Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1962, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1962, Page 16
Þarna sleppir risaþotan X-15 og eftir fáelnar sekúndur er rakettu- vélin búin að ná margföldum hrað'a hljóðsins. Myndin að ofan er tekin aftan á stél X-15 andartaki eftir lendingu. Loft- hemlarnir eru enn útþandir, eins og greinilegt er á myndinni, og í þetta sinn hitnuðu þeir upp í 600 gráður á Celcius, þegar flugmaðurinn dró úr hraðanum fyrir lendinguna. »------------------>■ Þegar eldsneytið er þrotið svífur X-15 til jarðar og þessar myndir eru teknar af henni i lendingu. Útlit rakettuflugvélarinnar er æði kynlegt og vart hægt að segja, að hún likist flugvél — a.m.k. eins og við þekkjum þær. Hún hefur venjulegt nefhjól, en að aftan eru tvö stáiskíði í stað hjóla og hiálpa þau til að draga úr ferðinni í lenðingunni, því X-15 Icndir ævinlega á botni upp- þornaðs saltvatns vestur í Kaliforníu — og skíðin grafast hálfpartinn niður í jarðveginn. Lendingarhraðinn er þvílíkur, að engar flugbrautir mundu nægja. raðfleygasta og háfleyg- asta flugfarið, sem að öllu leyti er undir stjórn flug- mannsins, er bandaríska rakettu- flugvélin X—15. Þetta er ekki herflugvél, öllu heldur rannsókn- arskip, sem unnið hefur að merkri og mikilvægri könnun í yztu loft hjúpum jarðar. X—15 hefur nú þegar veitt mikilvægar upplýs- ingar og reynslu í sambandi við undirbúning að geimferðum — og m. a. voru það tilraunirnar með þessa flugvél, sem lögðu grundvöllinn að geimflugi Glenns ofursta. X—15 flýgur hraðar en nok'kur önnur flug- vélt nær hvorki meira né minna en 7680 km hraða á klst. og hún á að komast upp í 160 km hæð >að var í þessari flugvél, sem Bandaríkjamenn gerðu fyrst athuganir á við- brögðum mannsins við „þyngdarleys- inu“. Athuganir á hitaþo'li nýrr- ar málmtblöndu, sem notuð verður í geimskipin, hafa lika verið gerðar í ferðum X—15, sem húðuð er að utan með sérstakrt blöndu úr nikk- el og stáli. Sannreynt er, að þessi blanda þolir allt að 725 gráðu hita á Celsíus, mesti hiti, sem orðið hef- ur á mönnuðu flugfari í Bandaríkj- unum — allt þar til geimfararnir komu til sögunnar. Það er ótrúlegt en satt, að rakettu hreyfillinn í þessari eins manns flug- vél hefur 22,680 kg. þrýstiorku, eða samsvarandi 400,000 hestöflum. Það er ámóta mikil orka og nægir haf- skipi á borð við Queen Mary. Flugvélin getur ekki haft mikið eldsneyti meðferðis vegr.a smæðar sinnar og þar af leiðandi er hún flutt upp í háloftin, spennt undir kannar dkunna stigu væng B-52 risaþotu, og sleppt, þegar þotan kemst ekki hærra. Eldsneyt- inu brennir X-15 á u.þ.b. mínútu og er því ljóst, að hraðaaukningin er geysiör og áreynslan á flugmanninn mikil. X—15 er hlaðin mælitækjum, sem rita niður öll viðbrögð manns og vélar. Það þarf 100 manna starfs- lið á jörðu niðri til þess að annast flugvélina og lokaundirbúningur und ir hvert flug stendur í 20 klukku- stundir án hvíldar. Sagt er — og sjálfsagt eru það engar ýkjur, að það sé aðeins á færi ofurhuga að fljúga X-15. Á friðar- tímum eru sennilega fáar atvinnu- greinar hættulegri en tiiraunaflugið, en kapparnir, sem hætta lífi og lim- um í X-15, vinna vísindunum meira gagn í einni flugferð en margur vís- indamaðurinn á heilli starfsævi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.