Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1961, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1961, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 411 Flestir áttu að læra tungumál okkar, til þess að þeir gæti seinna orðið áróðursmenn í löndum okk- ar, og þar áttum við að hjálpa þeim. Við höfðum fengið nóg af áróðri, svo að við fórum að skemmta okkur við jazz-plötur, sem við höfðum komið með að heiman. Þegar rússnesku stúd- entarnir heyrðu það, flyktust þeir til herbergja okkar. Þeir klöpp- uðu og stöppuðu í takt í gólfið. „Hver kennir tónskáldum ykkar að semja svona lög?“ spurði Boris. „Þetta mun ekki leyft hér“. „Enginn kennir þeim“, sagði eg. „Tónskáld okkar eru frjáls að því að semja hvað sem þeim sýnist. Og við erum frjálsir að því að hlusta, eða hlusta ekki“. „Það er ekki ætlast til þess að við hlustum. Við getum ekki ver- ið tryggir kommúnismanum ef við hlustum á þetta“. Samt var hann kyr og hlustaði. Næstu kvöld bauð hann okkur til sín til umræðufunda og að hlusta á meiri músík. Umræður snerust aðallega um það, sem Boris kall- aði „ameríska yfirdrottnun“, og þar á meðal var það, að Banda- ríkin styddu andstæðinga sovéts í Afríku. Eg bað hann þá að skýra fyrir mér hver væri munurinn á nýlendustjórn og yfirráðum Rússa í hjáríkjunum. Því gat hann ekki svarað. Eg las þá fyrir hann nokkrar fréttir í brezkum og amerískum blöðum, sem vinir okkar höfðu sent okkur. Svo fekk eg honum blöðin og sagði áð hann skyldi lesa þau í tómi. Umræðufundirnir heldu áfram í nokkrar vikur. Eitt kvöld var Boris þögull og fól andlitið í höndum sér. Þegar hann leit upp var honum mikið niðri fyrir. „Það er satt, við erum ekki frjálsir“,, sagði hann. „Eg hefi ekki leyfi til að lesa það, sem vestrænir menn lesa. Eg hefi ekki leyfi til að fara til Vesturlanda, ekki einu sinni að ferðast um mitt eigið land nema með sérstökum skilyrðum“. „Þú ert asni, Boris“, sagði fé- lagi hans. „Þú mátt ekki hugsa svona“. Hver einasti stúdent frá Afríku hefir líka sögu að segja. Það er ekki ætlast til þess að menn rök- ræði. En um nætur söfnuðust Rússar og Svertingjar saman, 6—12 í hverju herbergi. Þetta voru leynifundir og við höfðum hurðirnar læstar, svo enginn kæmi inn að okkur óvörum. Og þarna ræddum við ákaft heims- pólitík og heimspekikenningar. Sumir Rússarnir heldu sér dauða- haldi í ritstjórnargreinar Pravda, en mörgum fór líkt og Boris, að þeir tóku að efast um ágæti kommúnismans. Kastast í kekki Að lokum komust umsjónar- menn að því hvað var að gerast. Þá kom út skipun, sem bannaði allar jazz-plötur og næturfundi. Útlend blöð og tímarit, sem við fengum í pósti, voru nú gerð upp- tæk. Prófessor Dekan Kuzin við rússnesku-fræðadeildina, gaf út aðvörun til erlendra stúdenta: Við mættum ekki hegða okkur eins og við værum í auðvaldsríki, þar sem stúdentar greiða náms- kostnað sinn, því að þar sem Sovétríkið bæri allan kostnað af námi okkar, þá yrðum við að hugsa eins og okkur væri sagt að hugsa. Nú kom sendinefnd frá Komso- mol (félagsskap ungkommúnista) til þess að rannsaka hugarfar allra rússnesku stúdentanna. Síðan harðbannaði Komsomol þeim að umgangast okkur, ella skyldu þeir rækir úr skólanum og settir á svartalistann, en það var sama sem að þeir yrði að þræla alla sína ævi. Mörg leiðinleg atvik komu fyr- ir. Michel Ayih frá Togo fekk ekki að fara út úr lyftunni þegar hann var kominn þangað sem hann bjó. Og þegar hann mót- mælti grenjaði Rússi framan í hann: „Þú hefir engan rétt að tala. Þú ert kolsvartur api en ekki maður“. Einu sinni þegar eg var á gangi á götu, settust nokkr- ir menn að mér og voru með hrindingar og pústra til þess að reyna að koma mér í illindi. Eitt kvöld lét lögregla kylfu ganga á Benjamin Omburu frá Kenya, vegna þess að hann var að tala við stúlku á strætisvagnstöð. í einhverju samkvæmi lenti Omar Khalif frá Somalíu í orðasennu við kommúnista-stúdent, og þá var hann sleginn í rot og varð að liggja hálfan mánuð í spítala. Svo var það vorið 1960 að það barst út, að með haustinu yrði allir svörtu stúdentarnir við há- skólann fluttir til „Vináttu-há- skólans“ — en hann var aðeins fyrir útlendinga. Við heldum þá fund og urðum 14 saman svartir stúdentar. Þar samþykktum við að fela Stanley Omor Okullo frá Uganda (hann las læknisfræði og var nú á öðru ári) að skrifa menntamálaráðuneytinu og krefj- ast þess að þessari kynþáttaskift- ingu væri frestað og hún numin úr gildi og við fengjum jafnrétti og vernd. Svarið var það, að Stanley var gerður útlægur frá Rússlandi. Þegar hann kom til Lundúna, sagði hann blaðamönn- um sögu sína. Þá báru Rússar ljúgvitni gegn honum um að hann væri siðspilltur drykkjuræfill, sem hefði ánetjazt auðvaldinu. Og sendiboöar stjórnarinnar fóru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.