Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1961, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1961, Blaðsíða 5
I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 409 Svertingi í rússneskum háskdla EVEREST Mulekezi heitir hann og er frá Uganda í Austur-Afríku. • Honum var boðið ókeypis háskólanám í Rússlandi, og hann fór þangað. Hann komst fljótt að því hver tilgangurinn með „há- skólanáminu" var. Þá komst hann úr landi og er nú í Banda- ríkjunum. Hér segir hann sjálfur frá námstímanum í Rússlandi. Þ A Ð var í sendiráði Rússa í Kairó. Menntamálafulltrúinn út- málaði fyrir okkur þau kostakjör, sem okkur voru boðin við ríkis- háskóla Moskvu, og á meðan þeytti hann út úr sér strokum af sígarettureyk. Hann sagði að náms tíminn væri sex ár og við fengj- um ókeypis flugfar til Rússlands. Auk þess fengjum við 900 rúblur á mánuði til þess að greiða með fæði og húsnæðd, 3000 rúblur fengjum við fyrir fötum, 1500 rúblur fengjum við fyrir tveggja mánaða sumarfrí, og auk þess fengjum við greiddan allan ferða- kostnað heim til okkar annað hvort ár. nám meira og minna um veturinn. Glatt var í „kotinu“, á stundum. En svikalaust held ég að hafi verið unnið þegar sezt var að því. Gestakoma var mikil, einkum úr sveitunum. Fólkið á Hlíðarhúsa- stígnum var glatt og skemmtilegt. Sögu- og rímnafrótt. Ég man eft- ir einum gömlum manni, sem stundum kom til að tala við föð- ur minn. Hann hét Jóhannes Jó- hannesson, fullur af fróðleik í bundnu og óbundnu máli. Lítið man ég nú af þeim fróðleik, nema eina vísu, sem hann sagðist hafa ort er hann frétti lát vinar síns. yísan er svona: „Sovét-stjórnin gefur ykkur þetta, vegna þess að vér elskum allar þær þjóðir, sem verða að berjast við nýlendukúgun“, sagði hann. „Vér krefjumst ekki annars í staðinn, en að þér aflið yður þeirrar menntunar sem til þess þarf að þér getið orðið frjálsir“. Þetta var 6. október 1959. Við Anthony Nghoroano frændi minn höfðum brotizt 4800 km. leið frá Uganda til Kairó og nú bauðst okkur ókeypis háskólanám handan við járntjaldið. Við ætluðum ekki að trúa okk- ar eigin eyrum. Menntun eræðsta keppikefli okkar Svertingja. Með henni getum vér aflað okkur og Þá er lífsins þrotin súld, þú, sem gegnum kepptir, sólarskinið komið, Kúld, ég kem nú senn á eftir. Það mun ekki hafa orðið langt á milli þeirra, kunningjanna. Og ég man eftir mörgum fleir- um í Hlíðarhúsum, t. d. Ámunda Ámundasyni, Jóni Þórðarsyni, Torfa Þórðarsyni o. fl. o. fl. Allt stórbændur og höfðingjar, áttu sín hús og lóðir. Unnu myrkranna á milli með fólki sínu. Lásu góðar bækur á kvöldin, fóru eldsnemma á fætur á morgnana. Þá voru engin verkföll og ekki heyrðist talað um stytting vinnu- tímana. K. Ó. þjóðum okkar virðingar. Mér hafði einu sinni boðizt að stunda nám við Washington háskóla, en brezku yfirvöldin neituðu mér um vegabréf vegna þess að eg hefði ekki nóg fé fyrir mig að leggja. Nú bauðst Sovét-stjórnin til þess að láta mig fá ókeypis háskóla- nám, og ekki nóg með það, held- ur að greiða einnig allan kostnað fyrir mig meðan á því stæði. Móttökurnar Þegar til Moskvu kom urðum við dálítið undrandi út af því að við vorum einangraðir frá öðrum stúdentum. Okkur útlendingunum, sem vorum þúsund að tölu, frá Afríku, Asíu og Suður-Ameríku, var fenginn samastaður í tveimur fimm hæða húsum langt frá há- skólanum. Þar voru verðir við dyr. Herbergin voru 14x16 fet að stærð og í hverju þeirra áttu að vera fjórir stúdentar, tveir út- lendingar og tveir rússneskir, sem til þess voru kjörnir. Fyrsta morguninn vorum við snemma á fótum og ætluðum að fá okkur bað. Þá fréttum við að þarna væri ekki neitt heitt vatn nema á miðvikudögum og þá að- eins kl. 4—11. Við létum þetta ekki á okkur fá, við vorum svo hrifnir af því að vera komnir í háskóla. Fyrstu vikurnar höfðum við engan frið fyrir áróðursmönnum. Þeir vildu fá myndir af okkur og þeir vildu láta okkur tala inn á segulbönd fyrir útvarp heim til okkar. „Þið skuluð segja frá því hvað allt er hér ólíkt nýlendu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.