Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1962, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1962, Blaðsíða 1
VATIKA Nt fÚTÍMAMENN eiga erf- itt með að hugsa sér þá tíma, þegar hinar 100 ekrur, sem heita nú Stato Della Citta del Vaticano, voru ekki þaktar mik- ilfenglegum og fögrum görðum og byggingum. Þegar gestur gengur um Vatikanið, finnst honum það vera eins gamalt og eilifðin eða undirstöður sjálfr- ar Rómaborgar. HlN mikilfenglega hvelfing St. Péturskirkjunnar, sem rís 452 fet yfir torgið, og hinar stórkostlegu súlur súlna ganganna, sem eru eins og útréttir arm- ar til að taka á móti gestum, voru ekiki fullgerð fyrr en á 17. öld. Fæ-star bygg- inganna á Vatikanhæð eru eldri en frá 15. öld. Kirkjan var allt annað en vinsamleg listamönnuim og arkitektum í upphafi. Jafnvel eftir að kristnin hafði sigrað, cfuðust margir af forystumönnum henn- ar um, að leyfilegt væri að hafa mynd- ir í safnaðarhúsunum. Framsýnir kirkjuleiðtogar breyttu þessu þó fljótt, og á 6. öld veitti Gregor mikli öllum þeim, sem brjóta heilaðar myndir, al- varlega áminningu. Á miðöldum mótmæltu margir því, að byggðar væru risastórar, skrautbúnar og dýrar kirkjur í þjónustu trúar, sem auðmjúkir handverksmenn höfðu grund- vallað. Á 12. öld ávítaði heilagur Bem- ard af Clairvaux Benediktína-regluna í Cluny fyrir „hina miklu hæð kirkna yðar, yfirlætislega lengd, þeirra, óþaría breidd, hið dýra skraut og hinar furðu- legu höggmyndir og málverk, sem draga að sér augu hins trúaða og trufla eftir- tekt hans“. E, 1N aðrir voru ekki á sama méli Og heilagur Bernard og því gátu lisfa- menn eins og Giotto, Angelico, Miche- langelo og Rafael þrifizt. Yfirleitt lét kirkjan starf listamanna sinna afskipta laust. Þeir fengu að mála og höggva út myndir á þann hátt, sem þeim sjálf- um líkaði bezt. Gamlar sögur segja, að Pétur postulj hafi verið grafinn á þeim stað, þar sem Péturskirkjan rís nú. Þótt fornminjasannanir skorti getur vel ver ið, að hann hafi verið tekinn af lífi á Vatikanhæðinni, sem óvinur rómverska ríkisins. Síðan 1939 hafa verið gerðar mikilar fornleifarannsóknir undir St. Péturskirkj unni og hafa leitt þar í ljós ar myndhöggvarinn Filarete smíðaði fyr ir dyr hennar. Hurðunum var lokið 1445 og voru síðar settar í nýju kirkjuna, ár ið 1620, og ennþá má sjá þær við inn- gang hennar. A YRSTA páfasetrið á Vatikan- hæðinni var reist af Symimachus um 500. Það var endurbyggt og stækkað oft síðar. Á miðöldum bjuggu páfarnir ætíð hinum megin Við fljótið og sjálft Vati- kanið var einungis notað til hátíðahalda og til að taka á móti sendimönnum kon- unga. Eftir útlegðina í Avigon, þegar Gregorius XI. flutti Páfastól til Rómar aftur, var sú höll algjörlega óhæf til íbúðar og þess vegna settust páfarn- ir aftur að í Vatikaninu. Nikulás V, sem varð páfi 1447, var óánægður bæði með gömlu Péturskirkjuna og íbúðir páfanna. Hann l|j|| lalÍK varð hinn fyrsti af hin- M um svonofndu „bygginga- “g|||“ Mk páfum“. Hann var mjög lærður maður og einn |||| JflBr starfsbróðir hans sagði um hann: „Það sem hann veit ekki, er utan við mannlega þekkingu“. — Nikulás fékk Leon Batt- ista Alberti, frægan arki tekt frá Flórenz, til að gera uppdrátt að hinni nýju kirkju, en uppdrártt ur hans komst aldrei lengra en á byrjunarstig- ið, áður en Nitoulás dó. Sá uppdráttur lí'ktist mjög því forrni, sem kirkj ain endanlega fékk. Niku lás grundvallaði bókasafn Vatikansins og safnaði bókum allsstaðar að úr heiminum, í dag eru í safninu meira en bálf milljón bindi og 60 þús. handrit, þar á meðal eitt dýrmætasta handrit heimsins Cotex Vatican- us, sem er annað af þeim tveimur grísku handrit- um biblíunnar frá 4. öld, sem enn eru til. skyldu sinni til valda. En hann var etnn ig vel gefinn maður. Meðan hann var kardínáli skrifaði hann talsvert um guð fræði, og þegar hann var orðinn Alex- ander VI páfi endurvakti hann háskóla Rómaborgar. Helztu menjar um hann í Vatikninu er íbúð sú, sem nefnd er eftir ætt hans, þar sem hinn blindi málari Pinturicchio málaði mjög fallegar veggmyndir. I I ÚLÍUS II páfi haí 3i svo mikla andstyggð á fyrirrennara sínum, að hann neitaði að búa í þeirri íbúð, sem Alexander VI og hirð hans höfðu saurg að. Hann barðist mikið fyrir kirkju sína, en hann var einnig einn af mestu listunnendum, sem setið hafa á páfa- stóli, og hann byrjaði raunverulega á endurbyggingu Péturskirkjunnar. Húsa meistarinn Bramante, sem unnið hafði fyrir Alexander VI, varð einskonar bygg ingamiálaráðherra hjá páfahirðinni, með an Júlíus II var við völd. Júlíus vildi láta hina nýju Péturskirkju verða glæsi legri öllum öðrum kirkjum heimsins og varð mjög ánægður með áætlun Bram- antes með að byggja risháa hvelfingu, sem hvíldi á grískum krossi, með fjór- um minni hvelfingum á örmunum. 