Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1961, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1961, Blaðsíða 14
418 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Álagablettír Birkihríslurnar hjá Reykjafossi í SVARTÁ í Skagafirði er falleg- ur foss sem Reykjafoss heitir. Er fossinn vestan við Vindheima, ör- stutt frá veginum, sem liggur fram sveitina. Rennur áin í all- djúpu gljúfri stuttan spöl, þar til tekur við sléttlendi það er Hólm- ur (Vallhólmur) er nefnt, þá breytir Svartá um nafn og heitir Húseyarkvísl eða aðeins Kvíslin. Um aldamótin voru í gljúfrinu, stutt fyrir neðan fossinn, nokkrar birkihríslur. Höfðu þær sjálfsagt haldið lífi af því að mjög erfitt var að komast að þeim í bjarg- inu, en skógarkjarr var þá hvergi í Skagafirði, nema eitthvað, mjög lítið þó, frammi í dölum. Sagt var um birkihríslurnar í gljúfrinu að ekki mætti taka þær, myndi sá er það gerði verða fyrir einhverju óhappi eða ógæfu. Þá var það einn fagran sumar- dag 1899 að maður kom ríðandi utan túnið á Mælifelli. Var það unglingspiltur frá Reykjum í Tungusveit. Reiddi hann fyrir framan sig eina af birkihríslun- um úr Reykjafoss-gljúfri. Hafði pilturinn, sem var fullhugi mik- ill, klöngrast niður í tóna, þar sem skógartoppurinn var, skorið eina hrísluna af niður við rætur og hugðist nú gróðursetja hana á inga. Enn fremur má nefna triti- um, cesium og cerium. í Oak Ridge National Laboratory í Bandaríkjunum er nú hægt að fá keyptar 85 mismunandi tegundir af samsætum, sem af stafa beta og gamma geislar. leiði afa síns, sem jarðaður var í Mælifells-kirkjugarði. Aúðvitað vantaði hrísluna rætur og visnaði fljótlega upp. En á meðan pilturinn var að fást við „gróðursetningu" þessa lagðist hestur hans niður þar sem hann stóð á hlaðinu. Þarf ekki að orðlengja það, að hesturinn var dauður að lítilli stundu liðinni. Eg var fjórtán ára er þetta gerðist og var sjónarvottur að þessum atburði. Þorsteinn Jónsson. Flöskuskeyti TALIÐ er að um 80.000 flöskur með alls konar skeytum sé stöðugt á flæk- ingi um úthöfin. Mikinn hluta þeirra hafa rannsóknamenn sent frá sér. í skeytunum í þessum flöskum er finn- andi vinsamlega beðinn að skrifa sendanda og láta við hvar og hvenær skeytið fannst. Með þessu móti fá vísindamenn upplýsingar um haf- strauma, en það getur haft margvís- lega þýðingu fyrir siglingar, fisk- veiðar og veðurfræði. Vísindamennirnir gera ekki ráð fyr- ir að endurheimta nema örlítið brot af öllum þeim flöskuskeytum, sem þeir senda. Flestar sökkva í sjó eða brotna við klettóttar strendur, eða þær rekur að landi þar sem enginn maður getur fundið þær. Venjulegast eru flöskurnar lengi að flækjast í hafi áður en þær ber að landi, og þótt þær fari hægt yfir, þá berast sumar óravegu. Lengsta flösku- ferð, sem sögur fara af, var nær 18.000 km. Flöskunni var fleygt í sjó hjá Karachi í íran, en hana bar að landi hjá St. Ives í Cornwall á Eng- landi eftir hálft íimmta ár. En hrað- asta flöskuferð, sem menn vita dæmi um, var þvert yfir Atlantshaf frá Ný- fundnalandi til Donegal í írlandL Flaskan hafði farið þessa vegarlengd á 33 dögum, en það samsvarar því að hana hafi rekið 80 sjómílur á hverj- um degi til jafnaðar. En flöskur geta verið á reki árum saman. í fyrra fannst t. d. flaska rek- in hjá St. Malo í Frakklandi. Henni hafðj verið fleygt í sjó hjá St. Aubin á Jersey fyrir 22 árum. Það var vel lakkað fjrrir stútinn og þess vegna hafði hún ekki sokkið. Árið 1947 fundu rússneskir sjó- menn flösku rekna á Vilkitski-ey í Norðuríshafi. í henni var skeyti, rit- að á ensku og norsku, og í því stóð meðal annars: „Fimm hestar og 150 hundar enn lifandi. Þarf að fá hey, fisk og 30 sleða. Verð að snúa heim snemma í ágúst. Baldwin“. Þetta var neyðarskeyti frá leiðangri Baldwins norðurfara, sem menn óttuðust einu sinni að hefði farizt. Baldwin komst af, en neyðarskeytið kom ekki í leit- imar fyr en 45 árum seinna, og þá var Baldwin látinn fyrir löngu. (Skeyti frá leiðangri hans barst með hylki hingað til íslands á fyrri stríðs- árunum). Árið 1956 fannst flaska rekin á eynni Jamaica og var í henni mjög máð skeyti skrifað á brúnan pappír. Þetta skeyti var dagsett í júlí árið 1750 og var því orðið 206 ára gamalt. í því stóð, að skipið „The Brethen of the Coast“ stæði í björtu báli úti á miðju Atlantshafi, og bréfritarinn seg- ir: „Engin von er til þess að fleiri af skipshöfninni komist af en þeir 12, sem hafa lagt undir sig björgunar- bátinn. Eg er stýrimaður og einn af þeim óheppnu, því að við, sem erum um borð, érum dauðadæmdir. Til móður minnar Elisabetar í London- derry: Gráttu ekki yfir mér. Til sókn- arprestsins míns, séra Tómasar Dry- den: Huggaðu móður mína og systur mínar. Gerið svo vel að....“ Þar lauk bréfinu í miðri setningu. Stundum koma neyðarskeyti að haldi, þótt þau sé send með flösku. Fyrir nokkrum árum hertóku kín- verskir sjóræningjar farþegaskip á ánni Jangtsekiang. Ræningjarnir ætl- uðu að flytja farþegana á land og koma þeim fyrir í einhverjum felu- stað, og heimta síðan hátt lausnar- gjald fyrir þá. En einn skipverja gat y i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.