Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1961, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1961, Blaðsíða 6
410 þrælkun vesturveldanna", sögðu þeir. Svo voru haldin „vinamót“. Þar vorum við leiddir fram fyrir fagn- andi áhorfendur ,og það var út- listað hvernig við hefðum hætt lífum okkar til þess að komast til Sovét og frelsisins. Fólkið á götunum var vingjarnlegra en nokkuð annað fólk, sem eg hefi kynnzt. Það fór í veg fyrir okk- ur til þess að heilsa okkur. með handabandi. Og þeir, sem kunnu eitthvað í ensku, buðu okkur heim. Vegabréf Skyndilega breyttist allt þetta dálæti. Myndir voru teknar af okkur og upplýsingar voru heimt- aðar af okkur til að setja á vega- bréf og skírteini. Eitt skírteinið veitti okkur leyfi til að fara í gegnum hliðið á girðingunni um- hverfis bústað okkar. Annar skír- teini veitti okkur leyfi til þess að fara inn í húsið. Og þriðja skír- teinið veitti okkur aðgang að her- bergjum okkar. Vinir, sem við höfðum boðið til okkar voru rekn- ir aftur við hliðið. Einn þeirra, sem var vélfræðingur og eg hafði léð nokkur blöð, sem ég kom með að heiman, gat skotið því að mér að eg skyldi ekki hafa þessi blöð á glámbekk, og eg mætti ekki framar heimsækja sig. „Þessi skír- teini þýða það, að yfirvöldin vilja ekki að þú umgangist neina aðra en þá, sem þau velja sjálf til þess“, sagði hann. Kommúnistafræðsla Þegar þannig var komið vorum við látnir læra rússnesku fimm stundir á dag í þrjá mánuði sam- fleytt. Við vorum látnir lesa úr ræðum Lenins, sögu kommúnism- ans og æviágrip Krúsjeffs, sem sýndi að hann var boðberi frið- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS arins. Þegar við frændi minn höfðum lokið prófi í þessu, hlust- uðum við á reglulega kennslu sex daga í viku frá kl. 9 á morgnana til kl. 5 á kvöldin. Prófessorarnir höguðu spurningum sínum þannig, að þeir gæti af svörunum ráðið hvort við værum einlægir komm- únistar eða ekki. Og eftir svör- unum fór það svo hvernig með okkur var farið. Því var kænlega komið inn hjá okkur, að við ætt- um að útrýma öllum foringjum í Afríku, ef þeir væri andvígir kommúnisma. Einu sinni skoraðist' eg undan að fara í tíma, vegna þess að eg kvaðst vilja fá fræðslu en ekki prédikanir. Þá var mér hótað brottrekstri úr skólanum. Einu sinni var haldin Uganda- hátíð. Við vorum fjórir stúdentar þaðan og við vorum settir í hóp- göngu og síðan upp á pall í sam- komuhúsi. Og þar fór fólk, sem við höfðum aldrei séð, að halda skammarræður um Breta. Ein- hver ókunnugur maður bar fram 1 okkar nafni ályktun er krafðist fullkomins sjálfstæðis Uganda þeg- ar í stað, að það sliti öll tengsl við Stóra-Bretland og gengi í bandalag við Sovétríkin. Og áður en við gætum komið upp einu orði, glumdi allur salurinn af samþykkisópum. Svo söfnuðust áróðursmenn um okkur til að sam- gleðjast okkur með að við hefð- um látið til skarar skríða, og ljós- myndasmiðir tóku myndir af okk- ur og þeim. Allt var tekið á seg- ulband til að sendast í útvarpi heim til okkar. Og svo var öllu skyndilega lokið og við Uganda- menn stóðum þarna eftir sem glópar og sárgramir. Þetta er aðeins eitt dæmi. Sams konar „hátíðir" voru haldnar fyr- ir Nigeríu og Gíneu og fyrir öll löndin í Afríku ,og seinast alls- herjarhátíð fyrir Afríku alla. Til- gangurinn var auðsær. Við Afríku menn við háskólann vorum hafðir fyrir fífl og til áróðurs. Undiralda Nú ætluðu yfirvöldin að stofna allsherjar félagsskap Svertingja og Araba undir stjórn kommún- ista frá Aröbum og Sudanesum. En við neituðum að ganga í slík- an félagsskap, og stofnuðum okk- ar eigið félag. Auk okkar Uganda- manna voru þar Abessiníumenn og ungur stúdent frá Kenya, sem hafði gengið í skóla í Addis Abeba. Þrátt fyrir mikinn komm- únistaáróður heima fyrir, voru stúdentar frá Gíneu mjög andvíg- ir Sovét, að ekki sé talað um unga menn frá Somalíu, Kameron, Kongo, Mali, Nigeria og Togo — sem sagt flestir svörtu stúdent- arnir við háskólann. Og okkur voru hliðhollir margir stúdentar frá Súdan, Marokko, Túnis og Egyptalandi. Dr. K. I. Ivanov aðstoðarrektor háskólans kallaði okkur nokkra fyrir sig og þrumaði: „Þetta megið þið ekki. Við leyfum ekki svona félagsskap!" En við beygðum okkur ekki og heldum fundi á göngunum heima. Okkur var hótað refsingu. Svart- ir stúdentar, sem höfðu verið ráð- þægir, voru fluttir í stúdentagarð háskólans og fengu þar betri húsakynni og aukinn frama. Okk- ur hinum var refsað. Það var hótað að taka af okkur 1500 rúbla sumarleyfisstyrkinn, nema því að- eins að við tækjum þátt í „Vin- áttuför" Þessari för var heitið til landamærahéraðanna og þar áttu útlendingarnir að dásama sovét og hafa þannig áhrif á íbúana. Við fórum ekki. Hinir rússnesku herbergisfélag- ar okkar höfðu það hlutverk, að gera okkur að kommúnistum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.