18. apríl 1506 fór páfinn með kardínálum og prelátum til byggingarinnar til að blessa hornsteininn. Júlíus krafðí alla’ biskupa Evrópu um fé til byggingar hinnar nýju Péturs- kirkju. Hann eyddi meira en 70 þúsund gulldúkötum í hana. Enginn veit hvað Júlíus eyddi miklu í Miohelangelo og Rafael, þessa tvo frægu listamenn, sem hann var svo gæfusamur að taka í sína þjónuistu. En við vitum að hann var nízk ur og óþolinmóður við listamennina. Þeg ar Michelangelo var að mála lodtið í Sixtinsku kapellunni með myndum úr Gamla testamentinu, var páfinn eitt sinn svo reiður, er hann deildi við Michel angelo um hraða vinnunnar, að hann sló listamanninn með staf sínum og hót aði að láta henda honum af vinnupall- inum. Mi var samt sem opnaði TAÐ Sixtus IV, bókasafnið til almennrar notkunar. Hann var ekki einn hinna betri páfa, en hann var mikill unnandi lista. Eftir honum er nefnd Sixtinska kapellan, sem telja má eitt mesta safn listaverka í heim- inum. Kapellan var þó ekki jafnglæsileg við dauða Sixtusar 1484 eins og hún er nú, því ennþá VEINIUS FRÁ KIMIDOS stort völundarhús af grafhvelfingum hinna fyrstu kristnu manna og Róm- verja. Pétur postuli gæti einnig vel ver- io grafinn í þessum kirkjugarði, og vóst er, að hann var dýrkaður á þessum stað þegar áður en Konstantínus keisari byrjaði að reisa hina stóru Basilíku einhvern tíma milli 307 og 337 e. Kr. Þegar svo kirkjan var fullgerð um 800 mun hún hafa verið stór og miikilfeng- leg eftir þeirra tíma mælikvarða. En gamla Péturskirkjan var gerð úr múr steinum og timbri og náði yfir tæplega hálft það svæði, sem kirkjan sem nú stendur nær yfir. Einu minjarnar, sem enn eru til um gömlu kirkjuna, eru senni lega stóru brons-hurðirnar, sem 14. ald vantaði hinar miklu fresco myndir Michelangelos, sem þá var aðeins níu ára. Innocentius VII, sem kom á eftir Sixt usi, var svo spilltur, að uppreisn var gerð gegn honum í Florenz, þar sem hinn frægi Dominikana-munkur SavOna rola brenndi bækur og listaverk. Inno- centius VII bætti litlu við páfahöllina og sama má segja um eftirmann hans, Rodrioo Borgia, og er erfitt að hugsa sér þann síðarnefnda sem yfirmann kaþólsku kirkjunnar, hirði allra krist- inna m,anna. Þótt vafasamt sé að hann hafi framið alla þa glæpi sem honum eru eignaðir, er enginn vafi á þvi að hann reyndi mikið til að koma fjöl- ICHELANGELO varð að horfa upp fyrir sig allan þann tíma sem hann var að vinna að loftinu og oilli það honum ekki litlum óþægindum. Vasari segir, að hann hafi „skemmt sjón sína svo mikið við vinnuna, að hann gat hvorki lesið bréf né skoðað teikningar í nokkura mánuði á eftir, nema að horfa upp“. Júlíus var afar ánægður yfir þvi að sjá draum sinn rætast þarna, en þó var hann ekki ánægður með hvað litadýrð in hjá Michelangelo var lítil og vildi láta hann hressa upp á málverkin með skærum litum, einkum gulli. f þetta skipti þrjózkaðist listamaðurinn við og sagði, að spámennirnir hefðu að vísu verið ríkir í anda, en ekki verið auðug ir menn að veraldlegum gæðum. Michelangelo átti meiri háttar verk að baki, þegar hann byrjaði að vinna fyrir Júlíus, en Rafael var einungis ungur maður, sem ekki hafði neina reynslu af að vinna á stórum flötum, þegar Júlí us réð hann til þess að skreyta Stanza della Segnatura en Rafael gerði þar ýms frægustu verk sín, eins og Disputaskólinn í Aþenu og Parnassus. Michelangelo hefur alltaf mætt tals verðri andstöðu sem málari. Þegar Dóms dagur var afhjúpaður í Sixtinsku kap ellunni 1551 urðu margir reiðir. Páll IV hefði helzt viljað mála yfir alla vegg myndina, en varð að láta sér nægja að skipa Daniele da Volterra til að klæða þær verurnar, sem naktastar voru. Fyr ir þntta fékk Daniele viðurnefnið buxna gerðarmaðurinn. Jafnvel enn þann dag í dag má finna menn, sem ekki geta þolað Dómsdae', Framh. á bls. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.