Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1961, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1961, Blaðsíða 4
408 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9*s<a>'5<9^s<SK5<9>-s<s<5<9>cs<9*3<5KS<s*c3<s<s<s<3<s<2<5x3<5<3<9*3<i'3<&<3<s<3<sa<3<s<3<9»c3<s<3<s<s<s<2<s<3<s<2<8»c5<s<3< Árni G. Eylands Þingvallakvæði II. B r e n n u g j á Af hatri og ótta hrjáður lýður heimsku og grimmd til sætis býður á Alþingi við Öxará. <jt í hrauni er aflað viðar, allt í nafni hins kristna siðar, til báls í Brennugjá. Konur og menn á bálin borin, — bjart er um Þingvallasveit á vorin, en sorti í fjöldans sálum. Mörg eru stigin misvitur sporin, mikill er í hjörtunum sorinn, blendið er margt í málum. Fátæklingur sem fróðleik þráði og framar öðrum af Guði þáði viljann til vits og leitar, átti sér vísan galdra-gruninn, á greind og hjátrú sér enginn muninn innan né utan sveitar. Svo dæmdu menn þá i Drottins nafni, dugandi klerkar helzt fyrir stafni höfðu slík „mannúðarmál“; margur án varnar við bálköst bundinn á bergi laganna sekur fundinn, og djöflinum dregin sál. n. Ennþá er bjart um Vellina á vorin, víða bílarnir hvetja sporin, ekið er að og frá Valhallar gleði — og gamanmótum, gleymt er löngu að stinga við fótum við barminn á Brennugjá. Enginn heyrir angistarhljóðin, enginn man lengur að hér framdi þjóðin um aldir sín verstu verk; oft var Þingvöllur ataður blóði, öreigans gæfa reidd í sjóði og vitnað í konung og klerk. III. Muna skal bæði grátur og gleði, hið góða og illa sem verður og skeði, og þess vegna er þjóðin spurð: Er enginn framar að ósekju dæmdur, aldrei vasi hins snauða tæmdur, og enginn hrakinn í urð? Er sannleikur allur sagður á þingum, svo til aldrei farið í kringum málstað hins góða, í gerð? — Hljóðar stunur eg heyri frá gjánni og hylnum dökka vestur í ánni. — Er spurningin viðmælisverð? Yngst þeirra Reyðarvatnssystkina var Ingibjörg Tómasdóttir, kaup- kona í Vestmannaeyjum, dáin 1952. Gunnar bróðir minn, sem þekkti hana og hafði á stundum gaman af að fella eitt og annað í stuðla, gerði það eitt sinn að gamni sínu, að gefnu tilefni, að lýsa Ingi- björgu. Lýsingin er svona: Svipstór freyja, frjáls i geði, fer helzt ekki eftir neinu öðru en því hún ætlar sér — oft þótt liki sumum ver — Þótt syrti í ál og súðin hallist sést það ei að henni fallist hendur, styrkar, hvert sem ber. Hún spilar „Lhombre’“ eins áður einatt „Kup“ og hvað sem er, Föst í sessi situr hér, sífellt skemmtin þykir mér. Oftast hún af öðrum ber. Ekki löngu eftir jarðskjálftana, lagði ég á stað heim til foreldra minna, en þau höfðu eins og áður segir, fluzt til Reykjavíkur. Þar tóku þau á leigu góða íbúð á Hlíð- arhúsastíg 27, hjá Jóni Þórðar- syni, útvegsbónda. Mig minnir að húsaleigan væri 7 kr. á mánuði. Við höfðum þrjú herbergi og eld- hús. Þangað safnaðist nú systkina- hópurinn, að mestu, og stundaði v

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.