, að allt fór betur en á horfðist, Og glaður varð húsbóndinn, þegar við sáum að húsmóðirin var komin út á túnið með börnin og gamla fólkið. Öllu þessu fólki hafði hún orðið að hjálpa meira og minna upp úr rúmunum ofan stiga, út úr hús- inu og út á tún, þegar allt lék á reiðiskjálfi og dyrnar á hús- inu lögðust nærri saman. íbúðar- húsið að Reyðarvatni var nýtt, byggt sama vorið, 1896, úr timbri, nema norðurhliðin, hlaðin úr torfi og grjóti að mestu. Suður- hlið og gaflar úr timbri. Norður- hliðin féll inn á gólfin með grjót,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.